Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Jón Þór Stefánsson skrifar 6. janúar 2025 19:48 Bjarni Benediktsson tilkynnti í dag að hann myndi stíga af sviði stjórnmálanna. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur að Bjarni Benediktsson muni fá góða dóma í sögubókunum. Hann tilkynnti í dag að hann hygðist ekki taka sæti á þingi né gefa kost á sér í áframhaldandi setu sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún telur að Bjarni hafi sjálfur viljað halda áfram, en ákveðið að gera það ekki eftir samtöl við flokksmenn og fjölskyldumeðlimi. „Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
„Það hefur gengið á ýmsu innan Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, og það hefur verið ákveðið óþol í flokknum. Það eru ýmsir sem sjá fyrir sér að þeir gætu orðið betri formenn heldur en Bjarni,“ sagði Stefanía í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Fyrir kosningar virtist vera kraftur í Bjarna og eftir kosningar líka og manni fannst eins og hann vildi mjög gjarnan halda áfram. En svo geri ég ráð fyrir að það hafi ýmislegt komið upp í spjalli við flokksmenn, og fjölskyldu líka. Og nú eru þessi tímamót að flokkurinn er utan stjórnar. Bjarni hefur verið lengi formaður og hefur gert upp við sig endanlega að róa á önnur mið,“ sagði hún. „Ef hann réði þá held ég að hann hefði viljað halda áfram. En hann hefur fundið það í gegnum skilaboð frá flokksmönnum að einhverjir telja að það sé kominn tími á að skipta um forystu.“ En með hvaða höndum mun sagan fara með Bjarna Benediktsson sem formann Sjálfstæðisflokksins? „Ég myndi halda að hann eigi eftir að fá góða dóma. Hann hefur verið mjög farsæll í sínum störfum að mínu mati allavegana. Hann hefur verið í ríkisstjórnum sem hafa náð miklum árangri, og þá má kannski nefna ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og Bjarna Benedikssonar 2013 til 2016 sem skilaði því að stöðugleikaframlögin fengust fram og gjaldeyrishöftum var aflétt og annað slíkt. Þetta skilaði ríkissjóði gífurlegum ávinningi.“ Stefanía minntist líka á ríkisstjórnarsamstarfið sem lauk endanlega í lok síðasta árs. „Og í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Framsóknarflokknum hófst ákveðin uppbygging á innviðum. Því við vorum komin í mjög mikla skuld í velferðarmálum og innviðauppbyggingu vegna hrunárana og þess samdráttar sem þá var nauðsynlegt að fara í. Þannig Bjarni hefur komið að mörgum mikilvægum málum og siglt þjóðarskútunni örugglega.“ Þrátt fyrir það bendir Stefanía á að Bjarni hafi ekki verið óumdeildur. „Hann hefur samt sem áður alltaf átt sér óvildarmenn sem hafa fundið honum margt til foráttu, en þetta hefur allt staðið að sér.“ Spennandi formannslagur framundan Að mati Stefaníu er ólíklegt að næsti formaður Sjálfstæðisflokksins muni koma beint úr atvinnulífinu. Líklegra sé að einhver sem eigi sæti á þingi taka formannsstólinn. „Þá er ég bara að líta til sögunnar. Það hefur verið þannig að formenn Sjálfstæðisflokksins, og yfirleitt bara formenn í stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á þingi, hafa verið þingmenn, og hafa reynslu af störfum á þingi, og vita hvernig ráðuneytin og það allt saman virkar. Fólk úr atvinnulífinu hefur ekki þá reynslu sem þarf,“ sagði Stefanía. Henni þykir líklegra að þetta muni teiknast þannig upp að það verði færri heldur en fleiri í framboði. Þetta muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Ég á von á því að þessir sem hafa verið nefndir þeir muni núna liggja í símanum og vita hvernig baklandið er og hvort að þeir eigi vísan stuðning. Guðlaugur Þór Þórðarson skoraði Bjarna á hólm á síðasta landsfundi og uppskar um fjörutíu prósent fylgi þannig hann hefur á nokkru að byggja á þessum landsfundi ef hann bætir við sig. Það er líka spurning hvort hann sé á móti mörgum. Það er það sem hinir, þeir sem vilja ekki sjá Guðlaug Þór sem formann Sjálfstæðisflokksins, þurfa að hugsa, hvernig eigum við að stilla saman strengi þannig niðurstaðan verði okkur hagfeld.“ Eitt er víst að sögn Stefaníu, það er að formannsslagurinn verði spennandi. „Það er hart barist. Þetta er metnaðarfullt fólk sem hefur lengi beðið eftir sínu tækifæri. Nú er tækifærið komið.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira