Viðskipti innlent

Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair

Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Viðskipti innlent

Icelandair kaupir WOW air

Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.

Viðskipti innlent

Síminn braut gegn lögum

Síminn hf. braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að tilkynna Fjármálaeftirlitinu (FME) ekki samdægurs um viðskipti fruminnherja með bréf í félaginu.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn slakar á innflæðishöftum

Seðlabanki Íslands ákvað í dag að slaka á innflæðishöftunum svokölluðu með breytingu á reglum um bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Breytingarnar fela í sér lækkun á bindingarhlutfalli reglnanna úr 40% í 20%.

Viðskipti innlent

Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel

Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels.

Viðskipti innlent