Margir hafa verið uggandi um efnahagslegar afleiðingar þess að ganga úr Evrópusambandinu. En Mark Boleat í City of London minnti á að fjármálamiðja London hefði þrifist í meira ein þúsund ár og myndi halda áfram að gera það. Það yrði ekki áhlaup á banka og fjármálastofnanir. „Við erum enn miðja fjármála fimmta stærsta hagkerfis í heimi. Verkefnið okkar núna er að virða vilja bresks almennings og tryggja besta mögulega samning í viðræðum sem fylgja úrslitunum,“ sagði Mark.
Í gær sagði Nigel Farage, formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) og einn harðasti andstæðingur ESB-aðildar Bretlands, að svo virtist sem að Bretar hefðu kosið með áframhaldandi ESB-aðild Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Orð Nigels eru skiljanleg því síðustu skoðanakannanir bentu til þess að Bretar kysu áframhaldandi veru í sambandinu með litlum mun. Hann fagnaði niðurstöðunni ákaft í nótt og lýsti yfir nýjum sjálfstæðisdegi Breta.
Andstæðingar ESB-aðildar Breta unnu mikinn sigur í mörgum landshlutum, til dæmis Sunderland - nokkuð stærri en von var á. 61 prósent kjósa með útgöngu, 39 prósent með áframhaldandi aðild.
Beina útsendingu Sky News má sjá hér að neðan.