
Erlent

Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu
Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015.

Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu.

Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla
Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu.

„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku.

Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin.

Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar.

Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad
Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad.

Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár
Þegar slökkviliðsmenn í Connecticut í Bandaríkjunum voru kallaðir út vegna elds í húsi, komu þeir þar að verulega vannærðum manni sem lokaður var inn í litlu herbergi. Þar hafði stjúpmóðir hans haldið honum í rúm tuttugu ár.

Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa
Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja.

Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu
Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið.

Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA
Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki.

Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot
Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni.

Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson
Náðunarfulltrúi dómsmálaráðuneytisins var rekinn degi eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson, yfirlýsts stuðningsmanns Donalds Trump, en hann var sviptur því árið 2011 vegna heimilisofbeldisdóms. Ráðuneytið segir brottrekstur fulltrúans ekki tengjast Gibson.

Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“
Rússneskir málaliðar og hermenn Malí hafa framið fjölda ódæðisverka gegn íbúum í norðurhluta Malí, þar sem Túaregar eru í meirihluta. Fjöldamorð hafa verið framin og heilu þorpin brennd og hafa fjölmargir flúið undan ofbeldinu til Máritaníu og annarra ríkja.

Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra.

Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra.

Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble
Lögregluyfirvöld í Frakklandi rannsaka skotárás sem gerð var á 71 árs gamlan fyrrverandi mafíuleiðtoga á hraðbraut nærri borginni Grenoble í morgun.

Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið
Hersveitir í Pakistan luku í kvöld við að frelsa eftirlifandi gísla sem höfðu verið í gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði í rúman sólarhring. Allir 33 vígamennirnir voru drepnir í aðgerðinni.

„Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“
Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu stórsigur í þingkosningum á Grænlandi í gær. Demókratar þrefölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum en þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi. Úrslitin eru til marks um klofning meðal grænlensku þjóðarinnar að sögn Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og doktorsnema.

Sátu með sprengjuvesti meðal gísla
Yfirvöld í Pakistan segja að minnsta kosti 190 gísla hafa verið frelsaða úr gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði en margir þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Vígamenn stöðvuðu lest þar sem á fimmta hundrað manns voru um borð í gær og tóku fjölda þeirra í gíslingu.

Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP
Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30) í Belém í Brasilíu í nóvember mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum Amazon-regnskóginum.

Hörfa frá Kúrsk
Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið.

Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga
Ástralskur maður með alvarlega hjartabilun var útskrifaður af spítala og lifði í meira en 100 daga með gervihjarta, áður en hann gekkst undir hjartaígræðslu.

Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu
Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun.

Tollar Trump á stál og ál taka gildi
Tuttugu og fimm prósenta tollur Donald Trump Bandaríkjaforseta á allt innflutt stál og ál tók gildi á miðnætti. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á innlenda framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri.

Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi
Flokkurinn Demokraatit vann stórsigur í kosningunum í Grænlandi í gær með 29,9 prósent atkvæða. Næstur kom Naleraq, flokkur sjálfstæðissinna sem vilja aukið samstarf við Bandaríkin, með 24,5 prósent.

Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé
Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði.

Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um manndráp með vítaverðri vanrækslu þegar portúgalska fraktskipsins Solong á efna- og olíuflutningaskipsins Stena Immaculate í Norðursjó í gær. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi og olli miklu tjóni. Eins áhafnarmeðlims Solong hefur verið leitað frá því í gær.

Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X
Samfélagsmiðillinn X varð fyrir tölvuárás í gær og upplifðu notendur miklar truflanir vegna hennar yfir nokkurra tíma skeið. Tveir hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins, sagði í gær að uppruna hennar mætti rekja til „Úkraínusvæðisins“.

Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabaab felldu að minnsta kosti sex manns og þar af tvo ættbálkaleiðtoga í bænum Beledweyne í Sómalíu í dag. Fyrstu sprengdi maður sig upp í bíl fyrir utan hótel í bænum og skutu vígamennirnir sér svo leið þar inn.