Fastir pennar

"Ég vil elska mitt land“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Mér hefur alltaf fundist hún svolítið einkennileg þessi setning hjá Jóni Trausta: "Ég vil elska mitt land.“ Þetta er úr Íslandsvísum hans frá árinu 1901 sem tileinkaðar eru alþingismönnum og hafa að geyma heitstrengingar á þeirra tíma vísu þegar ættjarðarástin var enn saklaus og alltumlykjandi, umfaðmandi en ekki útilokandi.

Fastir pennar

Niðurgreitt nikótín

Mikael Torfason skrifar

Það eru þrefalt meiri líkur á því að fátækt fólk reyki en efnameira. Sömu sögu er að segja um fólk með grunnskólapróf, fleiri þeirra reykja en þeir sem eru með háskólapróf. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem kynnt var undir heitinu Heilsa og líðan Íslendinga 2012.

Fastir pennar

Stefnulaus sjávarútvegsráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar

Sjávarútvegsráðherra kom stefnulaus inn í ráðuneytið fyrir rúmu ári síðan. Á sumarþingi í fyrra voru gerðar bráðabirgðabreytingar á auðlindagjaldinu af því að ráðherrann vissi ekki hvernig best væri að haga því til frambúðar. Nú á vorþinginu voru aftur gerðar bráðabirgðabreytingar þar sem ráðherranum hafði ekki unnist tími til að hugsa málið til þrautar.

Fastir pennar

Fjögur ár

Pawel Bartoszek skrifar

Fyrir rúmum fjórum árum sat ég og hringdi í ungt fólk fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir mann sem hafði staðið í kosningabaráttu í nokkra mánuði og taldi sig hafa kynnt sér hin ýmsustu borgarmál kom það á óvart hvaða spurning það var sem brann helst á hinum ungu kjósendum.

Fastir pennar

Boltinn sameinar

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í gær. Aðdragandi þess hefur verið óvenju stormasamur að þessu sinni og í heilt ár hafa þúsundir Brasilíubúa mótmælt á götum úti og kvartað yfir hækkun á opinberum samgöngukostnaði, miklum útgjöldum vegna heimsmeistarakeppninnar og ófullnægjandi fjárveitingum í opinberri þjónustu.

Fastir pennar

Meira vald takk

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum kom í ljós að verulega hefur dregið úr þátttöku í kosningum hér á landi, sem þó hefur sögulega verið afar góð. Við virðumst því á sömu leið og mörg önnur lönd. Bretar telja sig til að mynda góða ef kjörsókn er á milli 50 til 55 prósent. Í nýafstöðnum kosningum til Evrópuþings var kjörsókn þar 43 prósent.

Fastir pennar

Til höfuðs okrinu

Ósjaldan heyrist fólk kvarta yfir dýrtíð hér á landi. Eitthvert lögmál virðist segja til um að gallabuxur (merkjavara) séu á um tíföldu því verði sem gerist í Bandaríkjunum til dæmis– svipað á við um annan fatnað.

Fastir pennar

Hlutverk fjölmiðla

Mikael Torfason skrifar

Fyrir um níu árum birti danska dagblaðið Jyllands-Posten skopmyndir af Múhameð spámanni. Viðbrögðin urðu ofsafengin. Ýmsir litu á myndirnar sem afsprengi fordóma gegn múslimum í Danmörku eða að þetta væri slíkt mál að sýna þyrfti sérstaka tillitsemi og kröfðust afsökunarbeiðni. Ritstjórarnir neituðu og teiknarar urðu að fara í felur vegna morðhótana.

Fastir pennar

Breytt forysta og kerfisbreytingar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Lesa má í úrslit sveitarstjórnarkosninganna með ýmsu móti. Þannig gefur samanburður við fjögurra ára gamlar tölur í síðustu sveitarstjórnarkosningum aðra mynd en mið við ársgamlar tölur frá alþingiskosningunum í fyrra.

Fastir pennar

Aumingja skólastjórinn

Pawel Bartoszek skrifar

Ástandið er ekkert spes. Búið er að stofna Facebook-grúppu til höfuðs einum trúarhóp. Facebook-grúppan er margfalt fjölmennari en trúarhópurinn. Menn dreifa dýrapörtum á lóðir til að lýsa vanþóknun sinni á trúarhópnum. Talsmenn hans fá hótanir.

Fastir pennar

Lyfjaeitranir barna

Teitur Guðmundsson skrifar

Þegar maður er ungur að aldri, þá gildir einu af hvoru kyninu, er forvitnin ein af driffjöðrunum við að rannsaka heiminn. Það er gaman að fylgjast með börnum vaxa úr grasi, sjá þau læra með tímanum hvernig umhverfi þeirra virkar, hvaða hættur eru til staðar og hvernig beri að varast þær.

Fastir pennar

Jafnt í bæjarstjórn – ójafnt heima

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ein af athyglisverðum niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna, sem hefur þó fengið litla athygli, er að hlutfall kynjanna í hópi sveitarstjórnarmanna nálgast nú mjög að vera jafnt. Samkvæmt bráðabirgðatölum er hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á landinu öllu nú 44 prósent, en karla 56 prósent.

Fastir pennar

Áhugaleysi og lýðskrum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Tvennt stendur upp úr sem alvarlegt umhugsunarefni eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Annars vegar er það hin litla kjörsókn. Hún er enn minni en fyrir fjórum árum og í Reykjavík minnkar hún um meira en tíu prósentustig. Þetta er til marks um áframhaldandi áhugaleysi og óþol almennings gagnvart pólitík.

Fastir pennar

Hinn tvíræði sigurvegari

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hafi Samfylkingin verið ótvíræður sigurvegari í Reykjavík var Framsókn hinn tvíræði sigurvegari. Hún fór undan í flæmingi þegar knúið var á um skýr svör um moskumálið, sagði það sem hentaði hverju sinni, talaði tungum tveim en undirtextinn var ævinlega sá sami: Hér er múslimaógn sem enginn þorir að tala um nema við.

Fastir pennar

Viðbrögð við stórtækum breytingum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Áform Vísis hf. um að loka fiskvinnslu fyrirtækisins á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi og færa alla starfsemina til Grindavíkur eru að líkindum toppurinn á ísjaka sem er næsta hagræðingarhrina í íslenzkum sjávarútvegi.

Fastir pennar

Á að gera hlutina öðruvísi?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Að morgni kjördags eru úrslitin að sjálfsögðu ekki gefin. En reikna má með að talning atkvæða í kvöld staðfesti í höfuðdráttum kannanir síðustu daga.

Fastir pennar

Fallið á gæskuprófinu

Pawel Bartoszek skrifar

Við búum í góðu ríki. Við höfum flest vanist því að búa í góðu ríki og sjáum varla fyrir okkur hvernig hitt ætti að líta út. En því miður geymir sagan dæmi um það þegar ríki verða vond, stundum jafnvel með lýðræðislegum aðferðum. "Auðvitað mun slíkt aldrei gerast hér,“ hugsar fólk.

Fastir pennar

Að stela sviðsljósinu

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Skoðun oddvita Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum á morgun á lóðaúthlutunum til trúarsafnaða er umtalaðasta mál kosningabaráttunnar. Á því leikur ekki vafi. Umfjallanir um það nánast einoka allan fréttaflutning af baráttumálum flokkanna

Fastir pennar

Tilbúinn skortur hækkar verð

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði frá því í síðustu viku að verð á nautakjöti frá afurðastöðvum hefði hækkað um 20 prósent. Sú hækkun mun að sjálfsögðu skila sér út í verðið til neytenda, hafi hún ekki gert það nú þegar.

Fastir pennar

Hjálp, þvagið mitt er blátt!

Teitur Guðmundsson skrifar

Það hlýtur að vera óþægileg tilfinning að horfa ofan í klósettið og sjá það verða öðruvísi á litinn en venjulega þegar maður er að kasta af sér vatni. Ég tala nú ekki um ef því fylgja miklir verkir og óþægindi sem gera alla þessa upplifun hálfu verri

Fastir pennar

Staðan í Reykjavík

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Staðan í kosningabaráttunni í Reykjavík er að mörgu leyti athyglisverð. Fyrir það fyrsta er það að gerast sem fáir hefðu haft trú á fyrir fjórum árum, að arftaki framboðs Bezta flokksins og Samfylkingin virðast munu halda meirihluta í borginni.

Fastir pennar

Íslendingar voru pappírsvíkingar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

"Aðal ungrar þjóðar / orðin voru forðum…“ Þannig hefst Margrétarlof Þórarins Eldjárns sem hann flutti Danadrottningu á dögunum í tilefni af nýjum þýðingum á Íslendingasögunum sem eru að koma út í Danmörku.

Fastir pennar

Áfram umsóknarríki

Þorsteinn Pálsson skrifar

Áform utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið fóru út um þúfur. Ísland er því áfram umsóknarríki. Trúlega getur enginn státað af því að hafa látið sér til hugar koma, þegar tillagan var lögð fram, að þau yrðu lok málsins á þessu þingi.

Fastir pennar

Fjárfest í framtíð

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkisstjórnin hefur mótað nýja og skynsamlega stefnu um vísindarannsóknir og nýsköpun, sem var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs í fyrradag. Stjórnin hefur legið undir ámæli fyrir að skera niður fé til vísindarannsókna á fjárlögum þessa árs, en nú er snúið af þeirri braut.

Fastir pennar

Lengra og betra djamm

Pawel Bartoszek skrifar

Miðbærinn. Árið er 1998. Allir skemmtistaðirnir loka kl. 03.00. Austurstrætið fyllist af fólki niður í grunnskólaaldur. Stemningin er eins og á útihátíð. Öll Lækjargatan bíður eftir leigubíl. Sumir slást. Aðrir eru að leita sér að eftirpartíi.

Fastir pennar

Ágæt einkavæðing

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni.

Fastir pennar

Virkjum vindinn

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Eitt af umræðuefnunum á ársfundi Landsvirkjunar í gær var nýting vindorku. Fyrirtækið hefur undanfarin þrjú ár gert tilraunir með vindmyllur á svokölluðu Hafi við Búrfell.

Fastir pennar

Ég er að drepast…

Teitur Guðmundsson skrifar

Þetta er býsna algeng kvörtun sem læknar fá um allt mögulegt nánast milli himins og jarðar. Mjög oft er um að ræða minniháttar vanda en í sumum tilvikum er raunverulega um líf eða dauða að tefla.

Fastir pennar