Erlent

Fréttamynd

Störfum Musk lokið hjá DOGE

Elon Musk hefur tilkynnt um það að störfum hans hjá DOGE, hagræðingar- og niðurskurðarstofnun Bandaríkjastjórnar, sé lokið. Donald Trump réði Musk til starfa í 130 daga sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð innan stjórnkerfisins.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skortir fólk til fram­leiðslu her­gagna í Evrópu

Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn.

Erlent
Fréttamynd

Stöðva vega­bréfs­á­ritanir náms­manna og rann­saka um­sækj­endur nánar

Bandaríkjastjórn hefur gefið út þau fyrirmæli til allra sendiráða landsins í heiminum að þau hætti að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta er gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig undir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að fara grannt ofan í saumana á samfélagsmiðlanotkun viðkomandi umsækjanda.

Erlent
Fréttamynd

Geim­far SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug

Starship-geimfarið sem fyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, splundraðist 45 mínútum eftir að því var skotið á sporbaug um jörðu í gærkvöld. Geimskotið var það níunda í röð hjá SpaceX sem stefna á að komast til tunglsins og síðan til annarra reikistjarna.

Erlent
Fréttamynd

Springur Starship í þriðja sinn í röð?

Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist.

Erlent
Fréttamynd

„Hann er að leika sér að eldinum!“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til.

Erlent
Fréttamynd

Náðar spilltan fógeta

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu

Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki.

Erlent
Fréttamynd

„Bara sjokk hvað maður var ná­lægt þessu“

Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið.

Erlent
Fréttamynd

Deila enn um „stóra fal­lega“ frum­varpið

Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Hnekkti dómi fyrr­verandi kanslara fyrir mein­særi

Áfrýjunardómstóll í Vínarborg sýknaði Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, af ákæru um meinsæri og sneri þannig við dómi neðra dómstigs. Miklar vangaveltur eru um hvort að Kurz gæti nú átt afturkvæmt í austurrísk stjórnmál eftir að spillingarmál leiddi til afsagnar hans árið 2021.

Erlent
Fréttamynd

Hjónaerjur í opin­berri heim­sókn Macrons

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og eiginkona hans Brigitte virðast hafa verið fönguð á filmu í einhverskonar rifrildi við lendingu hjónanna í Víetnam í morgun. Þegar dyrnar að forsetaflugvélinni voru opnaðar sást Brigitte ýta eða slá í andlit forsetans með báðum höndum.

Erlent
Fréttamynd

Mestu á­rásirnar hingað til, aftur

Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt sína umfangsmestu dróna- og eldflaugaárás á Úkraínu hingað til. Notast var við 355 dróna, bæði sjálfsprengjudróna og tálbeitur, auk níu stýriflauga. Var það í kjölfar umfangsmikillar árásar á Kænugarð og önnur héruð þar sem notast var við dróna og stýriflaugar.

Erlent
Fréttamynd

Kim reiður yfir mis­heppnaðri sjósetningu

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur látið handtaka fjóra embættismenn sem sagðir eru bera ábyrgð á því að nýju herskipi hvolfdi við sjósetningu. Skipið er sagt vera í viðgerð en sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að skemmdirnar séu umfangsmiklar.

Erlent
Fréttamynd

Mann­fall þegar skóla­bygging var sprengd

Ísraelar héldu árásum sínu á Gasa svæðið áfram í nótt og hafa fregnir borist af tveimur aðskildum árásum þar sem um tuttugu og fjórir létu lífið að sögn sjúkraliða á svæðinu sem breska ríkistútvarpið ræddi við.

Erlent
Fréttamynd

Frestar fimm­tíu prósenta tollum á Evrópu­sam­bandið

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta gildistöku fimmtíu prósenta tolla á vörur frá Evrópusambandinu fram til níunda júlí næstkomandi. Hann ræddi tollamálin við Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins símleiðis í kvöld.

Erlent