Fótbolti

Fréttamynd

Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í lands­liðið

Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund gefur Bayern andrými

Borussia Dortmund missteig sig í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Köln. Liðið er nú sex stigum á eftir Bayern München.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfons og félagar í undanúrslit

Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék allan leikinn er Bodø/Glimt vann 4-1 sigur á Lilleström og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar. Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ánægður eftir „alvöru bikarleik“ í Nottingham

Jürgen Klopp var óhemju ánægður eftir nauman eins marks sigur sinna manna í Liverpool gegn B-deildarliði Nottingham Forest í átta liða úrslitum enska FA-bikarsins í kvöld. Klopp hrósaði Nottingham fyrir að gera þetta að „alvöru bikarleik.“

Enski boltinn
Fréttamynd

Man City í undan­úr­slit eftir stór­sigur á Sout­hampton

Manchester City vann 4-1 sigur á Southampton í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Man City er þar með komið í undanúrslit ásamt Chelsea og Crystal Palace. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Liverpool eða Nottingham Forest verði síðasta liðið inn í undanúrslit.

Enski boltinn
Fréttamynd

Full­yrða að Rüdiger sé á leið til Juventus

Ítalski fjölmiðillinn La Gazzetta Dello Sport fullyrðir að þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger muni ganga í raðir Juventus í sumar. Þjóðverjinn er í dag leikmaður Chelsea en verður samningslaus er yfirstandandi tímabil rennur sitt skeið.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistararnir með nauman sigur

Spánarmeistarar Atlético Madríd unnu nauman eins marks sigur á Rayo Vallecano í síðasta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvæntur Bennacer hetja AC Milan

AC Milan vann nauman eins marks útisigur á Cagliari í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Milan er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mjög sáttur með frammistöðu sinna manna

Thomas Tuchel var mjög ánægður með sína menn er Chelsea vann 2-0 útisigur á Middlesbrough í átta liða úrslitum FA bikarsins í knattspyrnu. Þjálfarinn var hvað ánægðastur með einbeitingu sinna manna en mikið hefur gengið á hjá Chelsea að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekkjandi jafntefli hjá Inter

Inter Milan þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Fiorentina í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fyrr í dag vann Napoli 2-1 sigur á Udinese.

Fótbolti
Fréttamynd

Patrik Sigurður og Samúel Kári í undanúrslit

Íslendinglið Viking í Noregi komst í dag í undanúrslit norsku bikarkeppninnar með 5-0 útisigri á KFUM Oslo. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson leika með Viking.

Fótbolti