Jól

Annir hjá jólasveinum

Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan gefa þeir ísbjörnum að éta, í Bandaríkjunum þurfa þeir að verða sér úti um flugleyfi en í Mexíkó halda þeir sig til hlés vegna glímukappa.

Jól

Hátíð fer að höndum ein færir mann nálægt kjarna jólanna

"Hátíð fer að höndum ein er uppáhaldsjólasálmurinn minn. Það er svo rosalega sterk stemning í því lagi," segir Sigfríður Björnsdóttir kennari og þarf ekki að hugsa sig um þegar hún er spurð. Hún segir þó enga einstaka minningu tengda þessum sálmi heldur hafi hann fylgt henni lengi.

Jól

Föndruðu kort fyrir borgarstjóra

Um 100 krakkar úr fyrstu bekkjum Melaskóla sem sækja frístundaheimilið tóku sig til og föndruðu stærðarinnar jólakort handa Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra.

Jól

Ætla að kanna listir og liti á Kúbu

Bakarabrekkunni við hliðina á veitingahúsinu Lækjarbrekku hafa annars árs nemar í hönnunardeild Listaháskólans opnað jólabúð. Varningurinn er allur eftir þá sjálfa og þar kennir ýmissa grasa enda stunda nemendurnir nám í fatahönnun, þrívíðri hönnun, arkítektúr og grafík. Þarna eru myndir og glös, fatnaður og plaköt svo eitthvað sé nefnt. 

Jól

Hamborgarhryggur í hverjum poka

Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti.

Jól