Lífið

Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íris Ósk festi kaup á húsinu árið 2021.
Íris Ósk festi kaup á húsinu árið 2021.

Íris Ósk Valþórsdóttir vörumerkjastjóri Vaxa hefur selt einbýlishús sitt við Birkihæð í Garðabæ á 230 milljónir. Um er að ræða 205 fermetra reisulegt einbýlishús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað.

Kaupandi hússins er Ómar Özcan, sérfræðingur í verðbréfamiðlun hjá Íslandsbanka, greiddi hann 230 milljónir fyrir. Húsið var auglýst til sölu í september á síðasta ári var ásett verð 248 milljónir.

Íris Ósk festi kaup á húsinu í desember árið 2021 og greiddi þá 160 milljónir fyrir. 

Heillandi hönnun og hlýleiki

Húsið var byggt árið 1991 og teiknað af Baldri Svavarssyni arkitekt. Það hefur verið endurnýjað að miklu leiti að innan á undanförnum árum og sá Viktoría Hrund Kjartansdóttir arkitekt um hönnun breytinganna.

Stofan er einstaklega björt með bogadrengnum gluggum, arinn, mikilli lofthæð og sjónsteyptum veggjum, sem gefa rýminu mikinn karakter og glæsileika.

Eldhús og borðstofa er samliggjandi í opnu rými þar sem hlýlegur efniviður og mínímalísk hönnun ræður ríkjum. Vegleg dökkbrún viðarinnrétting prýðir eldhúsið og er með Taj Mahal kvartssít-steinn á borðum og eldhúseyju. Útgengt er úr rýminu á verönd með heitum potti og skjólveggjum.

Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.