Neytendur

Fær hótel­nætur endur­greiddar eftir höfnun í móttökunni

Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19.

Neytendur

Mikil­vægt að huga að ís­lensku í aug­lýsingum

Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum.

Neytendur

Spá því að verð­bólga haldi á­­fram að minnka

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs í októbermánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan minnka úr 9,3 prósentum í 9,0 prósent. Það yrði þá þriðji mánuðurinn í röð sem verðbólga minnkar og telur deildin að verðbólga hafi náð hámarki.

Neytendur

Shopi­fy kemur í veg fyrir brot á réttindum neyt­enda

Shopify hefur samþykkt að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda. Með samþykktinni er verið að reyna að koma í veg fyrir svokölluð „drop shipping-svindl“ sem varð gífurlega algengt í Covid-19 heimsfaraldrinum.

Neytendur

Framsókn vill leyfa sölu áfengis á sunnudögum

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði einnig opin á sunnudögum. sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudaginn í ágúst. Telja þau að „veita þurfi áfengisútsölustöðum rýmri heimildir til að bregðast við tilkomu nýrra verslunarhátta“ og gera auðveldara að opna dyr ÁTVR fyrir neytendum þegar þeim hentar best.

Neytendur

Strætó hækkar verðið

Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur.

Neytendur

Fá stjórn­valds­sekt vegna aug­lýsinga á CBD-snyrtivörum

Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga félagsins um virkni og notkunarmöguleika snyrtivara sem auglýstar voru á síðunni atomos.is. Er félagið talið hafa viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti og er brot félagsins talið hafa verið alvarlegt.

Neytendur

Hækka gjald á á­fengi og tóbak

Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna.

Neytendur

Jólin láta á sér kræla í Costco

Í dag, 1. september eru 114 dagar til jóla og þó einhverjir séu eflaust enn að jafna sig eftir nýliðið sumarfrí er jólaundirbúningur hafinn á hinum ýmsu vígstöðvum, til dæmis í versluninni Costco.

Neytendur

Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar

Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð.

Neytendur

Sam­­kaup lækkar verð á fjögur hundruð vörum um tíu prósent

Verslunarkeðjan Samkaup hefur ákveðið að lækka verð á yfir fjögur hundruð vörunúmerum undir vörumerkjum Änglamark og lágvörumerkinu X-tra í öllum verslunum sínum. Um er að ræða tíu prósenta verðlækkun á vörunúmerunum sem þegar hefur tekið gildi og kemur til með að haldast óbreytt fram til áramóta hið minnsta.

Neytendur

Flúðadraumur Almars úti

Hrunamenn gráta lokun bakarísins á staðnum. Eftir rúmlega árs rekstur á Flúðum hafa bakarahjónin Almar Þór Þorgeirsson og Ólöf Ingibergsdóttir ákveðið að hætta rekstri.

Neytendur

Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Neytendur