Lögreglan mátti ekki vísa georgískum tannlækni úr landi Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 18:14 Lögreglan á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa georgískum ferðamanni úr landi úr gildi. Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent