Páll Viðar Gíslason er hættur sem þjálfari Magna á Grenivík. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Magni er í tólfta og neðsta sæti Inkasso-deildarinnar með tíu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Páll Viðar kom Magna upp úr 2. deildinni 2017 og í fyrra hélt liðið sér í Inkasso-deildinni með sigri á ÍR, 2-3, í lokaumferðinni. Magnamenn voru nánast allt tímabilið í fallsæti en björguðu sér fyrir horn á ævintýralegan hátt.
Í sumar hefur gengið illa hjá Magna. Liðið hefur aðeins unnið tvo af 15 deildarleikjum sínum og fengið á sig 41 mark, langflest allra í Inkasso-deildinni.

