Innherji

Stjórnardeilur valda „rekstrarrofi“ á skrifstofu kjarafélags viðskiptafræðinga
Allir starfsmenn á skrifstofu Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH), sem samanstendur af 1700 félagsmönnum, hafa sagt upp störfum og fram undan er rekstrarrof á skrifstofunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu kjarafélagsins sem Ásta Leonhardsdóttir, varaformaður KVH og stjórnarmaður í Bandalagi háskólamanna, er skrifuð fyrir.

Fjölgun í stjórn Nova og Hrund kemur ný inn
Fjarskiptafélagið Nova hefur fjölgað stjórnarmönnum sínum úr þremur upp í fimm samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi nýlega til fyrirtækjaskrár.

Fjármálaráðherra gefur grænt ljós á frekari sölu á Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um að stofnunin hefji undirbúning hið fyrsta að framhaldi á sölumeðferð á eftirstandandi 65 prósenta eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka innan næstu tveggja ára, háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar.

Aðgerðir og aðhald
Í gær birtist frétt með fyrirsögninni „Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum“ þar sem fram kom að seðlabankastjóri væri „ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn“.

Inngrip lækka söluverð Íslandsbanka, segir formaður efnahagsnefndar
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að tillaga Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að skylda viðskiptabankana til að verja hluta af hagnaði sínum í að niðurgreiða vexti sé til þess fallin að lækka verðmiðann á Íslandsbanka þegar ríkið selur eignarhlutinn sem eftir stendur.

Stjórn Icelandair vill kaupaukakerfi til að sækja og halda lykilstjórnendum
Stjórn Icelandair Group mun leggja til á komandi aðalfundi flugfélagsins að innleitt verði kaupaukakerfi sem felur í sér bæði beinar kaupaukagreiðslur og kauprétti á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram í fundarboði sem Icelandair sendi út eftir lokun markaða í dag.

Sigmar sakar Sjálfstæðisflokkinn um efnahagslegt metnaðarleysi
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði vaxtahækkanir og hækkandi afborganir almennings af húsnæðislánum sínum að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu í dag og sakaði Sjálfstæðisflokkinn um efnahagslegt metnaðarleysi.

Einar Þorsteinsson líklegastur til að leiða Framsókn í Reykjavík
Uppstillingarnefnd Framsóknarflokksins stendur í ströngu um þessar mundir að raða upp á lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Forstjóri Veritas fékk flest atkvæði í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, fékk flest atkvæði, samkvæmt heimildum Innherja, í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs Íslands.

Nýtt verðmatsgengi Icelandair tæplega 40 prósentum hærra en markaðsgengið
Verðmatsgengi Icelandair samkvæmt nýju verðmati Jakobsson Capital, sem Innherji hefur undir höndum, er 2,93 krónur á hlut og er því um 36 prósentum yfir markaðsgengi. Það hækkar um 18 prósent frá fyrra verðmati.

Fortuna Invest vikunnar: Ótrúleg verðmæti í stafrænum listaverkum
Fortuna Invest fara þessa vikuna yfir einstök stafræn skírteini - NFT (e. Non-Fungible Tokens) og ýmis dæmi í kringum þau.

Lýðræðisveislan
Sjálfstæðismenn í Reykjavík taka nú ákvörðun um hvernig velja skuli frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga í vor. Tillaga liggur fyrir um prófkjör af þeirri tegund sem algengust hefur verið þegar prófkjörsleiðin er á annað borð valin. Óhætt er að spá því að þessi tillaga verði samþykkt með miklum meirihluta í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á fundi á morgun, fimmtudag. Prófkjör eru ekki gallalaus en að mörgu leyti skásta leiðin til að velja á framboðslista. Það er til mikils að vinna að ala ekki á göllunum.

Landsbankinn færði sjötíu starfsmenn í Borgartún eftir myglufund
Uppgötvun á myglu í húsakynnum Landsbankans í Kvosinni, sem varð til þess að rúmlega 70 starfsmenn voru færðir yfir í Borgartún, mun hvorki hafa í för með sér verulegan kostnað fyrir bankann, né koma niður á söluverðinu þegar bankinn flytur höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði við Austurhöfn.

Seðlabankastjóri segir „algjör öfugmæli að tala um neyðarástand“
„Það þýðir ekki að tala um mikilvægi þess að ná niður verðbólgunni í einu orðinu en í því hinu að boða aðgerðir sem búa til brennsluefni fyrir hana með því að auka neysluna,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja.

Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun
Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna.

Tillaga Samfylkingarinnar féll í grýttan farveg í Seðlabankanum
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi Seðlabankans í dag að bankinn væri ekki hrifinn af þensluhvetjandi aðgerðum, á borð við þær sem þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til, á meðan bankinn reynir að hemja eftirspurn.

Skeljungur bætti við hlut sinn í móðurfélagi Heimkaupa
Skeljungur er kominn með þriðjungshlut í Wedo ehf., móðurfélagi Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, eftir að hafa tekið þátt í hlutafjáraukningu félagsins í janúar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Skeljungs.

Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar
Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni.

Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi
Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.

Netverslun með áfengi er líka jafnræðis- og réttlætismál
Í dag legg ég á Alþingi fram frumvarp til breytinga á lögum um netverslun með áfengi.

Vextir hækka um 75 punkta, spá yfir 5 prósenta verðbólgu fram eftir ári
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 75 punkta. Vextir hækka þannig úr 2 prósentum upp í 2,75 prósent.

Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins
Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021.

Mismunandi formennska búi til flækjustig innan Seðlabankans
Óhætt sé að fullyrða að vel hafi tekist til við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins en ljóst er að gera þarf breytingar á fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands, ýmist skerpa á verksviði nefndarinnar eða skipa seðlabankastjóra sem formann nefndarinnar. Þetta kom fram í máli Óla Björns Kárasonar þingmanns í umræðu á Alþingi um starf Seðlabanka Íslands eftir að hann var sameinaður Fjármálaeftirlitinu.

Guðmundur í Afstöðu öflugastur að smala
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og frambjóðandi í þriðja sæti Samfylkingarinnar í borginni, er sagður eiga hlutfallslega flestar nýskráningar í flokkinn og skráða stuðningsmenn fyrir prófkjör flokksins sem fram fer um næstu helgi.

Síminn furðar sig á tilhæfulausri pillu frá ráðherra
Orri Hauksson, forstjóri Símans, vísar ummælum Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, á bug en ráðherra beindi því til Símans að skila fjölmiðlastyrkjum í ríkissjóð ef fyrirtækið teldi sig „of fínt“ fyrir styrkina. Síminn hefur ekki fengið neina styrki af þessu tagi. Hann fagnar þó breyttum áherslum ráðherra sem hyggst taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði.

Kippur í útflutningi skilar hagstæðum vöruskiptum í fyrsta sinn í sjö ár
Verðmæti vöruútflutnings í janúar voru rúmum milljarði meiri en verðmæti vöruinnflutnings samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, bendir á að þetta sé í fyrsta sinn frá því í mars 2015, ef litið er fram hjá flugvélasölu WOW air í byrjun árs 2019, sem vöruskipti við útlönd eru hagstæð.

Samkaup vara birgja við því að stökkva á vagn verðhækkana
Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að matvörukeðjur fyrirtækisins hafi á síðustu vikum fengið vel á annað hundrað boð um verðhækkanir sem nema að jafnaði um fimm prósentum. Þessar hækkanir eru ekki enn komnar fram í smásöluverði og fyrirtækið hefur hvatt birgja til að stökkva ekki á „verðhækkanavagninn“ nema af góðri ástæðu.

Icelandair í hættu á að missa lykilstarfsmenn sem fái ekki nægjanlega góð laun
Það er mat tilnefningarnefndar Icelandair Group, byggt á viðtölum sem nefndin hefur að undanförnu átt við meðal annars stjórnarmenn flugfélagsins, að þörf sé á öflugri áætlun til að minnka starfsmannaveltu í stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu ásamt því að endurskoða útfærslu starfskjara.

Einkageirinn standi í erfiðri samkeppni við hið opinbera um fólk
Ráðgjafi stjórnar Samtaka atvinnulífsins segir einkageirann hafa skroppið saman á meðan hið opinbera þenjist út. Í liðinni viku birti Hagstofan bráðabirgðatölur um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna árið 2021. Á tímabili kórónukreppunnar er heildarniðurstaðan sú að starfandi fólki fækkaði um 4 prósent og heildarlaunagreiðslur, eða launasumman, dróst saman um 4 prósent milli áranna 2019 og 2021.

Byggir nýja ráðuneytið á hugmyndafræði Amazon og Google
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vill að nýstofnað ráðuneytið beri þess skýr merki að vera búið til árið 2022.