Lögreglumál

Fréttamynd

160 kíló af hassi voru í skútunni

Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Deilur um fíkni­efni upp­hafið að hrotta­legu mann­drápi

Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október.

Innlent
Fréttamynd

Veittist að fólki með stórum hníf

Lögregla handtók einstakling grunaðan um að hafa veist að fólk með stórum hníf á höfuðborgarsvæðinu. Sá var handtekinn fyrir brot á vopnalögum og er sagður hafa verið í annarlegu ástandi.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um grun­sam­lega menn með hnífa

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál.

Innlent
Fréttamynd

Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan lýsir eftir Jóhanni Inga

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu lýsir eftir Jóhanni Inga Ögmunds­syni, 30 ára. Talið er að hann sé klæddur í svartar Nike buxur sem eru smá eyddar á hliðunum og grárri hettu­peysu.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk í á­falli eftir furðu­legt rán í Húsa­smiðjunni

Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar.

Innlent
Fréttamynd

Fólk gæti að sér í hrinu inn­brota

Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir.

Innlent
Fréttamynd

Heim­sókn á Lamb­eyrar: „Lög­reglan neitaði að koma“

Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Hún biðlar til lögreglunnar að sinna vinnunni sinni. 

Innlent
Fréttamynd

Skar eins og hálfs metra gat á ærsla­belg

Skemmdar­verk voru unnin á ærsla­belg í frí­stunda­garðinum við Gufu­nes­bæ fyrr í þessum mánuði. Eins og hálfs metra gat var skorið á belginn með dúka­hníf. Verk­efna­stjóri segist vonast til þess að ærsla­belgurinn fái að vera í friði í fram­tíðinni. Þetta sé ekki fyrsta til­fellið þar sem skemmdar­verk séu unnin á svæðinu. Þau séu gjarnan árs­tíða­bundin.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um sófa á miðjum Vestur­lands­vegi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um stolna bíla í gærkvöldi. Þá var henni tilkynnt um slagsmál í miðborginni og mann í Hlíðahverfi sem reyndi að espa aðra upp til slagsmála. Óvæntur sófi birtist á Vesturlandsvegi.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að stinga vegfarendur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Þar bar líklega hæst ógnandi aðili sem hótaði að stinga fólk í miðborginni en lögreglan beitti piparúða til að yfirbuga hann.

Innlent
Fréttamynd

Segir Ás­mund lykil­mann í fjöl­skyldu­harm­leiknum

Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég stakk hann þrisvar!“

Upptaka úr síma stúlku sýnir slagsmál ungs manns og tveggja pilta við pólskan karlmann, sem lést af sárum sínum í kjölfarið. Í myndskeiðinu sést ungi maðurinn stinga manninn ítrekað.

Innlent