Innlent

„Það skiptir máli að vera í réttu banda­lagi“

Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram.

Innlent

Stuðningurinn við Úkraínu bein­tengdur öryggi Ís­lands

Forsætisráðherra segir stuðning Íslands við varnarbaráttu Úkraínu beintengdan öryggishagsmunum landsins vegna viðvarandi ógnar af Rússlandi. Alger samstaða sé á meðal leiðtoga Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem funduðu með Úkraínuforseta í Danmörku í dag.

Innlent

Gervigreindin taki undir rang­hug­myndir og skorti næmni

Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni.

Innlent

Skýra mætti lög um út­farir til að koma í veg fyrir ó­vissu

Samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar telur að að skýra mætti betur í lögum hver ráði fyrirkomulagi útfarar komi til deilna. Afar sjaldgæft sé að slíkt komi upp en þá reyni prestar að miðla málum. Örsjaldan þurfi þó að halda tvær kistulagningar, tvær minningarathafnir og tvær útfarir.

Innlent

Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd

Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól.

Innlent

Segir and­úð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar.

Innlent

Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Ís­landi

Rúmlega fjögur hundruð sprengjusérfræðingar frá átján löndum hafa í vikunni streymt til landsins vegna árlegrar sprengjueyðingaræfingar. Íslendingar munu verða varir við ökutæki og búnað á vegum sprengjusérfræðinganna frá Þorlákshöfn að Reykjanesi og frá Reykjanesi að Hvalfirði.

Innlent

Laugarnestangi skrefi nær frið­lýsingu

Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu um að hefja vinnu með Minjastofnun að friðlýsingu menningarlandslags á Laugarnestanga. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, fagnar tímamótunum og bindur vonir við að ferlinu ljúki fyrir lok kjörtímabilsins.

Innlent

Bjarnhólastígur gata ársins í Kópa­vogi

Bjarnhólastígur er gata ársins 2025 í Kópavogi og er þar með 31. gatan í Kópavogi sem hlýtur nafnbótina. Af því tilefni ávarpaði Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi íbúa götunnar og afhjúpaði viðurkenningarskilti sem sett hefur verið upp í götunni.

Innlent

Von­brigði að til­lögu um símabann og sam­ræmd próf hafi verið vísað frá

Tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um fimm aðgerðir í menntamálum var vísað frá af borgarstjórnarmeirihlutanum á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, oddviti flokksins, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi verið hægt að greiða atkvæði um tillögurnar hverja fyrir sig. Umræða um tillöguna varði í um fjórar klukkustundir.

Innlent

Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var ó­bæri­legur yfir­gangur“

Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Dóttirin telur að með því hafi minningu móður hennar verið sýnd vanvirðing. Hún segir bæði Biskupsstofu og útfararstofu hafa brugðist og kallar eftir skýrum lögum um ferlið milli andláts og greftrunar.

Innlent