Erlent

Engir her­menn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni.

Erlent

Kalla tugi þúsunda til her­þjónustu

Ráðamenn í Ísrael hafa samþykkt áætlanir um að kalla tugi þúsunda manna úr varalið hersins til herþjónustu á næstunni. Það á að gera til undirbúnings mögulegs hernáms Gasaborgar, sem þjóðaröryggisráð Ísrael samþykkt fyrr í mánuðinum.

Erlent

Kirkjan í Kiruna komin á á­fanga­stað

Flutningum kirkjunnar í Kiruna í nýjan miðbæ bæjarins er nú lokið. Flutningarnir hófust í gær og var tekin pása síðdegis í gær. Flutningar hófust aftur klukkan átta í morgun að staðartíma og er nú lokið. Kirkjan er flutt vegna stækkunar járngrýtisnámu LKAB við bæinn.

Erlent

Fram­bjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana

Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi.

Erlent

Nýtt flagg­skip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp

Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar.

Erlent

Segist vilja komast til himna

„Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun.

Erlent

Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla

Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið.

Erlent

Bauð Selenskí til Moskvu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bauðst til þess að taka á móti Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Moskvu. Þetta mun rúsneski forsetinn hafa sagt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar þeir töluðu saman í síma í gær.

Erlent

Segir á­sakanir Evrópu barna­legar

Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga.

Erlent

„Því miður vantar enn­þá ansi mikið“

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja hafa verið ágætan, en hann hafi skilað litlum árangri. Allt strandi á afstöðu Rússlands gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum, sem hafi ekkert breyst, þrátt fyrir fundi.

Erlent

Á­góði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru

Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna.

Erlent

Flytja eina frægustu kirkju Sví­þjóðar um fimm kíló­metra

Flutningar hófust í dag á einni frægustu kirkju Svíþjóðar. Flytja á kirkjuna um fimm kílómetra í nýjan miðbæ bæjarins Kiruna vegna stækkunar járngrýtisnámu undir bænum. Um sex þúsund íbúar þurfa að flytja heimili sitt vegna stækkunar námunnar. Stór hluti þeirra er þegar fluttur en áætlað er að flutningum og byggingu nýja bæjarins verði lokið 2032.

Erlent

„Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín

Jasveen Sangha, eða „Ketamín-drottningin“ hefur játað að hafa selt leikaranum Matthew Perry ketamínið sem leiddi til dauða hans. Sangha er ein af fimm sem var ákærð í ágúst í fyrra vegna andláts Perry. Sangha var ákærð fyrir að hafa dreifingu fíkniefna og að hafa dreift fíkniefnum sem leiddi til andláts tveggja manna. 

Erlent

Góður fundur en fátt fast í hendi

Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi.

Erlent

Á­kærður fyrir fjórar nauðganir

Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland.

Erlent

Gífur­legur munur á pyngjum flokkanna vestan­hafs

Demókrötum hefur gengið verulega illa að safna peningum og hafa dregist mjög aftur úr Repúblikönum. Munurinn á pyngjum landsstjórna flokkanna er rúmlega tvöfalt meiri en hann var á sama tímabili á fyrsta kjörtímabili Trumps.

Erlent