Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. Erlent 15.4.2025 21:46
Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Forsætisráðherra Ísraels lýsti harðri andstöðu við áform frönsku ríkisstjórnarinnar um að viðurkenna Palestínu sem ríki í símtali við forseta Frakklands í dag. Sagði hann að það yrði stórsigur fyrir hryðjuverkastarfsemi Hamas og Íran. Erlent 15.4.2025 14:59
Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þyrlur fyrirtækisins sem átti þyrluna sem fórst með sex manns um borð í New York í síðustu viku. Þau telja að fyrirtækið hafi rekið rekstrarstjóra sinn fyrir að hafa samþykkt að stöðva ferðir á meðan banaslysið er rannsakað. Erlent 15.4.2025 14:03
Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Páfagarður hefur gefið út að arkitektinn katalónski Antonio Gaudí sé kominn skrefi nær því að verða tekinn í tölu dýrðlinga. Erlent 14.4.2025 22:57
Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Erlent 14.4.2025 22:02
Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Stjórn Bandaríkjaforseta bannar enn fréttamönnum AP fréttaveitunnar að sitja blaðamannafundi forsetans þrátt fyrir að bandarískur dómari hefur dæmt í málinu. Erlent 14.4.2025 22:02
Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Ungverska þingið samþykkti í dag viðauka við stjórnarskrá landsins sem vegur verulega að réttindum hinsegin fólks. Viðaukinn stjórnarskrárver ný lög sem banna allar gleðigöngur í landinu. Erlent 14.4.2025 22:00
Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. Erlent 14.4.2025 09:44
Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. Erlent 14.4.2025 07:00
Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Hægrimaðurinn Daniel Noboa hefur verið endurkjörinn forseti Ekvadors og mun því gegna embættinu næstu fjögur árin. Hann hafði betur gegn hinni vinstrikonunni Luisa González í síðari umferð kosninganna sem fram fóru í gær. Erlent 14.4.2025 06:52
Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Franska stjórnmálakonan Marine Le Pen hefur áfrýjað dómi sem hún hlaut vegna misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Hún stefndi á forsetaframboð árið 2027 en með dómnum getur hún ekki boðið sig fram. Erlent 13.4.2025 23:27
Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. Erlent 13.4.2025 21:37
Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Síðasti af helstu stjórnarandstöðuflokkum starfandi í Hong Kong verður leystur upp. Fyrsta skrefið var stigið í átt að því í dag á sérstökum fundi í skugga mikils þrýstings og hótana frá kínverskum stjórnvöldum. Erlent 13.4.2025 16:51
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. Erlent 13.4.2025 12:02
Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. Erlent 13.4.2025 09:00
Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. Erlent 13.4.2025 08:00
Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Fundur fulltrúa Bandaríkjana og fulltrúa Íran í Óman um kjarnorkuvopn var lýst sem „uppbyggilegum.“ Annar fundur hefur verið boðaður eftir viku. Erlent 12.4.2025 23:36
Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu. Erlent 12.4.2025 22:14
Snjallsímar undanskildir tollunum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. Erlent 12.4.2025 17:28
Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Kröftugir vindar í norðanverðu Kína hafa valdið miklu tjóni og er fólk sem er léttara en fimmtíu kíló hvatt til þess að halda sig innandyra til að fjúka ekki. Erlent 12.4.2025 14:00
Menendez bræðurnir nær frelsinu Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni. Erlent 12.4.2025 13:40
Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. Erlent 12.4.2025 08:58
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. Erlent 12.4.2025 08:50
Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. Erlent 12.4.2025 00:01