Kótelettugestur í öndunarstopp í fangaklefa á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2021 13:57 Frá fyrri Kótilettuhátíð. Kótilettan Lögreglan á Suðurlandi telur að lögregluþjónar og hjúkrunarfræðingur hafi bjargað lífi karlmanns sem handtekinn var á Selfossi um helgina fyrir óspektir. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að lögregla hafi handtekið karlmann á hátíðarsvæði við Hrísmýri aðfaranótt sunnudags. Þar fór fram kvölddagskrá á Kótelettunni þar sem fjölmargir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar tróðu upp. Dyraverðir hafi yfirbugað manninn vegna ölvunar og óspekta. Færðu lögregluþjónar hann í fangaklefa á Selfossi. „Vegna ástands mannsins var fylgst sérstaklega með honum. Fljótlega eftir komu í fangahús kastaði hann upp og fór í framhaldi af því í öndunarstopp. Endurlífgunaraðgerðir voru þegar hafnar af lögreglumönnum og hjúkrunarfræðingi sem staddur var í fangahúsinu vegna annars verkefnis og komst maðurinn fljótlega til meðvitundar á ný,“ segir í tilkynningu lögreglu. Maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en útskrifaður þaðan, heill heilsu, undir morgun. Þar sem um alvarlegt atvik var að ræða hafi lögregla tilkynnt málið til Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að auki hafi verið óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann, eða sá er hann felur málið, taki rannsókn þess yfir. „Það er mat þess er þetta ritar að lögreglumenn og nærstaddur hjúkrunarfræðingur hafi, með árvekni sinni og skjótum og fumlausum viðbrögðum, bjargað lífi mannsins.“ Árborg Kótelettan Lögreglumál Næturlíf Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Þar segir að lögregla hafi handtekið karlmann á hátíðarsvæði við Hrísmýri aðfaranótt sunnudags. Þar fór fram kvölddagskrá á Kótelettunni þar sem fjölmargir af vinsælustu listamönnum þjóðarinnar tróðu upp. Dyraverðir hafi yfirbugað manninn vegna ölvunar og óspekta. Færðu lögregluþjónar hann í fangaklefa á Selfossi. „Vegna ástands mannsins var fylgst sérstaklega með honum. Fljótlega eftir komu í fangahús kastaði hann upp og fór í framhaldi af því í öndunarstopp. Endurlífgunaraðgerðir voru þegar hafnar af lögreglumönnum og hjúkrunarfræðingi sem staddur var í fangahúsinu vegna annars verkefnis og komst maðurinn fljótlega til meðvitundar á ný,“ segir í tilkynningu lögreglu. Maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en útskrifaður þaðan, heill heilsu, undir morgun. Þar sem um alvarlegt atvik var að ræða hafi lögregla tilkynnt málið til Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að auki hafi verið óskað eftir því við ríkissaksóknara að hann, eða sá er hann felur málið, taki rannsókn þess yfir. „Það er mat þess er þetta ritar að lögreglumenn og nærstaddur hjúkrunarfræðingur hafi, með árvekni sinni og skjótum og fumlausum viðbrögðum, bjargað lífi mannsins.“
Árborg Kótelettan Lögreglumál Næturlíf Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira