Lögreglumál „Þessi spjaldtölva er röddin hans“ Samskiptatölvu sjö ára drengs með einhverfu var stolið í nótt úr vinnuskúr föður hans. Pabbi hans biðlar til almennings um upplýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftirmálar. Innlent 10.5.2023 21:03 Leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta netárása á Íslandi Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölþáttaógnir. Innlent 10.5.2023 18:55 Áfram í gæsluvarðhaldi á Selfossi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í lok apríl hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 10.5.2023 17:30 Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. Innlent 10.5.2023 12:12 Telja nauðsynlegt að efla viðbúnað vegna netárása, njósna og skemmdarverka Fjölþáttahernaður gegn Íslandi á átakatímum gæti haft mikil áhrif og einsýnt sé að efla verði viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar árásir kunna að valda. Innlent 9.5.2023 21:04 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir átján ára Tilkynnt var um 123 kynferðisbrot til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum sem eru fjórðungi færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin á undan. 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum eru undir átján ára. Innlent 9.5.2023 08:55 Meintur innbrotsþjófur reyndist kúnni í sólarhringssjoppu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í sjoppu í nótt. Innlent 9.5.2023 06:10 Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt. Innlent 8.5.2023 18:33 Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina. Innlent 8.5.2023 17:05 Féll tvo metra ofan holu við Kleppsmýrarveg Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 8.5.2023 12:29 Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Innlent 8.5.2023 11:33 Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. Innlent 8.5.2023 09:00 Gekk í veg fyrir bifreið og braut bílrúðu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar vegna ónæðisseggja og tvær tilkynningar vegna flugeldafikts á vaktinni í gærkvöldi og nótt. Innlent 8.5.2023 06:40 Sextán ára ók á móti umferð í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Innlent 7.5.2023 07:31 Milljónatjón Samstöðvarinnar eftir innbrot í nótt Brotist var inn í höfuðstöðvar fjölmiðilsins Samstöðvarinnar í Bolholti í Reykjavík í nótt og flestum tækjum stolið eða þau eyðilögð. Ábyrgðarmaður frétta Samstöðvarinnar segir að tjónið hlaupi á milljónum. Innlent 6.5.2023 14:22 Beit lögreglumann í miðbænum Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann. Innlent 6.5.2023 07:15 Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. Innlent 5.5.2023 16:42 Óvíst hvort opinn eldur í Drafnarslipp var íkveikja eða óviljaverk Rannsókn tæknideildar lögreglunnar bendir til þess að upptök brunans í Drafnarslippnum í Hafnarfirði að kvöldi mánudags megi rekja til opins elds. Ekki er sagt hægt að fullyrða hvort að um íkveikju eða óviljaverk hafi verið að ræða. Innlent 5.5.2023 15:44 Öryggisvörður Nova skarst í leikinn Öryggisvörður Nova skarst í leikinn vegna manns sem var vopnaður hníf á bílastæði verslunarinnar við Lágmúla í Reykjavík í dag. Maðurinn er nú í haldi lögreglu. Innlent 5.5.2023 13:59 Handteknir vegna gruns um sölu á fíkniefnahlaupböngsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði. Innlent 5.5.2023 13:30 Tekinn á 59 kílómetra hraða á rafhlaupahjólinu, hjálmlaus og með farþega Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði unglingspilt sem ók rafhlaupahjóli á 59 kílómetra hraða niður Þúsöld í Grafarholti þar sem hámarkshraði er 50. Innlent 5.5.2023 12:24 Lögregla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. Innlent 5.5.2023 10:40 Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Innlent 5.5.2023 07:00 Rifrildi, slagsmál og ölvun... en enginn á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt en kom nokkrum sinnum að tómum kofanum. Hún var meðal annars kölluð til vegna rifrilda, slagsmála og ölvaðs einstaklings sem lá í götunni en allir sem komu að málum voru á brott þegar að var komið. Innlent 5.5.2023 06:19 Annar laus úr gæsluvarðhaldi í Selfossmálinu Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt öðrum manninum úr gæsluvarðhaldi sem handtekinn var í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Krafa hefur verið gerð um að hinn maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi. Innlent 4.5.2023 20:37 Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. Innlent 4.5.2023 11:01 Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. Innlent 4.5.2023 09:33 Hafðist fyrst við í stigagangi og kom sér svo fyrir í íbúð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi í stigagangi fjölbýlishúss. Þegar komið var á vettvang hafði viðkomandi komið sér fyrir í einni íbúða stigagangsins og var hann handtekinn. Innlent 4.5.2023 06:24 Gæsluvarðhald staðfest yfir tveimur í tengslum við andlátið á Selfossi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardag í Héraðsdómi Suðurlands. Innlent 3.5.2023 17:37 Búið að tala við ungmennin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði. Innlent 3.5.2023 17:28 « ‹ 73 74 75 76 77 78 79 80 81 … 279 ›
„Þessi spjaldtölva er röddin hans“ Samskiptatölvu sjö ára drengs með einhverfu var stolið í nótt úr vinnuskúr föður hans. Pabbi hans biðlar til almennings um upplýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftirmálar. Innlent 10.5.2023 21:03
Leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta netárása á Íslandi Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölþáttaógnir. Innlent 10.5.2023 18:55
Áfram í gæsluvarðhaldi á Selfossi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í lok apríl hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 10.5.2023 17:30
Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. Innlent 10.5.2023 12:12
Telja nauðsynlegt að efla viðbúnað vegna netárása, njósna og skemmdarverka Fjölþáttahernaður gegn Íslandi á átakatímum gæti haft mikil áhrif og einsýnt sé að efla verði viðbúnað, fælingarmátt og viðnámsþrótt íslensks samfélags auk alþjóðlegrar samvinnu til þess að fyrirbyggja eða draga sem mest úr þeim skaða sem slíkar árásir kunna að valda. Innlent 9.5.2023 21:04
42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir átján ára Tilkynnt var um 123 kynferðisbrot til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum sem eru fjórðungi færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin á undan. 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum eru undir átján ára. Innlent 9.5.2023 08:55
Meintur innbrotsþjófur reyndist kúnni í sólarhringssjoppu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í sjoppu í nótt. Innlent 9.5.2023 06:10
Lögmaðurinn segir málið snúast um tilraun til fjárkúgunar Lögmaður sem er sakaður um að hafa nauðgað eiginkonu skjólstæðings síns, neitar sök í málinu og segir það snúast um tilraun til fjárkúgunar. Hann viðurkennir að hafa átt samræði við konuna sem hann segist ekki hreykinn af. Formaður lögmannafélagsins segir málið alvarlegt. Innlent 8.5.2023 18:33
Saknar bílsins síns sem var stolið af sambýli Freyr Vilmundarson, nítján ára íbúi á sambýlinu Árlandi í Fossvogi, saknar þess að geta farið í bíltúr með gæslumanni sínum þessa dagana. Ástæðan er sú að bílnum var stolið um helgina. Innlent 8.5.2023 17:05
Féll tvo metra ofan holu við Kleppsmýrarveg Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 8.5.2023 12:29
Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Innlent 8.5.2023 11:33
Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. Innlent 8.5.2023 09:00
Gekk í veg fyrir bifreið og braut bílrúðu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar vegna ónæðisseggja og tvær tilkynningar vegna flugeldafikts á vaktinni í gærkvöldi og nótt. Innlent 8.5.2023 06:40
Sextán ára ók á móti umferð í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Innlent 7.5.2023 07:31
Milljónatjón Samstöðvarinnar eftir innbrot í nótt Brotist var inn í höfuðstöðvar fjölmiðilsins Samstöðvarinnar í Bolholti í Reykjavík í nótt og flestum tækjum stolið eða þau eyðilögð. Ábyrgðarmaður frétta Samstöðvarinnar segir að tjónið hlaupi á milljónum. Innlent 6.5.2023 14:22
Beit lögreglumann í miðbænum Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann. Innlent 6.5.2023 07:15
Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. Innlent 5.5.2023 16:42
Óvíst hvort opinn eldur í Drafnarslipp var íkveikja eða óviljaverk Rannsókn tæknideildar lögreglunnar bendir til þess að upptök brunans í Drafnarslippnum í Hafnarfirði að kvöldi mánudags megi rekja til opins elds. Ekki er sagt hægt að fullyrða hvort að um íkveikju eða óviljaverk hafi verið að ræða. Innlent 5.5.2023 15:44
Öryggisvörður Nova skarst í leikinn Öryggisvörður Nova skarst í leikinn vegna manns sem var vopnaður hníf á bílastæði verslunarinnar við Lágmúla í Reykjavík í dag. Maðurinn er nú í haldi lögreglu. Innlent 5.5.2023 13:59
Handteknir vegna gruns um sölu á fíkniefnahlaupböngsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði. Innlent 5.5.2023 13:30
Tekinn á 59 kílómetra hraða á rafhlaupahjólinu, hjálmlaus og með farþega Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði unglingspilt sem ók rafhlaupahjóli á 59 kílómetra hraða niður Þúsöld í Grafarholti þar sem hámarkshraði er 50. Innlent 5.5.2023 12:24
Lögregla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. Innlent 5.5.2023 10:40
Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Innlent 5.5.2023 07:00
Rifrildi, slagsmál og ölvun... en enginn á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt en kom nokkrum sinnum að tómum kofanum. Hún var meðal annars kölluð til vegna rifrilda, slagsmála og ölvaðs einstaklings sem lá í götunni en allir sem komu að málum voru á brott þegar að var komið. Innlent 5.5.2023 06:19
Annar laus úr gæsluvarðhaldi í Selfossmálinu Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt öðrum manninum úr gæsluvarðhaldi sem handtekinn var í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Krafa hefur verið gerð um að hinn maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi. Innlent 4.5.2023 20:37
Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. Innlent 4.5.2023 11:01
Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. Innlent 4.5.2023 09:33
Hafðist fyrst við í stigagangi og kom sér svo fyrir í íbúð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi í stigagangi fjölbýlishúss. Þegar komið var á vettvang hafði viðkomandi komið sér fyrir í einni íbúða stigagangsins og var hann handtekinn. Innlent 4.5.2023 06:24
Gæsluvarðhald staðfest yfir tveimur í tengslum við andlátið á Selfossi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardag í Héraðsdómi Suðurlands. Innlent 3.5.2023 17:37
Búið að tala við ungmennin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði. Innlent 3.5.2023 17:28