Rússar gerðir afturreka með óvæntar tillögur á allsherjarþingi SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 06:48 Rússar voru gerðir afturreka með tillögur sínar. AP/Frank Franklin II Rússar reyndu að koma í veg fyrir samþykkt „samkomulags um framtíðina“ sem tekið var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Rússar lögðu til að atkvæðagreiðslu um samkomulagið yrði frestað en 143 ríki greiddu atkvæði á móti og aðeins sjö með. Fimmtán sátu hjá. Umrætt samkomulag er nokkurs konar vegvísir inn í framtíðina og unnið að frumkvæði framkvæmdastjórans António Guterres. Það þykir þó hafa verið útþynnt mjög í samningaviðræðum um efni og orðalag. Útspil Rússa kom nokkuð á óvart en þeir sögðu samkomulagið fyrst og fremst þjóna hagsmunum Vesturlanda og ef tillaga þeirra um að fresta atkvæðagreiðslu yrði ekki samþykkt myndu þeir leggja fram tillögu um viðauka þar sem tekið yrði fram að þau málefni sem samkomulagið fjallaði um væru á forræði einstakra ríkja og ættu ekki að sæta afskiptum Sameinuðu þjóðanna. Báðum tillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt Guardian vöktu tilraunir Rússa reiði meðal ríkja Afríkubandalagsins og hjá sendinefnd Mexíkó en meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með Rússum voru Belarús, Venesúela, Sýrland og Íran. Guterres sagði á þinginu í gær að markmið samkomulagsins væri að færa fjölþjóðahyggjuna aftur frá bjargbrúninni og að 21. aldar vandamál krefðust 21. aldar lausna. Lögð er áhersla á forgang alþjóðalaga umfram þjóðarlög, sem er eitt af því sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á Rússum. Meðal einstakra þátta samkomulagsins má nefna stofnun nýs samráðsvettvangs um neyðartilvik, svo sem faraldra, náttúruhamfarir og matvælaöryggi og nýja ráðgefandi eftirlitsnefnd sérfræðinga um hættur gervigreindar. Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Fimmtán sátu hjá. Umrætt samkomulag er nokkurs konar vegvísir inn í framtíðina og unnið að frumkvæði framkvæmdastjórans António Guterres. Það þykir þó hafa verið útþynnt mjög í samningaviðræðum um efni og orðalag. Útspil Rússa kom nokkuð á óvart en þeir sögðu samkomulagið fyrst og fremst þjóna hagsmunum Vesturlanda og ef tillaga þeirra um að fresta atkvæðagreiðslu yrði ekki samþykkt myndu þeir leggja fram tillögu um viðauka þar sem tekið yrði fram að þau málefni sem samkomulagið fjallaði um væru á forræði einstakra ríkja og ættu ekki að sæta afskiptum Sameinuðu þjóðanna. Báðum tillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt Guardian vöktu tilraunir Rússa reiði meðal ríkja Afríkubandalagsins og hjá sendinefnd Mexíkó en meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með Rússum voru Belarús, Venesúela, Sýrland og Íran. Guterres sagði á þinginu í gær að markmið samkomulagsins væri að færa fjölþjóðahyggjuna aftur frá bjargbrúninni og að 21. aldar vandamál krefðust 21. aldar lausna. Lögð er áhersla á forgang alþjóðalaga umfram þjóðarlög, sem er eitt af því sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á Rússum. Meðal einstakra þátta samkomulagsins má nefna stofnun nýs samráðsvettvangs um neyðartilvik, svo sem faraldra, náttúruhamfarir og matvælaöryggi og nýja ráðgefandi eftirlitsnefnd sérfræðinga um hættur gervigreindar.
Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira