Lögreglumál

Fréttamynd

Veður­ofsinn lék borgar­búa grátt

Töluvert var um útköll vegna veðursins sem gekk yfir Suðvesturhornið í gær. Fjúkandi trampólín, hjólhýsi og hlutir af byggingarsvæðum voru sérstaklega áberandi í störfum björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu, sem voru kallaðar út síðdegis í gær og voru að störfum hátt til miðnættis. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Braut upp útihurð og gekk á brott

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarleg tilkynning í gærkvöldi en að sögn þess sem hringdi braut einstaklingur upp útihurð og gekk síðan á brott. Viðkomandi var handtekinn skömmu síðar en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist vera að prufukeyra bifreið en reyndist sjálfur eigandinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Mosfellsbæ þar sem bifreiðin var án skráningarnúmera og ótryggð. Sagðist ökumaðurinn vera að prufukeyra bílinn þar sem hann væri að hugsa um að kaupa hann en reyndist vera skráður eigandi bifreiðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Stal bangsa í verslun í miðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í gærkvöldi sem grunaður er um að hafa stolið litlum bangsa úr verslun í miðborginni. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni kvöldsins er maðurinn sagður hafa afhent bangsann þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Anna­söm Euro­vision-nótt hjá lög­reglu

Nokkuð annasöm nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um tilkynningar vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. 110 komu inn á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ungir menn hand­teknir grunaðir um líkams­á­rás

Þrír ungir menn voru handteknir á miðnætti í gær grunaðir um líkamsárás í Breiðholti. Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi. Brutu þeir þá lögreglusamþykkt og fóru ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur milli rútu og mótor­hjóls

Á­rekstur varð milli rútu og mótor­hjóls á gatna­mótum Kringlu­mýrar­brautar og Lista­brautar fyrir skemmstu. Enginn er al­var­lega slasaður sam­kvæmt upp­lýsingum frá slökkvi­liðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vopnaður sverði á Lauga­veginum: „Farðu heim til þín“

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Handtóku meintan rafmagnshlaupahjólaþjóf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um að hafa brotist inn í verslun og stolið tveimur rafmagnshlaupahjólum. Þá voru tveir menn handteknir í póstnúmerinu 111 fyir húsbrot, eignaspjöll og hótanir.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn í mið­bænum vegna gruns um kyn­ferðis­brot

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar vegna gruns um kynferðisbrot. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun

Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag Augustin Du­fatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miska­bætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakar­kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Kröfu um van­hæfni með­dóms­manns í morð­máli hafnað

Hæsti­réttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eigin­konu sinni í Sand­gerði í fyrra, um að sér­fróður með­dóms­maður viki sæti í málinu fyrir Lands­rétti. Verjandinn taldi tengsl með­dóms­mannsins við þá sem hafa komið að dómi og rann­sókn málsins, þar á meðal réttar­meina­fræðingsins sem krufði konuna.

Innlent
Fréttamynd

Komu akandi og köstuðu grjóti gegnum rúðu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til upp úr miðnætti nótt þar sem menn höfðu komið akandi að heimili og kastað grjóti í gegnum rúðu. Atvikið náðist á öryggismyndavélar og er málið í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

312 sóttvarnabrot og 13,6 milljónir í sektir

Sóttvarnabrjótar hafa greitt tæpar 4,4 milljónir króna í sektir frá því í mars í fyrra en 8,5 milljónir króna eru í vinnslu eða í innheimtumeðferð. Algengast er að einstaklingar séu sektaðir um 50.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Mikill viðbúnaður þó talið sé að ógnin sé engin

„Við teljum í sjálfu sér og vitum ekki um sérstaka ógn þessu samfara,“ segir Jón Bjartmars, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, spurður hvort erlendum ráðherrum, sem ætla að sitja fund Norðurskautsráðs hér á landi í vikunni, stafi ógn af einstaklingum eða hópum hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í skartgripaverslun í miðborginni

Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að innbrot í skartgripaverslun stæði yfir í miðborginni. Rúða var brotin og skarti stolið en maður handtekinn með þýfið skömmu síðar. Var hann vistaður í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Mikill erill, hávaði og ölvun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Um hundrað mál eru skráð í dagbók lögreglunnar og þar af mikið um hávaðatilkynningar og annað tengt ölvun.

Innlent