Leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta netárása á Íslandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2023 18:55 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. sigurjón ólason Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölþáttaógnir. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“ Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“
Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“