Viðskipti erlent

Milljónir lögðu niður vinnu á Ítalíu

Milljónir ítalskra launþega hafa lagt niður vinnu í dag til þess að mótmæla niðurskurðaráformum ítalskra stjórnvalda. Flugferðum hefur verið aflýst, lestir og strætisvagnar hafa ekki hreyfst úr stað og opinberar stofnanir hafa verið lokaðir í allan dag.

Viðskipti erlent

Vill að ríkisstjórnir beiti sér til að örva hagvöxt

Bandaríkin og ríki í Evrópu þurfa að beita öllum ráðum sem þau hafa til að örva hagvöxt, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters fréttastofan segir að þörf sé á innspýtingu frá ríkissjóðum þessara ríkja til þess að fjárfestar fái aftur trú á alheimshagkerfinu.

Viðskipti erlent

RBS ætlar að verjast með kjafti og klóm

The Royal Bank of Scotland ætlar að verjast ásökunum bandarískra stjórnvalda um blekkingar með öllum tiltækum ráðum. Bankinn er, ásamt 16 öðrum bönkum, sakaður um að hafa ofmetið gæði fasteignalánasafna sinna. Auk RBS er um að ræða banka á borð við Barclays og HSBC. Bandarísk húsnæðismálayfirvöld segja að vegna blekkinga bankanna við mat á lánasöfnum sínum hafi bandarískir skattgreiðendur þurft að reiða fram milljarða króna til að bjarga bönkunum frá falli þegar fjármálakreppan skall á.

Viðskipti erlent

Hvers virði er Iceland?

Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi verður sett formlega á sölu í mánuðinum. Það eru UBS og Bank of America Merril Lynch sem sjá um söluna. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir málið að umfjöllunarefni í dag. Þar segir að Malcolm Walker, stofnandi verslunarkeðjunnar, hafi klárlega áhuga á að kaupa hlutinn. Stærri spurning sé hvort einhverjir aðrir muni geta boðið í hlut skilanefndar Landsbankans í verslunarkeðjunni.

Viðskipti erlent

Murdoch afþakkaði 700 milljónir vegna símhleranahneykslis

James Murdoch, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins News International, afþakkaði 6 milljóna dala launabónus frá fyrirtækinu vegna símhleranahneyksliss sem skók fyrirtækið í vor. Upphæðin sem James afþakkaði nemur um 690 milljónum króna. Rupert, pabbi James, fékk 12.5 milljóna dala bónus, eða röskar 1400 milljónir króna, þegar ársuppgjör News Corp var birt á dögunum.

Viðskipti erlent

Bandarísk stjórnvöld stefna 17 stórbönkum

Bandarísk stjórnvöld munu stefna 17 stórbönkum vegna taps á fjárfestingum tengdum fasteignum sem stjórnvöld telja að hafi kostað skattgreiðendur tugi milljarða bandaríkjadala. Bandaríski íbúðalánasjóðurinn segir að bankarnir sem um ræði séu meðal annars Godman Sachs, Barclays, Bank og America, Deutsche Bank og HSBC. Íbúðalánasjóðurinn segir að þau hafi metið gæði lánanna kolvitlaust þegar þau voru veitt í húsnæðisbólunni fyrir hrun.

Viðskipti erlent

United skilaði methagnaði

Manchester United skilaði methagnaði á síðasta rekstrarári sem lauk 30. júní. Félagið hagnaðist um 110,9 milljónir punda eða 20 og hálfan milljarð króna. Velta Manchester United nam rúmum 62 milljörðum króna, rúmum 8 milljörðum meira en árið á undan.

Viðskipti erlent

Von á nýjum Land Rover Defender

Land Rover verksmiðjurnar munu setja á markað gjörbreytta útgáfu af Defender árið 2015, eftir því sem BBC fréttastofan fullyrðir. Bílaframleiðandinn hefur einnig birt fyrstu myndirnar af bílnum sem verður af undirtegundinni DC100. Frumgerð af bílnum verður sýnd á bílasýningunni í Frankfurt í næsta mánuði. Defender kom fyrst á markað árið 1948 og hefur selst í meira en tveimur milljónum eintaka um allan heim. BBC segir að hönnun bílsins hafi lítið breyst á þessum sex áratugum.

Viðskipti erlent

Obama skipaði nýjan ráðgjafa í atvinnumálum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað Alan Krueger, hagfræðing við Princeton háskólann sem nýjan efnahagsráðgjafa sinn. Það verður verk Kruegers að stefnu stjórnvalda í atvinnumálum en hana mun Obama kynna í ræðu sem verður haldin eftir verkamannadaginn í Bandaríkjunum, sem er þann 5. september næstkomandi. Eitt mesta meinið í bandarísku efnahagslífi er mikið atvinnuleysi. Það stendur nú í um 9,1%. Krueger var hagfræðingur í fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna á árunum 2009-2010.

Viðskipti erlent

Bjartsýni eykst á mörkuðum

Hlutabréf hafa víðast hvar í heiminum hækkað í verði í dag. Nasdaq vísitalan á Wall Street hækkaði um tvö prósent við opnun bandaríska markaðarins í dag og áður höfðu markaðir í Evrópu tekið vel við sér. Þá lokuðu markaðir í Asíu víðast hvar í plús í nótt. Ástæða aukinnar bjartsýni á mörkuðum er meðal annars rakin til frétta þess efnis að tveir af stærstu bönkum Grikklands hyggi á sameiningu.

Viðskipti erlent

Tíu milljarða hlutur seldur

Til stendur að selja hluti í Bank of America fyrir í það minnsta tíu milljarða á næstu dögum. Kínverski iðnaðarbankinn mun sjá um söluna en líklegir kaupendur eru lífeyrissjóðir í Asíu og Mið-Austurlöndum og eignarhaldsfélög. Talið er líklegt að salan geti gengið í gegn í næstu viku. Í gær var tilkynnt að milljarðamæringurinn Warren Buffet hefði keypt fimm milljarða dala hlut í bankanum.

Viðskipti erlent

Fær 44 milljarða frá Apple

Tim Cook, nýr forstjóri Apple, fær eina milljón hluti í fyrirtækinu, samkvæmt samningi sem hann hefur gert. Þessi bónus er 383 milljóna dala virði miðað við gengi hlutabréfanna í dag. Upphæðin jafngildir um 44 milljörðum króna. Tilkynnt hefur verið um þetta til bandarískra stjórnvalda, eins og lög gera ráð fyrir. Cook fær helminginn af hlutnum árið 2016 og hinn helminginn árið 2021.

Viðskipti erlent

Boeing 787 Dreamliner tilbúin

Japanska flugfélagið ANA fær afhent fyrsta eintakið af Boeing 787 Dreamliner þann 25. September næstkomandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í gær. Þrjú ár eru síðan flugfélagið pantaði vélina auk 54 annarra eintaka af sömu gerð.

Viðskipti erlent

Ungur hakkari fær starf hjá Apple

Unglingurinn sem skrifaði forritið JailBreakMe, sem gerir fólki kleift að „jailbreaka" ipoda og nota þannig dýr forrit án þess að borga fyrir þau, segist vera kominn með starf hjá tölvurisanum Apple.

Viðskipti erlent

Lítið um bombur hjá Bernanke

Þeir sem búist höfðu við því að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, myndi tilkynna um róttækar aðgerðir í efnahagsmálum í ræðu sinni í dag urðu fyrir vonbrigðum. Í ræðunni sagði hann að seðlabankinn myndi beita sínum tækjum á viðeigandi máta eins og hann orðaði það til þess að örva hagkerfið. Hann fór hinsvegar ekkert út í smáatriði hvað það varðar en margir höfðu búist við því að tilkynnt yrði um stórfelld kaup á skuldabréfum eða þessháttar aðgerðir.

Viðskipti erlent

Co-operative Group hefur áhuga á Iceland

Breska kaupfélagið Co-operative Group íhugar að kaupa hlut í Iceland verslunarkeðjunni. Co-operative Group er risastórt félag á Bretlandi. Það starfar meðal annars á matvælamarkaði, í ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu.

Viðskipti erlent

JP Morgan braut viðskiptabann

Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur gert samkomulag við fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum um að greiða 88 milljóna dala sekt vegna meintra brota á viðskiptabanni á Kúbu, Súdan, Líberíu og Íran. Fjármálaráðuneytið segir að brotin hafi átt sér stað frá árinu 2005 til ársins 2011. Fram kemur á fréttavef BBC að brotin fólust meðal annars í rúmlega 1800 millifærslum þar sem um 180 milljónir dala voru fluttar til Kúbu, þvert á þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum. JP Morgan segir að fyrirtækið hafi ekki ætlað sér að brjóta bandarískar reglugerðir.

Viðskipti erlent

Beðið eftir ræðu seðlabankastjóra

Beðið er eftir ræðu Ben Bernake, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, með mikilli eftirvæntingu en hann mun flytja ræðuna síðdegis í dag. Vonast er til þess að hann boði til aðgerða sem komi til með að bæta efnahag landsins.

Viðskipti erlent

Buffet kaupir í Bank of America fyrir fimm milljarða

Milljarðarmæringurinn Warren Buffet hyggst kaupa hlut í Bank of America fyrir fimm milljarða dala í gegnum eignarhaldsfélag sinn, sem heitir Bershire Hathaway. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 50 þúsund hluti í bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Buffet er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hann vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar að hann hvatti stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hækka skatta á auðmenn.

Viðskipti erlent