Kona á níræðisaldri sá björninn í þriggja metra fjarlægð Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 17:25 Ásthildur Gunnarsdóttir hefur komið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin allt sitt líf. Á myndinni til hægri má sjá björninn í fjörunni eftir að hann var felldur. Katrín Gyða/Lögreglan á Vestfjörðum Ásthildur Gunnarsdóttir, kona á níræðisaldri, var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá. Frá þessu greinir barnabarn Ásthildar, Katrín Gyða Guðjónsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þegar fréttastofa náði tali af henni hafði Katrín ekki náð tali af ömmu sinni, sem er 83 ára gömul, en var búin að heyra hvað átti sér stað. „Hún var nýkomin inn í hús og þá sér hún björninn út um gluggann, bara mjög stutt frá, hjá þvottasnúrunum. Það er held ég í þriggja metra fjarlægð frá húsinu,“ segir Katrín. Hvítabjörninn hafi verið að þefa af tauinu hennar og Ásthildur horfði beint á hann. „Þannig þegar hún hefur verið úti þá hefur ísbjörninn verið mjög nálægt henni.“ Hér má sjá bústaðinn á Höfðaströnd. Björninn var að þefa af þvottasnúrunum þegar Ásthildur sá hann.Katrín Gyða Inni í húsinu er sími og þannig náði hún að ná sambandi við dóttur sína og láta vita af birninum. „Það er bara eins gott að hún var ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Katrín. Greint var frá því fyrr í dag að vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefðu fellt björninn. Sjá nánar: Hvítabjörninn felldur „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Ásthildur, Katrín og systir hennar á góðri stundu.Katrín Gyða Katrín segir að faðir hennar ætli að sækja Ásthildi á morgun. Þau munu næst fara vestur í maí á næsta ári. Hún útskýrir að öll föðurfjölskylda hennar hafi farið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin. Ásthildur hafi komið þangað allt sitt líf og verið allt sumarið. Hún hafi byrjað að koma sem unglingur til frændfólks síns, Eggja-Gríms og Gunnu systur hans. Hér má sjá björninn í fjörunni við bústaðinn.Lögreglan á Vestfjörðum Hornstrandir Dýr Ísbirnir Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Frá þessu greinir barnabarn Ásthildar, Katrín Gyða Guðjónsdóttir, í samtali við fréttastofu. Þegar fréttastofa náði tali af henni hafði Katrín ekki náð tali af ömmu sinni, sem er 83 ára gömul, en var búin að heyra hvað átti sér stað. „Hún var nýkomin inn í hús og þá sér hún björninn út um gluggann, bara mjög stutt frá, hjá þvottasnúrunum. Það er held ég í þriggja metra fjarlægð frá húsinu,“ segir Katrín. Hvítabjörninn hafi verið að þefa af tauinu hennar og Ásthildur horfði beint á hann. „Þannig þegar hún hefur verið úti þá hefur ísbjörninn verið mjög nálægt henni.“ Hér má sjá bústaðinn á Höfðaströnd. Björninn var að þefa af þvottasnúrunum þegar Ásthildur sá hann.Katrín Gyða Inni í húsinu er sími og þannig náði hún að ná sambandi við dóttur sína og láta vita af birninum. „Það er bara eins gott að hún var ekki einhversstaðar annars staðar,“ segir Katrín. Greint var frá því fyrr í dag að vopnaðir lögreglumenn og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefðu fellt björninn. Sjá nánar: Hvítabjörninn felldur „Björninn fannst skammt frá þeim stað sem hann sást, rétt hjá sumarhúsi sem kona var einsömul í. Við áttum því engan annan kost en að fella dýrið,“ sagði Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. Ásthildur, Katrín og systir hennar á góðri stundu.Katrín Gyða Katrín segir að faðir hennar ætli að sækja Ásthildi á morgun. Þau munu næst fara vestur í maí á næsta ári. Hún útskýrir að öll föðurfjölskylda hennar hafi farið á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á sumrin. Ásthildur hafi komið þangað allt sitt líf og verið allt sumarið. Hún hafi byrjað að koma sem unglingur til frændfólks síns, Eggja-Gríms og Gunnu systur hans. Hér má sjá björninn í fjörunni við bústaðinn.Lögreglan á Vestfjörðum
Hornstrandir Dýr Ísbirnir Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira