Golf

Valdís Þóra á eitt högg á Tinnu fyrir lokadaginn

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með eitt högg í forskot á Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Strandarvelli á Hellu. Þær voru fyrst skráðar jafnar en þegar betur var að gáð kom í ljós að mótshaldarar voru ekki með rétt skor skráð á Tinnu.

Golf

Tinna að spila frábærlega og búin að ná Önnu Sólveigu

Tinna Jóhannsdóttir er komin upp að hlið Önnu Sólveigu Snorradóttur þegar þriðji hringurinn er hálfnaður í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Helli. Það má fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.

Golf

Kylfusveinn Kristins verður í dómarabúningnum í dag

Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur slegið í gegn á fyrstu tveimur dögunum á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Kristinn hefur leikið fyrstu tvo hringina á einu höggi undir pari og er aðeins einu höggi á eftir efsta manni þegar keppni er hálfnuð.

Golf

Sigmundur efstur á Hellu | gríðarleg spenna á toppnum

Sigmundur Einar Másson úr GKG er efstur þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik í golfi á Strandarvelli á Hellu. Íslandsmeistarinn frá árinu 2006 er með eitt högg í forskot á Kristinn Óskarsson sem er úr GS. Sigmundur er samtals á 3 höggum undir pari en hann lék á 69 höggum í dag eða einu höggi undir pari. Kristinn, sem er betur þekktur sem körfuknattleiksdómari, hefur leikið báða hringina á 69 höggum. Rúnar Arnórsson úr Keili, sem var í efsta sæti eftir fyrsta keppnisdaginn er í þriðja sæti á einu höggi undir pari vallar.

Golf

Sigmundur Einar ætlar sér að landa titlinum á Hellu

Sigmundur Einar Másson úr GKG er til alls líklegur á lokadögunum tveimur á Íslandsmótinu í höggleik. Sigmundur, sem sigraði á Íslandsmótinu árið 2006, lék á 69 höggum í dag eða -1 og er hann samtals á -3 og er hann þessa stundina í efsta sæti mótsins.

Golf

Æfingalaus körfuboltadómari stimplaði sig inn í toppbaráttuna

Kristinn Óskarsson hefur komið skemmtilega á óvart á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi. Kristinn, sem er betur þekktur sem einn reyndasti körfuknattleiksdómari landsins er þegar þetta er skrifað í efsta sæti mótsins ásamt fleiri kylfingum. Kristinn, sem leikur fyrir GS, er með 1,3 í forgjöf, hefur leikið báða hringina á Strandarvelli á Hellu á 1 höggi undir pari vallar.

Golf

Hnífjafnt á Hellu | Anna og Valdís deila efsta sætinu

Anna Sólveig Snorradóttir, 17 ára kylfingur úr Keili, og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi deila efsta sætinu þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Anna Sólveig og Valdís eru samtals á 6 höggum yfir pari vallar en tveimur höggum þar á eftir kemur Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO.

Golf

Fimmtán ára gengið stendur sig vel á Hellu

Það vekur athygli að fimm kylfingar sem taka þátt á Íslandsmótinu í golfi eru aðeins fimmtán ára gamlir en þau er öll fædd árið 1997. Þrír drengir eru karlaflokknum og tvær stúlkur. Árangur þeirra er með ágætum og það er greinilegt að ný kynslóð afrekskylfinga bíður handan við hornið.

Golf

Axel stimplaði sig inn í baráttuna með frábærum hring

Axel Bóasson, Íslandsmeistari í höggleik, lét verkin tala í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins þar sem hann lék á 66 höggum eða 4 höggum undir pari vallar. Axel var í miklu stuði í dag og fékk hann alls sjö fugla á hringnum. Axel er samtals á pari Strandarvallar en hann hóf titilvörnina frekar illa í gær þar sem hann lék á 74 höggum.

Golf

Erfiðar aðstæður á Strandarvelli | Axel byrjar með látum

Það blés hraustlega á kylfingina sem hófu leik snemma í morgun á Strandarvelli á Hellu þegar annar keppnisdagur af alls fjórum hófst á Íslandsmótinu í höggleik. Síðustu ráshóparnir í karlaflokknum fara ekki út fyrr en kl. 16 í dag en nokkrir af þeim sem voru í efstu sætunum eftir fyrsta daginn hafa nú þegar lokið leik. Haraldur Franklín Magnús úr GR erá meðal þeirra en hann lék á 74 höggum í dag eða +4 en hann var með næst besta skor gærdagsins 67 högg eða -3.

Golf

Keppni hafin að nýju á Strandarvelli | myndasyrpa

Annar keppnisdagur af alls fjórum fer fram í dag á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni en leikið er á Strandarvelli á Hellu. Rúnar Arnórsson úr Keili er með eitt högg í forskot í karlaflokknum en hann lék á 64 höggum í gær eða -4. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er efst í kvennaflokknum en hún lék á 71 höggi eða +1.

Golf

Mikil spenna í kvennaflokknum á Hellu | Valdís í efsta sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar.

Golf

Góð skor á fyrsta keppnisdegi á Hellu | Rúnar efstur

Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili er efstur í karlaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Rúnar lék Strandarvöll á 4 höggum undir pari vallar eða 66 h0ggum. Höggi á eftir koma þeir Andri Már Óskarsson úr GHR og Haraldur Franklín Magnús úr GR en þeir léku báðir á 67 höggum. Skor kylfingar var gott í dag og léku alls 14 keppendur á pari vallar eða betur.

Golf

Birgir Leifur: Alls ekki sáttur við hringinn

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG var alls ekki sáttur við fyrsta hringinn hjá sér á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í dag á Strandarvelli við Hellu. Birgir, sem er fjórfaldur Íslandsmeistari, lék á einu höggi undir pari vallar eða 69 höggum. Hann er sem eins og staðan er þessa stundina í 8. sæti, þremur höggum á eftir efsta manni.

Golf

Haraldur Franklín: Öruggur og þægilegur hringur

Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék vel á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Haraldur lék á 67 höggum eða 3 höggum undir pari vallar og er hann á næst besta skori dagsins þegar þetta er skrifað – ásamt Andra Má Óskarssyni úr GHR.

Golf

Rúnar: Það verður bara fimbulfamb í kvöld

"Ég er sáttur og þetta gekk bara vel,“ sagði Keilismaðurinn Rúnar Arnórsson eftir að hann hafði leikið á 66 höggum á fyrsta keppnisdegi Íslandsmótsins í höggleik á Strandarvelli í dag. Rúnar er þegar þetta er skrifað á besta skori dagsins í karlaflokknum, fjórum höggum undir pari vallar.

Golf

Stefán Már vill hampa þeim stóra | vinningsskorið langt undir pari

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur var hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitlinum í höggleik þegar mótið fór fram á Grafarholtsvelli árið 2009. Aðeins stórkostleg spilamennska hjá Ólafi Birni Loftssyni úr Nesklúbbnum kom í veg fyrir sigur Stefáns – sem ætlar sér stóra hluti á Íslandsmótinu i höggleik sem hófst í morgun á Strandarvelli á Hellu.

Golf

Tinna ætlar að fá nafn sitt að nýju á bikarinn

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili hefur sigrað einu sinni á Íslandsmótinu í höggleik og hún stefnir á að fá nafnið sitt ritað á ný á verðlaunagripinn að loknu mótinu Strandarvelli á Hellu. Tinna hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili en hún er þrátt fyrir það bjartsýn á góðan árangur á mótinu.

Golf

Birgir Leifur ætlar sér að verða sá sigursælasti frá upphafi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, stefnir á að landa fimmta Íslandsmeistaratitlinum á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í morgun á Strandarvelli á Hellu. Bigir hefur fjórum sinnum fagnað sigri á þessu móti og síðast árið 2010. Birgir segir að hann hafi sett sér það markmið að bæta metið sem þeir Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson eiga – en þeir sigruðu sex sinnum á Íslandsmótinu í höggleik á sínum tíma.

Golf

Axel Bóasson: Hef undirbúið mig vel

Axel Bóasson hefur titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á morgun, fimmtudag, á Strandarvelli á Hellu. Axel, sem er 22 ára gamall, hampaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn á Hólmsvelli i Leiru í fyrra.

Golf

Óskar, formaður GHR: Presturinn í klúbbnum samdi við veðurguðina

Íslandsmótið í höggleik 2012 fer fram dagana 26.-29. júlí á Strandavelli og er í umsjá Golfklúbbs Hellu. Óskar Pálsson er formaður Golfklúbbs Hellu segir það vera mikla tilhlökkun meðal klúbbsmeðlima að fá að taka á móti öllum bestu kylfingum landsins. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við hann á kynningarfundi fyrir mótið sem haldinn var í dag.

Golf

Færri komust að en vildu

Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á fimmtudaginn og fer mótið fram á Strandarvelli á Hellu að þessu sinni. Axel Bóasson úr Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hafa titla að verja á mótinu.

Golf

Tvöfaldur Skolli: Hvernig er best að leika Strandarvöll?

Íslandsmótið í höggleik í golfi fer fram á Strandarvelli á Hellu. Keppni hefst fimmtudaginn 26. júlí og eru allir bestu kylfingar landsins á meðal keppenda. Logi Bergmann og Þorsteinn Hallgrímsson fóru yfir það hvernig best er að leika Strandarvöll í þættinum Tvöfaldur Skolli sem sýndur er á Stöð 2 sport.

Golf

Adam Scott segist ekki hafa farið á taugum

Ástralski kylfingurinn Adam Scott segir að hann hafi ekki farið á taugum á síðustu holunum á lokakeppnisdegi opna breska meistaramótsins. Scott lék síðustu fjórar holurnar á fjórum höggum yfir pari og Ernie Els frá Suður-Afríku tryggði sér sigurinn á stórmótinu.

Golf

Gísli og Henning tryggðu sér sigur í rigningunni

Gísli Sveinbergsson og Henning Darri Þórðarson, báðir úr GK, fögnuðu sigri í unglingaflokkum drengja á Íslandsmótinu í höggleik sem lauk á Kiðjabergsvelli í kvöld. Gísli sigraði í flokki drengja 15-16 ára en Henning í flokki 14 ára og yngri.

Golf