Stj.mál Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans. Innlent 13.10.2005 19:08 Skaðleg áhrif á fataiðnaðinn? Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað, að beiðni Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Spánverjar hafa auk þess gagnrýnt mikinn innflutning á ákveðnum tegundum fatnaðar. Erlent 13.10.2005 19:08 Má kjósa í formannskjörinu Steingrímur Sævarr Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, öðlaðist óvænt kosningarétt í formannskjöri Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 19:07 De Gaulle notaður í ESB-rimmunni Charles de Gaulle, fyrrverandi forseti Frakklands, er nú notaður beggja vegna borðsins í baráttunni um kjör Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins. De Gaulle, sem er mjög vinsæll meðal almennings, átti enga heitari ósk í lifanda lífi en stóra sameinaða Evrópu, segja þeir sem vilja að Frakkar samþykki stjórnarskrána. Erlent 13.10.2005 19:07 Sóttust eftir fundi með Davíð Á sama tíma og forsvarsmenn Mannréttindaskrifstofu Íslands reyndu árangurslaust að fá fund með utanríkisráðherra var tekin ákvörðun í ráðuneytinu um að skera framlög til skrifstofunnar niður. Þetta segir stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:07 Birgir og Friðrik á eftirlaunum Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Innlent 13.10.2005 19:07 Forsætisnefnd geri tillögur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur eðlilegt að tillögur um breytingar á eftirlaunalögunum verði gerðar af forsætisnefnd. Innlent 13.10.2005 19:07 Innflytjendaráð stofnað? Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær skýrslu nefndar um útfærslu á tillögum að stefnumótun í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi. Nefndin leggur til að komið verði af stað tilraunaverkefni til fimm ára þar sem sérstakt innflytjendaráð verði stofnað sem ætlað er að sjá um móttöku flóttafólks. Innlent 13.10.2005 19:07 Stofnun kjarnorkuvera auðvelduð? Yfirgefnum herbækistöðvum í Bandaríkjunum verður breytt í olíuhreinsistöðvar, fái Bush Bandaríkjaforseti vilja sínum framgengt. Bandarískir fjölmiðlar segja hann ætla að leggja til að herstöðvum verði breytt og dregið verði úr skrifræði og flækjum tengdum því að stofna kjarnorkuver. Erlent 13.10.2005 19:07 Fyrningamál verði unnin í samhengi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist munu taka því vel ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07 Drepum hænur í stað kjúklinga Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður hafnar með öllu þeim skýringum forsvarsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar að sókn umfram ráðgjöf Hafró skýri að hluta bágborið ástand þorskstofnsins. Innlent 13.10.2005 19:07 Spennan magnast í Bretlandi Spennan magnast dag frá degi fyrir kosningarnar í Bretlandi. Það eru átta dagar þangað til Tony Blair verður endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir dagsins. Erlent 13.10.2005 19:07 Vetnistilraunir haldi hér áfram Tilraunaverkefni um vetnisknúna strætisvagna lýkur í sumarlok en frá því að það hófst í október 2003 hafa vetnisvagnarnir ekið rúmlega 65 þúsund kílómetra. Innlent 13.10.2005 19:07 Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun. Erlent 13.10.2005 19:07 Nota borgarkerfið í formannsslag "Afskipti æðstu embættismanna af innanflokksátökum í ákveðnum stjórnmálaflokki með svona áberandi hætti hafa ekki tíðkast til þessa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann er ósáttur við stuðningsyfirlýsingar þriggja embættismanna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylkingar. Innlent 13.10.2005 19:07 Vafasamar skráningar í flokkinn Móðir misþroska drengs hringdi öskureið á skrifstofu Samfylkingarinnar í gær og kvartaði undan því að fimmtán ára sonur hennar hefði verið skráður í Samfylkinguna. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, segir nokkuð ljóst að menn hafi farið offari og skráð einhverja sem ekki vilji vera í flokknum. Innlent 13.10.2005 19:07 Forsendur þurfa nánari skoðun Öryrkjabandalagið segir að ýmsar forsendur, sem höfundur nýrrar skýrslu um fjölgun öryrkja gefur sér, þarfnist nánari skoðunar. Þá megi efast um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja. Innlent 13.10.2005 19:07 Úrræði vegna skilorðs endurskoðuð Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að úrræði vegna afbrotamanna á skilorði verði skoðuð þegar lög um meðferð opinberra mála verða endurskoðuð í haust. Innlent 13.10.2005 19:07 Deilt um Mannréttindastofu Stjórnarflokkarnir voru harðlega gagnrýndir við upphaf þingfundar í dag fyrir að draga úr fjárframlögum til Mannréttindastofu. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita skrifstofunni ekki styrk og þarf að líkindum að loka henni af þeim sökum. Innlent 13.10.2005 19:07 Kannast ekki við unglingasmölun Kosningastjórar formannsefna Samfylkingarinnar kannast ekki við að fólk á þeirra vegum hafi verið að smala ungu fólki úr efstu bekkjum grunnskóla í raðir Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 19:07 Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning Formaður allsherjarnefndar segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarp í óbreyttri mynd um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum. Hann telur koma til álita að vísa því til dómsmálaráðuneytisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07 Angi af miklu stærra máli "Menn verða að spyrja sig hvers konar fjármálaumhverfi á að ríkja hér í næstu framtíð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra, um tregðu bankastofnanna að veita skattayfirvöldum upplýsingar um viðskiptavini sína. Innlent 13.10.2005 19:07 Ráðherra staðfesti samning við BHM Fjármálaráðherra staðfesti í morgun kjarasamning við rúmlega 20 stéttarfélög innan BHM sem öll félögin samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta, að einu undanskyldu. Fjármálaráðherra setti það skilyrði að öll félögin myndu staðfesta það en þrátt fyrir að eitt félagið staðfesti ekki samninginn ákvað fjármálaráðherra að samþykkja samninginn í ljósi hagræðis. Innlent 13.10.2005 19:07 Kynjahlutföll jöfnust í Rúanda Hvergi í heiminum eru konur jafnstór hluti þingmanna og í Afríkuríkinu Rúanda þar sem rétt tæplega helmingur þingmanna eru konur. Að Rúanda undanskildu er hlutfall kvenna á þingi mest á Norðurlöndum. Ríflega 45 prósent sænskra þingmanna eru konur og alls staðar á Norðurlöndum eru um það bil fjórir af hverjum tíu þingmönnum kvennkyns. Erlent 13.10.2005 19:07 Opinberuðu eignir og tengsl Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur birt opinberlega upplýsingar um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna flokksins í samræmi við reglur sem þingflokkurinn hefur sett sér. Þar kom fram að sjö þingmanna flokksins eiga hlutabréf í fyrirtækjum og fjórir þeirra að auki stofnfjáreign í kaupfélögum. Innlent 13.10.2005 19:07 Nýr öryrki sjöttu hverja stund Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Innlent 13.10.2005 19:07 Framsóknarmenn birta upplýsingar Þingmenn Framsóknarflokksins hafa birt upplýsingar um eignir, fjárhag og hagsmunaleg tengsl sín á heimasíðu flokksins. Reglur um samræmda upplýsingagjöf þingmannanna voru kynntar í morgun en reglurnar eiga að stuðla að gagnsæi í íslenskum stjórnmálum. Innlent 13.10.2005 19:07 Áunninn réttur stjórnarskrárvarinn Fordæmi er fyrir skerðingu áunninna réttinda með breytingum á biðlaunarétti ríkisstarfsmanna. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir breytingarnar hafa verið staðfestar af Hæstarétti. Atli Gíslason lögmaður segir lög um lífeyri þingmanna og ráðherra meingölluð. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07 Kostnaður við örorku 52 milljarðar Áætlað er að heildarbætur til öryrkja hafi numið 18 milljörðum króna árið 2003. Tapaðar vinnustundir vegna örorku jafngilda 34 milljörðum króna, samkvæmt nýrri úttekt á fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingu. Ungir lífeyrisþegar hér eru 136 prósentum fleiri en í nágrannalöndunum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07 Sækja ef til vill í hærri bætur "Það getur verið að eitthvað af fólki sé að þrýstast á milli kerfa hjá okkur þar sem örorkubæturnar eru hærri heldur en atvinnuleysisbætur," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fjölgun öryrkja á allra síðustu árum. Innlent 13.10.2005 19:07 « ‹ 111 112 113 114 115 116 117 118 119 … 187 ›
Ríkisendurskoðandi á fund Halldórs Ríkisendurskoðandi var kallaður fyrir fjárlaganefnd í dag til ræða einkavæðingu stjórnvalda, þar á meðal á Búnaðarbankanum. Einróma niðurstaða fundarins var að kalla þyrfti fleiri fyrir nefndina, svo sem einkavæðingarnefnd, þar sem ýmsu væri ósvarað. Fyrir fundinn átti ríkisendurskoðandi fund með forsætisráðherra en neitar að upplýsa um efni hans. Innlent 13.10.2005 19:08
Skaðleg áhrif á fataiðnaðinn? Evrópusambandið hyggst athuga hvort aukinn innflutningur á klæðnaði sem framleiddur er í Kína skaði evrópskan fataiðnað, að beiðni Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Spánverjar hafa auk þess gagnrýnt mikinn innflutning á ákveðnum tegundum fatnaðar. Erlent 13.10.2005 19:08
Má kjósa í formannskjörinu Steingrímur Sævarr Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, öðlaðist óvænt kosningarétt í formannskjöri Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 19:07
De Gaulle notaður í ESB-rimmunni Charles de Gaulle, fyrrverandi forseti Frakklands, er nú notaður beggja vegna borðsins í baráttunni um kjör Frakka á stjórnarskrá Evrópusambandsins. De Gaulle, sem er mjög vinsæll meðal almennings, átti enga heitari ósk í lifanda lífi en stóra sameinaða Evrópu, segja þeir sem vilja að Frakkar samþykki stjórnarskrána. Erlent 13.10.2005 19:07
Sóttust eftir fundi með Davíð Á sama tíma og forsvarsmenn Mannréttindaskrifstofu Íslands reyndu árangurslaust að fá fund með utanríkisráðherra var tekin ákvörðun í ráðuneytinu um að skera framlög til skrifstofunnar niður. Þetta segir stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. Innlent 13.10.2005 19:07
Birgir og Friðrik á eftirlaunum Sex sendiherrar þiggja eftirlaun ráðherra ásamt launum fyrir sendiherrastörf sín. Þá þiggja þrír forstjórar opinberra stofnana eftirlaun, þar á meðal seðlabankastjóri og forstjóri Landsvirkjunar. Þessu verður ekki breytt samkvæmt lögfræðiáliti ríkisstjórnarinnar. Innlent 13.10.2005 19:07
Forsætisnefnd geri tillögur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur eðlilegt að tillögur um breytingar á eftirlaunalögunum verði gerðar af forsætisnefnd. Innlent 13.10.2005 19:07
Innflytjendaráð stofnað? Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær skýrslu nefndar um útfærslu á tillögum að stefnumótun í aðlögunarmálum innflytjenda á Íslandi. Nefndin leggur til að komið verði af stað tilraunaverkefni til fimm ára þar sem sérstakt innflytjendaráð verði stofnað sem ætlað er að sjá um móttöku flóttafólks. Innlent 13.10.2005 19:07
Stofnun kjarnorkuvera auðvelduð? Yfirgefnum herbækistöðvum í Bandaríkjunum verður breytt í olíuhreinsistöðvar, fái Bush Bandaríkjaforseti vilja sínum framgengt. Bandarískir fjölmiðlar segja hann ætla að leggja til að herstöðvum verði breytt og dregið verði úr skrifræði og flækjum tengdum því að stofna kjarnorkuver. Erlent 13.10.2005 19:07
Fyrningamál verði unnin í samhengi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill að litið verði á afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum í samhengi, en í ráðuneyti hans liggja fyrir tillögur í þeim efnum. Hann segist munu taka því vel ákveði allsherjarnefnd að vísa frumvarpi sama efnis til ráðuneytisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07
Drepum hænur í stað kjúklinga Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður hafnar með öllu þeim skýringum forsvarsmanna Hafrannsóknastofnunarinnar að sókn umfram ráðgjöf Hafró skýri að hluta bágborið ástand þorskstofnsins. Innlent 13.10.2005 19:07
Spennan magnast í Bretlandi Spennan magnast dag frá degi fyrir kosningarnar í Bretlandi. Það eru átta dagar þangað til Tony Blair verður endurkjörinn forsætisráðherra Bretlands, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir dagsins. Erlent 13.10.2005 19:07
Vetnistilraunir haldi hér áfram Tilraunaverkefni um vetnisknúna strætisvagna lýkur í sumarlok en frá því að það hófst í október 2003 hafa vetnisvagnarnir ekið rúmlega 65 þúsund kílómetra. Innlent 13.10.2005 19:07
Ný ríkisstjórn mynduð Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak. Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í dag. Kosið verður um ráðherralistann á írakska þinginu á morgun. Erlent 13.10.2005 19:07
Nota borgarkerfið í formannsslag "Afskipti æðstu embættismanna af innanflokksátökum í ákveðnum stjórnmálaflokki með svona áberandi hætti hafa ekki tíðkast til þessa," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann er ósáttur við stuðningsyfirlýsingar þriggja embættismanna við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylkingar. Innlent 13.10.2005 19:07
Vafasamar skráningar í flokkinn Móðir misþroska drengs hringdi öskureið á skrifstofu Samfylkingarinnar í gær og kvartaði undan því að fimmtán ára sonur hennar hefði verið skráður í Samfylkinguna. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar, segir nokkuð ljóst að menn hafi farið offari og skráð einhverja sem ekki vilji vera í flokknum. Innlent 13.10.2005 19:07
Forsendur þurfa nánari skoðun Öryrkjabandalagið segir að ýmsar forsendur, sem höfundur nýrrar skýrslu um fjölgun öryrkja gefur sér, þarfnist nánari skoðunar. Þá megi efast um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja. Innlent 13.10.2005 19:07
Úrræði vegna skilorðs endurskoðuð Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að úrræði vegna afbrotamanna á skilorði verði skoðuð þegar lög um meðferð opinberra mála verða endurskoðuð í haust. Innlent 13.10.2005 19:07
Deilt um Mannréttindastofu Stjórnarflokkarnir voru harðlega gagnrýndir við upphaf þingfundar í dag fyrir að draga úr fjárframlögum til Mannréttindastofu. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita skrifstofunni ekki styrk og þarf að líkindum að loka henni af þeim sökum. Innlent 13.10.2005 19:07
Kannast ekki við unglingasmölun Kosningastjórar formannsefna Samfylkingarinnar kannast ekki við að fólk á þeirra vegum hafi verið að smala ungu fólki úr efstu bekkjum grunnskóla í raðir Samfylkingarinnar. Innlent 13.10.2005 19:07
Fyrningafrumvarp fær ekki stuðning Formaður allsherjarnefndar segir einsýnt að ekki sé hægt að styðja frumvarp í óbreyttri mynd um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum. Hann telur koma til álita að vísa því til dómsmálaráðuneytisins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07
Angi af miklu stærra máli "Menn verða að spyrja sig hvers konar fjármálaumhverfi á að ríkja hér í næstu framtíð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, vegna gagnrýni Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra, um tregðu bankastofnanna að veita skattayfirvöldum upplýsingar um viðskiptavini sína. Innlent 13.10.2005 19:07
Ráðherra staðfesti samning við BHM Fjármálaráðherra staðfesti í morgun kjarasamning við rúmlega 20 stéttarfélög innan BHM sem öll félögin samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta, að einu undanskyldu. Fjármálaráðherra setti það skilyrði að öll félögin myndu staðfesta það en þrátt fyrir að eitt félagið staðfesti ekki samninginn ákvað fjármálaráðherra að samþykkja samninginn í ljósi hagræðis. Innlent 13.10.2005 19:07
Kynjahlutföll jöfnust í Rúanda Hvergi í heiminum eru konur jafnstór hluti þingmanna og í Afríkuríkinu Rúanda þar sem rétt tæplega helmingur þingmanna eru konur. Að Rúanda undanskildu er hlutfall kvenna á þingi mest á Norðurlöndum. Ríflega 45 prósent sænskra þingmanna eru konur og alls staðar á Norðurlöndum eru um það bil fjórir af hverjum tíu þingmönnum kvennkyns. Erlent 13.10.2005 19:07
Opinberuðu eignir og tengsl Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur birt opinberlega upplýsingar um fjárhag, eignir, hagsmuni og tengsl þingmanna flokksins í samræmi við reglur sem þingflokkurinn hefur sett sér. Þar kom fram að sjö þingmanna flokksins eiga hlutabréf í fyrirtækjum og fjórir þeirra að auki stofnfjáreign í kaupfélögum. Innlent 13.10.2005 19:07
Nýr öryrki sjöttu hverja stund Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Innlent 13.10.2005 19:07
Framsóknarmenn birta upplýsingar Þingmenn Framsóknarflokksins hafa birt upplýsingar um eignir, fjárhag og hagsmunaleg tengsl sín á heimasíðu flokksins. Reglur um samræmda upplýsingagjöf þingmannanna voru kynntar í morgun en reglurnar eiga að stuðla að gagnsæi í íslenskum stjórnmálum. Innlent 13.10.2005 19:07
Áunninn réttur stjórnarskrárvarinn Fordæmi er fyrir skerðingu áunninna réttinda með breytingum á biðlaunarétti ríkisstarfsmanna. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir breytingarnar hafa verið staðfestar af Hæstarétti. Atli Gíslason lögmaður segir lög um lífeyri þingmanna og ráðherra meingölluð. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07
Kostnaður við örorku 52 milljarðar Áætlað er að heildarbætur til öryrkja hafi numið 18 milljörðum króna árið 2003. Tapaðar vinnustundir vegna örorku jafngilda 34 milljörðum króna, samkvæmt nýrri úttekt á fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingu. Ungir lífeyrisþegar hér eru 136 prósentum fleiri en í nágrannalöndunum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:07
Sækja ef til vill í hærri bætur "Það getur verið að eitthvað af fólki sé að þrýstast á milli kerfa hjá okkur þar sem örorkubæturnar eru hærri heldur en atvinnuleysisbætur," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um þá miklu aukningu sem orðið hefur á fjölgun öryrkja á allra síðustu árum. Innlent 13.10.2005 19:07