Innherji
Hvenær verða upplýsingar að innherjaupplýsingum?
Nýlegur dómur Hæstaréttur Noregs þýðir að óbreyttu að norsk félög þurfa að birta – eða taka ákvörðun um að fresta að birta – upplýsingar um atburð sem jafnvel minni líkur en meiri eru á að verði að veruleika. Er dómurinn ekki til þess fallinn að draga úr þeirri óvissu sem ríkt hefur, ekki aðeins í Noregi heldur jafnframt í öðrum Evrópuríkjum sem fylgja ákvæðum MAR-reglugerðarinnar, um hvað teljast eigi til innherjaupplýsinga.
Þaulsætnir embættismenn í íslenskri stjórnsýslu
Innherji greindi frá því í síðustu viku að forstjórar Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins hefðu setið lengur í embætti en gengur og gerist á Norðurlöndum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu hefur setið í 20 ár, mun lengur en norrænir starfsbræður hans, og það sama gildir um Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, sem hefur stýrt stofnuninni í nærri 17 ár.
Kristján snýr aftur til Kviku banka
Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi.
Ferðaþjónusta og sveitarstjórnarkosningar utan höfuðborgarsvæðisins
Nú eru fáar vikur til sveitarstjórnarkosninga. Eitt af mikilvægustu hlutverkum sveitarstjórna, ekki síst í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, er að styðja við atvinnuuppbyggingu með ráðum og dáð. Í minni sveitarfélögum er atvinna iðulega undirstaða annarra þátta, því með auknum atvinnutækifærum koma fleiri íbúar, aukin fjárfesting, aukin þjónusta við íbúana og meiri gróska í sveitarfélagið.
Miklar hækkanir á álverði skilar Norðuráli hagnaði upp á tíu milljarða
Miklar verðhækkanir á álverði á heimsmarkaði skiluðu sér í því að tekjur Norðuráls á Grundartanga jukust um 39 prósent á árinu 2021 og námu samtals 791 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 103 milljarða króna. Mikil umskipti voru í afkomu álversins sem hagnaðist um 79,4 milljónir dala eftir skatta borið saman við tap upp á tæplega 9 milljónir dala á árinu 2020.
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin
Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu.
Hagnaður BBA Fjeldco jókst um tuttugu prósent og var 360 milljónir
Hagnaður lögmannsstofunnar BBA Fjeldco jókst á síðasta ári um liðlega 20 prósent og var 362 milljónir króna. Tekjurnar hækkuðu um 200 milljónir milli ára og voru samtals 1.258 milljónir króna.
Hagfræðingur sem hefur rangt fyrir sér
Það má ekki gleyma að það er gagnlegt að spá þó spárnar reynist á endanum rangar. Bara að velta fyrir sér hvernig hlutirnir geti þróast mun hjálpa okkur að takast á við framtíðina, hvernig sem hún verður. Viðbragðið við því að spá vitlaust er því ekki að hætta að spá heldur einfaldlega að kunna að eiga sem best við það þegar við erum úti að aka.
Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka
Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar.
Hvað getum við lært af FBI til að verða betri samningamenn?
Við erum alltaf að semja. Bæði heima og í vinnu. Sannfæra krakkana um að nú sé góð hugmynd að taka til eða læra. Makann að það sé góð hugmynd að bíða með að laga eldhúsið eða kaupa nýjan bíl.
Bankasýslan segist „fagna“ rannsókn FME á útboði Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“
Hæfir fjárfestar og útboð hlutabréfa
Ströng skilyrði eru fyrir því viðskiptavinur sem telst ekki sjálfkrafa fagfjárfestir sé flokkaður sem slíkur. Ástæðan er sú að fjárfestar sem falla í þann flokk njóta minni fjárfestaverndar en almenni fjárfestirinn, til dæmis varðandi upplýsingagjöf og fjárfestingarkosti.
Íslenskir eftirlitsstjórar lengur við völd en gengur og gerist á Norðurlöndum
Forstjórar Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins hafa setið lengur í embætti en aðrir forstjórar eftirlitsstofnana á Norðurlöndum og í meirihluta tilfella munar áratug eða meira.
LSR hefur keypt í Íslandsbanka fyrir vel á fjórða milljarð eftir útboð
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR), stærsti lífeyrissjóður landsins, hefur verið afar umfangsmikill kaupandi á eftirmarkaði með bréf í Íslandsbanka í kjölfar útboðs Bankasýslu ríkisins á stórum hluta í bankanum í lok síðasta mánaðar. Hefur sjóðurinn á þeim tíma bætt við sig sem nemur 1,4 prósenta eignarhlut sem er stærri hlutur en hann fékk úthlutað í útboðinu.
Að lepja upp gífuryrði frá samtökum úti í bæ
Íslandsdeild Transparency International hefur litla sem enga vigt í umræðu um spillingu. Til að nefna dæmi er vert rifja að samtökin sendu frá sér tilkynningu í fyrra þar sem fullyrt var að Ísland hefði fallið niður á svonefndum spillingarvísitölulista og átti það að vera mikið áhyggjuefni.
Guðni stýrir einum stærsta banka Katars
Íslenski bankamaðurinn Guðni Aðalsteinsson, sem var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar.
Jón Finnbogason ráðinn framkvæmdastjóri Stefnis
Jón Finnbogason, sem hefur undanfarin ár verið forstöðumaður fyrirtækja innan fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sjóðastýringarfélagsins Stefnis, dótturfélags Arion og mun hefja störf í byrjun næsta mánaðar.
Brimgarðar bæta við sig í Reitum og fara með tæplega 5 prósenta hlut
Fjárfestingafélagið Brimgarðar, sem er á meðal stærstu hluthafa í öllum skráðu fasteignafélögunum, bætti enn við eignarhluti sína í liðnum mánuði og fer núna með tæplega fimm prósenta hlut í Reitum. Hlutabréfaverð Reita, stærsta fasteignafélags landsins, hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og frá áramótum hefur það hækkað um rúmlega 23 prósent.
Afkoma Póstsins skipti engu í huga stjórnarformannsins, aðeins pólitík
Birgir Jónsson, forstjóri Play og áður forstjóri Íslandspósts, segir Bjarna Jónsson, þingmann VG og fyrrverandi stjórnarformann Íslandspósts, vera „holdgervingur þess að pólitísk hrossakaup fari alls ekki saman við meðhöndlun fyrirtækja eða verðmæta í almannaeigu.“
Hundrað daga plan leggur grunn að umbreytingum Alfa Framtaks
Fjárfestingar Alfa Framtaks, sem nýlega gekk frá fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóði, í fjölskyldufyrirtækjum hafa miðað að því að gera fyrirtækin óháð eigendum þeirra svo að þeir verði með seljanlega eign í höndunum og ekki bundnir við reksturinn til elífðarnóns. Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri segir að eftir hverja fjárfestingu sé ráðist í hundrað daga plan sem leggur grunninn að ábatasömu eignarhaldi.
Bankið í ofninum: Vantar fleiri bílhræ á skólalóðir landsins?
Sægur af herflugvélum úr seinni heimsstyrjöldinni sveif yfir hausamótunum á mér þegar ég kom á heimili æskuvinar míns á Nesinu, Spitfire, Hurricane, Messerschmitt og ýlfrandi stúkur.
Arion spáir 5,5 prósenta hagvexti og tæpri 18 prósenta hækkun íbúðaverðs
Ný þjóðhagsspá Arion banka gerir ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti árið 2022 sem er nokkuð minni hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Kraftmikil innlend eftirspurn kallar á umtalsverðan innflutning og því verður framlag utanríkisverslunar ekki jafn hagfellt og áður var spáð.
Stjórnandi hjá Festu keypti í útboði Íslandsbanka samhliða sjóðnum
Forstöðumaður eignastýringar Festu lífeyrissjóðs tók þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka samhliða lífeyrissjóðnum í gegnum félag sem er að stórum hluta í hans eigu. Samkvæmt svari frá Festu hafði hann ekki aðkomu að ákvörðun félagsins um þátttöku í útboðinu.
Tekjur Arctica jukust um 470 milljónir og hagnaðurinn fimmfaldast
Þóknanatekjur verðbréfafyrirtækisins Arctica Finance jukust um 82 prósent í fyrra og voru samtals 1.073 milljónir króna. Hagnaður félagsins meira en fimmfaldaðist á milli ára og var samtals 359 milljónir króna fyrir skatt. Er þetta næst besta afkoma Arctica Finance frá stofnun þess árið 2009.
Aukin orkuöflun „grunnforsenda“ þess að ná markmiðum í loftlagsmálum
Orkuskipti eru stærsta einstaka viðfangsefnið í átt að kolefnishlutleysi og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti, að því er kom fram í máli Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI), á ársfundi Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, sem fór fram fyrr í vikunni.
Stríð og ábyrgar fjárfestingar
Ábyrgar fjárfestingar útloka almennt ekki fjárfestingar til hefðbundinnar vopnaframleiðslu þó vissulega séu einhverjir fjárfestar sem útloka vopnaframleiðslu með öllu. Getu landa til að verja sig verður tæplega teflt í voða þó fjárfestar kjósi að fjármagna ekki framleiðslu og þróun gereyðingarvopna.
Stjórnendakapall í Kauphöllinni: Ásgeir og Magnús taka við stjórn SKEL
Fjárfestingafélagið SKEL hefur ráðið Ásgeir Helga Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóra Arion banka, í starf forstjóra og Magnús Inga Einarsson, framkvæmdastjóra bankasviðs Kviku banka, í starf fjármálastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynning fjárfestingafélagsins til Kauphallarinnar.
Pólitískar tilnefningar standast ekki alþjóðleg viðmið um stjórnarhætti
Tilnefningar í stjórnir fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins, að fjármálafyrirtækjum undanskildum, uppfylla ekki alþjóðleg viðmið um góða stjórnarhætti og Ísland sker sig úr hópi OECD-ríkja að þessu leyti. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stofnanafjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf um stjórnarhætti og stefnumótun.
Stoðir bæta við sig í Bláa lóninu fyrir nærri 700 milljónir
Fjárfestingafélagið Stoðir, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Bláa lónsins í lok ágústmánaðar í fyrra með kaupum á 6,2 prósenta hlut Helga Magnússonar, þáverandi stjórnarformanni félagsins, bætti nokkuð við eignarhlut sinn í ferðaþjónustufyrirtækinu síðar á árinu og fer núna með samtals 7,3 prósenta eignarhlut. Nokkrir minni hluthafar í Bláa lóninu seldu bréf sín í félaginu á síðustu mánuðum ársins 2021.
Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu
Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá.