Sextugur fimmtíu barna faðir og forseti félagsins ákvað að stilla sér upp í framlínunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2021 07:00 Ef til vill er Ronnie Brunswijk númer 61 því styttist í 61. afmælisdaginn. Marca Ronnie Brunswijk spilaði 54 mínútur í 6-0 tapi Inter Moengotapoe gegn Olimpia frá Hondúras í 16-liða úrslitum CONCACAF-keppninnar. Brunswijk hefur ekki verið leikmaður liðsins í meira en áratug en lét það ekki stöðva sig. Hann er forseti félagsins og getur greinilega gert það sem honum sýnist. Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn. Fótbolti Súrínam Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Hvort hann hafi verið ósáttur með frammistöðu liðsins í síðasta leik er óljóst en hann ákvað allavega að grípa til sinna ráða er Inter mætti ofjörlum sínum frá Hondúras. Ásamt því að stilla sjálfum sér upp í framlínunni með 21 árs gömlum syni sínum Damian ákvað Ronnie að gera sig að fyrirliða liðsins. Allavega þær 54 mínútur sem hann entist á vellinum. Staðan var þá 3-0 fyrir Olimpia sem gengu á lagið eftir að Brunswijk fékk sér sæti á bekknum. Hvort varnarvinnan sem hann hafi skilað hafi skipt sköpum er ekki ljóst en Inter fékk á sig þrjú mörk á töluvert styttri tíma eftir að Ronnie settist á tréverkið. So the Vice President of Suriname, who is 60 years old, is PLAYING in Concacaf League against Olimpia tonight, captaining the team he owns. pic.twitter.com/Ktij4FiOoZ— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 21, 2021 Brunswijk var á sínum tíma liðtækur knattspyrnumaður og var til að mynda bæði leikmaður og eigandi Inter Moengotapoe hér á árum áður. Var hann aðalástæða þess að byggður var heimavöllur fyrir félagið. Eðlilega heitir leikvangurinn því í höfuðið á honum; Ronnie Brunswijkstadion. Í dag er Ronnie Brunswijk forseti Inter Moengotapoe ásamt því að vera varaforseti Súrínam, minnsta sjálfstæða ríkisins í Suður-Ameríku. Með því að taka þátt í leiknum gegn Olimpia komst varaforsetinn í sögubækurnar. Verandi 60 ára og 198 daga gamall ku hann vera elsti leikmaður sögunnar til að spila leik með félagsliði í alþjóðlegu móti. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goalglobal) Ronnie tók við embætti varaforseta í júlí á síðasta ári eftir að hafa verið í stjórnmálum allt frá árinu 1992. Sex ár þar á udnan var hann í uppreisnarher Súrínam og tók virkan þátt í borgarastríði landsins. Hann virðist einkar vel liðinn meðal almennings í Súrínam og hefur hlotið viðurnefnið Hrói Höttur þar sem hann er einkar gjafmildur. Oftar en einu sinni hefur Brunswijk til að mynda látið peninga falla úr þyrlu til fólks sem stóð fyrir neðan. Video was streamed tonight from Olimpia's locker room that appears to show Ronnie Brunswijk giving people in the locker room cash. He also leaves with an Olimpia shirt.pic.twitter.com/eQ1Vk928Bl— Jon Arnold (@ArnoldcommaJon) September 22, 2021 Súrínam er gömul nýlenda Hollands og komst Ronnie í hann krappan þar er hann var dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl árið 1999. Sex árum síðar var hann dæmdur í bann frá fótbolta eftir að vera ásakaður um að hafa ógnað leikmanni með byssu á meðan leik stóð. Bannið stóð ekki lengi yfir þar sem rannsókn málsins var felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. Þá er hann talinn hafa feðrað að minnsta kosti 50 börn.
Fótbolti Súrínam Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira