Handbolti

Fréttamynd

Þýskaland lagði Svía af velli

Þjóðverjar unnu öruggan sigur á Svíum, 30-24, í vináttulandsleik í handbolta sem fram fór í Þýskalandi í dag. Þá höfðu Norðmenn betur gegn Dönum, 26-23.

Handbolti
Fréttamynd

Jón Þorbjörn á leið heim

Það verða fleiri breytingar hjá Skjern á næsta ári fyrir utan að Aron Kristjánsson hættir að þjálfa liðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur línumaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannesson ekki með liðinu á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Enn tapar Wetzlar

Wetzlar, lið Róbert Sighvatssonar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, er enn án sigurs eftir stórt tap gegn Hamburg á útivelli í kvöld 36-23. Minden lá heima gegn Flensburg 32-26, Kiel lagði Kronau/Östringen 37-32 og Magdeburg skellti Dusseldorf 37-31 á útivelli.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach mætir Medvedi

Í dag var dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska liðinu Gummersbach mæta rússneska liðinu Medvedi og Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real mæta danska liðinu GOG. Leikið verður 2. og 10. desember.

Handbolti
Fréttamynd

Tap hjá Alfreð og Viggó

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar og Viggós Sigurðssonar töpuðu leikjum sínum í Meistaradeildinni í handbolta í dag, en það kom ekki að sök því Flensburg og Gummersbach eru bæði komin áfram í riðlum sínum í keppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Fram lá fyrir Sandefjord

Framarar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 31-28 tap fyrir norsku meisturunum í Sandefjord á heimavelli sínum í dag. Jóhann Gunnar Einarsson og Sigfús Sigfússon skoruðu 5 mörk hvor fyrir Fram, sem þýðir að Fram vermir botnsætið í riðli sínum án sigurs.

Handbolti
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik

Staðan í leik Fram og Sandefjord í Meistaradeildinni í handbolta er jöfn 12-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Markvörður norska liðsins hefur reynst Frömurum erfiður í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Handbolti
Fréttamynd

Fram - Sandefjord í beinni á Sýn

Síðari leikur Fram og Sandefjord í Meistaradeild Evrópu í handbolta verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 16:50 í dag. Fram bíður erfitt verkefni því norska liðið vann fyrri leikinn með tíu mörkum og leikurinn í dag ræður úrslitum um það hvort liðið kemst áfram upp úr riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð er einn besti þjálfari heims

Gengi Íslendingaliðsins Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í vetur hefur vakið verðskuldaða athygli enda var ekki búist við sérstaklega miklu af liðinu fyrir tímabilið. Miklar mannabreytingar áttu sér stað hjá félaginu og Alfreð Gíslason þjálfari sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að hann væri sáttur tækist liðinu að ná þriðja sæti í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Góðir menn eru keyptir og þeir eiga að sýna það

Birkir Ívar Guðmundssson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, kann vel við sig hjá þýska liðinu Lübbecke. Liðið hefur þó ekki farið vel af stað í þýsku deildinni í vetur og er í fallsæti eins og staðan er í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Lék með Ciudad í kvöld

ÓIafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lék með liði sínu Ciudad Real á ný í Evrópukeppninni í kvöld eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í özl síðustu vikur. Ólafur skoraði þrjú mörk í 32-25 sigurleik spænsku Evrópumeistaranna á Pick Szeged frá Ungverjalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Logi og Ásgeir heitir

Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmenn hjá þýska liðinu Lemgo, fóru fyrir sínu liði í Evrópuleik gegn Maccabi Rishon Le Zion í gærkvöldi og skoruðu báðir sex mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach lagði Fram

Þýska liðið Gummersbach vann í kvöld auðveldan sigur á Fram í Meistaradeild Evrópu 38-29 en leikið var ytra. Íslenska liðið stóð ágætlega í atvinnumönnunum, en þýska liðið sigldi framúr á lokasprettinum og vann auðveldan sigur. Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur Framara með 9 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach leiðir í hálfleik

Gummersbach hefur forystu 19-14 gegn Fram þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu. Þýska liðið var lengi að finna taktinn líkt og í fyrri leiknum og lenti undir 9-6, en hefur síðan hert tökin og hefur 5 marka forskot í hálfleik. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach - Fram í beinni í kvöld

Leikur Gummersbach og Fram í Meistaradeildinni í handbolta verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:20. Forvitnilegt verður að sjá hvort íslenska liðið nær að standa í lærisveinum Alfreðs Gíslasonar líkt og í fyrri leiknum í Reykjavík á dögunum.

Handbolti
Fréttamynd

Króatar hrósuðu sigri

Króatar sigruðu í dag á heimsbikarmótinu í handbolta með því að leggja Túnisa að velli 33-31 í rafmögnuðum úrlslitaleik þar sem úrslitin réðust í vítakeppni eftir framlengingu. Ljubo Vukic skoraði 7 mörk fyrir Króata í dag en markamaskínan Wissem Hmam skoraði 13 mörk fyrir Túnisa.

Handbolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur hjá Flensburg

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í þýska liðinu Flensburg völtuðu yfir makedónsku meistarana í Metalurg Skopje 43-24 í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag og hafa því fullt hús í D-riðli eftir fjóra leiki. Jafnræði var með liðunum framan af, en góð rispa Flensburg um miðjan fyrri hálfleikinn gerði út um leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel burstaði Hildesheim

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel burstaði Hildesheim á útivelli 34-25 eftir að hafa verið yfir 19-12 í hálfleik og þá vann Nordhorn góðan útisigur á Kronau/Östringen 25-22. Kiel er í öðru sæti deildarinnar með 15 stig, einu stigi á eftir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach.

Handbolti
Fréttamynd

Einar skoraði 6 fyrir Grosswallstadt

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Einar Hólmgeirsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með sex mörk þegar liðið gerði jafntefli við Göppingen á heimavelli 27-27. Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Grosswallstadt.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach vann Lubbecke

Nokkrir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu góðan 37-31 útisigur á Lubbecke. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson 5. Þórir Ólafsson skoraði 2 mörk fyrir Lubbecke en Birkir Ívar Guðmundsson kom ekki við sögu í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Fram steinlá í Noregi

Íslandsmeistarar Fram spiluðu sinn slakasta leik til þessa í Meistaradeildinni þegar liðið steinlá 35-26 fyrir norsku meisturunum í Sandefjord í dag. Guðjón Drengsson skoraði 6 mörk fyrir Framara, sem verma nú botnsætið í riðli sínum í keppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Sandefjord - Fram í beinni á Sýn

Leikur norsku meistaranna Sandefjord og Íslandsmeistara Fram í meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í dag. Útsending frá leiknum í Noregi hefst klukkan 16:45 og það kemur í hlut hins óviðjafnanlega Guðjóns Guðmundssonar að lýsa leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Guðlaugur Arnarsson til Gummersbach

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Gummersbach, hefur nú fengið fjórða íslendinginn í raðir sínar eftir að hann gekk frá lánssamningi á Fylkismanninum sterka Guðlaugi Arnarssyni.

Sport
Fréttamynd

Gummersbach lagði Celje Lasko

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach unnu í kvöld afar mikilvægan sigur á sterku liði Celje í Meistaradeildinni í handbolta 34-31, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik 16-14. Þá unnu Viggó Sigurðsson og félagar í Flensburg 34-29 sigur á Medwedi í sömu keppni.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar mæta Paris Handball

Í dag var dregið í í þriðju umferð Evrópukeppni félagsliða í handbolta og fá Haukar það verkefni að mæta franska liðinu Paris Handball og verður fyrri leikur liðanna spilaður í París 4. eða 5. næsta mánaðar. Í Áskorendakeppninni dróst Fylkir á móti liði St Gallen í Sviss, en fyrri leikurinn verður hér heima í byrjun næsta mánaðar.

Handbolti
Fréttamynd

Munurinn lá í sóknarnýtingunni

Slæm nýting dauðafæra urðu Íslandsmeisturum Fram að falli í leik þeirra gegn Celje Lasko frá Slóveníu í Meistaradeildinni í handbolta í gær. Framarar komu heimamönnum í opna skjöldu með góðum leik en lokatölurnar, 35-24, voru of stórar miðað við gang leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach á toppinn

Gummersbach, lið Alfreðs Gíslasonar, endurheimti toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær eftir að liðið vann Melsungen á heimavelli sínum í gær, 38-30. Liðið er nú komið með 14 stig eftir átta leiki, tveimur stigum meira en Hamburg og Nordhorn, en þau hafa leikið einum leik færra.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan var tveimur sekúndum frá því að komast áfram

Stjarnan vann króatíska liðið Medvescak Zagreb 28-22 í síðari viðureign liðanna í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fór í Ásgarði í gær. Þessi sex marka sigur nægir þó Stjörnunni ekki þar sem Zagreb vann sjö marka sigur í fyrri leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Flensburg vann

Viggó Sigurðsson og lærisveinar hans í Flensburg unnu þægilegan útisigur á Skopje frá Makedóníu í X-riðli Meistaradeildarinnar í gær, 37-29. Yfirburðir Flensburg voru töluverðir í leiknum og hafði liðið meðal annars 21-10 forystu í hálfleik en það slakaði nokkuð á undir lokin þegar Viggó leyfði minni spámönnum sínum að spreyta sig.

Handbolti
Fréttamynd

Krefjandi verkefni hjá Fram í Slóveníu

Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í Evrópukeppni karla í handbolta í dag. Tveir leikir fara fram hér á landi en Íslandsmeistarar Fram leika í Slóveníu gegn Celje í F-riðli Meistaradeildarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending 15.10. Fréttablaðið náði tali af Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Fram, þegar hann var á ferðalagi með liðinu í gær.

Handbolti