Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2017 14:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir (til vinstri),leiddi lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir.is/ Laufey Elíasdóttir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi. Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo. „Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga. „Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“ Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.En hvað ætlar Rósa að gera þá? „Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“Uppfært klukkan 14:40Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn. Kosningar 2017 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri gænna, óskaði eftir því á fundi flokksins í gærkvöldi að gengið yrði til formlegrar atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins um afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna við Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Rósa Björk í samtali við Vísi. Af þessum sökum var fundi flokksins frestað í gærkvöldi svo atkvæðagreiðsla gæti farið fram um málið. Niðurstaðan var sú að níu þingmenn voru fylgjandi en Andrés Ingi Jónsson og Rósa mótfallin. Vinstri grænir eru því á leið í formlegar viðræður við flokkana tvo. „Ég byggi ákvörðun mína á sannfærðingu minni. Ég ber fullt traust til okkar og forystu Vinstri grænna. Ég get ekki sagt það sama um viðmælendur okkar, þá aðallega Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Rósa. Skemmst sé að minnast ástæðu þess hvers vegna gengið var til kosninga. „Svo eru önnur mál sem vefjast fyrir mér þegar kemur að því að treysta Sjálfstæðisflokknum. Þetta er mín skoðun.“ Gangi formlegar stjórnarmyndunarviðræður vel er ljóst að mynduð verður ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með 35 þingmenn.En hvað ætlar Rósa að gera þá? „Þá tek ég afstöðu til þess,“ segir Rósa. Borin verði á borð málefnasamningur og hún muni taka afstöðu til samningsins og þess ríkisstjórnarsamstarfs. „Það er alveg ljóst að þetta er ekki mitt fyrsta vel þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi.“Uppfært klukkan 14:40Fyrirsögn fréttar var breytt. Rósa segist ekki treysta viðmælendum flokksins, aðallega Sjálfstæðisflokknum. Blaðamaður dró þá ályktun að hún treysti þá hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki. Rósa leggur áherslu á að það sé fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn.
Kosningar 2017 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira