Þór/KA er búið að finna sér markvörð fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna á næsta tímabili.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Þór/KA en hún kemur til liðsins frá ÍBV.
Bryndís Lára, sem er 25 ára, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil. Á þeim tíma spilaði hún alla 90 deildarleiki liðsins. Bryndís Lára lék áður með Breiðabliki og Ægi.
„Bryndís Lára er gríðarlega góður markmaður og hefur verið i fremstu röð i mörg ár og það er frábært fyrir okkur að fá hana til liðs við okkur og hún mun án efa styrkja okkar góða hóp mjög mikið. Hjá Þór/KA eru frábærir ungir markmenn og Bryndís mun klárlega gefa þeim mikið með reynslu sinni. Ég vænti mjög mikils af henni á næstu tímabilum bæði á vellinum og fyrir utan hann,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson, nýr þjálfari Þórs/KA, í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.
Bryndís Lára kveðst þar vera ánægð með félagaskiptin.
„Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að fara norður og þá helst í framhaldsskóla þ.e. V.M.A en ekkert varð úr því. Svo nú er gamall draumur loks að verða að veruleika. Þegar Donni hafði samband við mig sló ég til. Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur,“ sagði Bryndís Lára.
Þór/KA endaði í 4. sæti Pepsi-deildar kvenna á síðasta tímabili.
Bryndís Lára ver mark Þórs/KA næstu tvö árin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið







Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United
Enski boltinn

Wroten aftur synjað um dvalarleyfi
Körfubolti

