Matur

Sjötíu þúsund bækur seldar

"Fólk er alltaf að leita að einhverjum hugmyndum að frekar einföldum og fljótlegum mat. Ég hef, held ég, orð á mér fyrir að vera með dálítið af svoleiðis uppskriftum," segir Nanna Rögnvaldsdóttir, sem gefur nú út sína elleftu bók, Smáréttir. Alls hafa bækur hennar selst í um sjötíu þúsund eintökum.

Matur

Laufléttir kjúklingaréttir

Tanya L. Williamsdóttir og Áslaug Ósk Hinriksdóttir eru meðal fjölmargra kvenna sem sendu okkur laufléttar kjúklingauppskriftir á Facebook síðu Lífsins.

Matur

Lambakjöts búrborgari

Sauðkindin er til margra hluta nytsamleg og fullt búr gómsætra munnbita eins og upplifa má í þessum lambakjötsborgara þar sem punkturinn yfir i-ið er sauðaostur.

Matur

Hollt og gott léttbúst

Arnaldur Birgir Konráðsson hefur starfað sem einkaþjálfari frá árinu 1997. Hann stofnaði Boot Camp fyrir sex árum og passar eins og gefur að skilja vel upp á mataræðið.

Matur

Villt brauðterta

Matvælafræðingurinn Þóra Dögg Jörundsdóttir, sem starfar við hugbúnaðarprófanir hjá Betware, tók þátt í kökukeppni í vinnunni á dögunum og gerði sér lítið fyrir og hreppti annað sætið.

Matur

Kaffi með engifer

Café Haití hefur getið sér gott orð meðal kaffiaðdáenda en staðurinn er nú fluttur á nýjan stað, í Geirsgötu. Café Haití er notalegt kaffihús og nýtur það sín vel á hinu skemmtilega hafnarsvæði við Geirsgötu sem er í stöðugri uppbyggingu.

Matur

Ískaffi Frú Berglaugar

Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann. Kaffihúsið Frú Berglaug er í hringiðunni á horni Bergstaðastrætis og Laugavegs. Við fengum uppskrift að girnilegu ískaffi hjá Agöthu Ýr Gunnarsdóttur, sem starfar á Frú Berglaugu.

Matur

Sumarleg grillstemning með Rikku

Í þættinum Matarást með Rikku heimsótti Rikka Mörtu Maríu Jónasdóttur fjölmiðlakonu sem hafði útbúið skemmtilegt útieldhús og útbjó heldur betur girnilegt kjúklingasalat með grilluðu grænmeti, mexíkókst salsasalati, appelsínusalatssósu, heimagerða myntupestó og svalandi myntudrykk.

Matur

Meðlæti með kalkún

Innmaturinn er steiktur fyrst og brúnaður vel, þá er restinn sett saman við og steikt áfram. Þá er 1 ½ L af vatni sett saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ klst. Fleytið allri fitu af ef einhver er á meðan suðan fer fram.

Matur

Humar með portobello-sveppum

Steikið humarinn upp úr smjöri með hvítlauk við háan hita. Skerið sveppina smátt niður og steikið upp úr smjöri og kryddið með salti og pipar. Bætið koníaki, soði og balsamediki út í og látið aðeins sjóða og blandið þá rjómanum saman við. Látið suðuna koma upp og smakkið til með salti og pipar.

Matur

Súkkulaðisúpa

Mjólkin er hituð að suðu með anis, lime berkinum og sultuhleypi. Hellið svo helmingnum af mjólkinni yfir súkkulaðið og leysið súkkulaðið varlega upp, hellið svo restinni yfir og blandið vel saman, látið súpuna standa helst yfir nótt. Gott er að píska súpuna aðeins áður en hún er borinn fram með pískara.

Matur

Nauta carpaccio

Kjötið er skorið mjög þunnt niður og raðað á diska. Þá er kjötið kryddað með salt og pipar. Rifið börkinn þunnt niður og dass af sítrónusafa er hellt yfir. Þá er olíu og trufluolía hellt yfir kjötið. Fallegt salat er sett í miðjuna á diskinum. brjótið svo parmesaninn yfir kjötið. Ristið furuhneturnar og setjið yfir allann diskinn.

Matur

Súkkulaðimús

Súkkulaði og smjör er brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðurnar eru þeyttar með 25 gr af sykri og hvíturnar eru svo þeyttar með 75gr af sykri. Eggjablöndunni er blandað varlega saman við ásamt súkkulaðinu og að lokum er létt þeyttum rjómanum blandað saman við.

Matur

Kartöflumús og meðlæti

Kartöflurnar eru bakaðar í ofni ofaná grófu salti í c.a 45 mín við 200° . kartöflurnar eru setta í gegnum sigti, rjóminn er soðin í c.a 3 mín og blandað saman við kartöflurnar og hrært vel saman, þá er smjörinu blandað saman við ásamt kryddi. Í þetta sinn erum við með trufluolíu, steinselju, salt og pipar. Hrærið vel í músinni þar til hún glansar fallega og smakkið vel til.

Matur

Gæsabringur með bláberjasósu

Brúnið kjötið vel við háan hita og bætið berjunum við í lokin. Látið kjötið svo kólna við stofuhita áður en það er sett inn í ofn í eldföstu móti og eldað við 180°C í 10–13 mínútur (fer svolítið eftir stærð). Gott er að láta fuglinn standa aðeins áður en hann er skorinn.

Matur

Reykt önd með hindberja vinagrettu

Hneturnar eru létt ristaðar á þurri pönnu, þá er 2-3 tsk af sykri blandað saman við og hnetunum vellt uppúr bræddum sykrinum, kælið svo hneturnar. Púrrulaukurinn er skorinn í langar og þunnar ræmur og steiktur uppúr mikið af olíu þar til vel steiktur, þerrið svo laukinn.

Matur

Heimalagað rauðkál og rauðvínssósa

Eplin og rauðkálið er skorið niður, þetta er sett í pott ásamt smjöri og blandað vel saman. Þá er restinni blandað saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ - 2 tíma. Hræra þarf reglulega í pottinum.

Matur

Hamborgarhryggur og eplasalat

Hryggurinn er settur inní ofn við 160° í 90 mínútur, gott er að setja smá vatn í botninn svo hann þorni ekki. Hryggurinn er tekinn út og losaður af beininu.

Matur