Fótbolti

Fréttamynd

Jafn­tefli í loka­leik Lengju­deildar

Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ian Jeffs hættir með ÍBV

Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV. Hann var aðstoðarþjálfari karlaliðsins, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars eftir að Andri Ólafsson hætti með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Tammy Abraham skaut Roma aftur á sigurbraut

Roma vann 1-0 sigur þegar að liðið tók á móti Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lærisveinar José Mourinho eru nú með fjóra sigra í fyrstu fimm leikjunum eftir tap í síðustu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍBV yfirgefur Lengjudeildina með sigri

Grótta tók á móti ÍBV í lokaumferð Lengjudeildar karla í dag. Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum 3-2 sigur þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka eftir að liðið hafði lent 2-1 undir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Dagur skoraði þegar AGF fór áfram í danska bikarnum

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF heimsóttu C-deildarliðið BK Frem í 32-liða úrslitum danska bikarsins í dag. Jón Dagur skoraði fyrsta mark AGF þegar að liðið vann öruggan 3-0 sigur. Þá var Ágúst Eðvald Hlynsson í byrjunarliði Horsens sem sló Silkeborg úr leik í Íslendingaslag með 3-2 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Varaforsetinn útdeildi seðlum í klefanum

Knattspyrnusamband Norður- og Mið-Ameríku, Concacaf, hefur hafið rannsókn vegna myndbands sem sýnir hinn sextuga Ronnie Brunswijk útdeila seðlum eftir að hafa spilað leik í keppni á vegum sambandsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Kólumbíu­maðurinn farinn til Katar

James Rodríguez hefur yfirgefið enska knattspyrnufélagið Everton og mun nú leika listir sínar með Al Rayyan í Katar. Hvorki kemur fram hvað kappinn kostaði né hversu langan samning hann gerir í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál

Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur.

Fótbolti
Fréttamynd

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook.

Sport
Fréttamynd

Lewandowski hlaut gullskóinn

Pólski framherjinn, Robert Lewandowski, hlaut í gær gullskó Evrópu fyrir seinasta tímabil. Gullskóinn hlýtur markahæsti leikmaður álfunnar, en Lewandowski skoraði 41 mark í þýsku úrvalsdeildinni á seinasta tímabili.

Fótbolti