Víða engin lágmarkskjörsókn 8. júní 2004 00:01 Ekki eru nein fordæmi fyrir því í nágrannaríkjum Íslands að krefjast 75 prósenta lágmarkskjörsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Víða er engrar lágmarkskjörsóknar krafist. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin eigi að miða við að þrír fjórðu hutar kjósenda greiði atkvæði, til kosningin teljist gild. Slíkar kröfur yrðu strangari en á hinum Norðurlöndunum. Í öllum norrænu ríkjunum nema á Íslandi, eru til lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, og eru þau inni í stjórnarskrá. Í Finnlandi og Noregi eru engin skilyrði um lágmarksþátttöku í kosninginnu. Kosningin er hinsvegar ekki bindandi - þó þingin hafi aldrei gengið á svig við niðurstöðuna. Í Svíþjóð eru heldur engin ákvæði um lágmarkskjörsókn, en lög verða þó aðeins felld í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þeir sem segja nei, eru að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu í síðustu alþingiskosningum. Í danska sendiráðinu fengust þær upplýsingar að í þjóðaratkvæðagreiðslum gildi einfaldur meirihluti. Lögin sem atkvæði eru greidd um, verða hinsvegar ekki felld úr gildi - nema 30% þeirra sem eru á kjörskrá segi nei við þeim. Það þarf því í raun ákveðna lágmarksþáttöku til að hægt sé að fella lög úr gildi - að minnsta kosti 30% ef allir kjósendur greiddu atkvæði á á móti. Í Danmörku getur einn þriðji þingmanna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög. Það hefur einu sinni gerst, og var það árið 1963, en málið snérist um kaup og sölu á jörðum. Lögunum var hafnað. Þá greiddu Danir árið 2000 atkvæði um Evruna. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Evrópusambandsins, segir engin dæmi þess að sett hafi verið ákvæði um ákveðna lágmarksþátttökuprósentu í þjóðaratkvæðagreiðslum í Evrópu. Þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram til forseta gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 var kjörsókn 72,5%. Það er minnsta kjörsókn í almennum kosningum síðan árið 1933. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ekki eru nein fordæmi fyrir því í nágrannaríkjum Íslands að krefjast 75 prósenta lágmarkskjörsóknar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Víða er engrar lágmarkskjörsóknar krafist. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin eigi að miða við að þrír fjórðu hutar kjósenda greiði atkvæði, til kosningin teljist gild. Slíkar kröfur yrðu strangari en á hinum Norðurlöndunum. Í öllum norrænu ríkjunum nema á Íslandi, eru til lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, og eru þau inni í stjórnarskrá. Í Finnlandi og Noregi eru engin skilyrði um lágmarksþátttöku í kosninginnu. Kosningin er hinsvegar ekki bindandi - þó þingin hafi aldrei gengið á svig við niðurstöðuna. Í Svíþjóð eru heldur engin ákvæði um lágmarkskjörsókn, en lög verða þó aðeins felld í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þeir sem segja nei, eru að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu í síðustu alþingiskosningum. Í danska sendiráðinu fengust þær upplýsingar að í þjóðaratkvæðagreiðslum gildi einfaldur meirihluti. Lögin sem atkvæði eru greidd um, verða hinsvegar ekki felld úr gildi - nema 30% þeirra sem eru á kjörskrá segi nei við þeim. Það þarf því í raun ákveðna lágmarksþáttöku til að hægt sé að fella lög úr gildi - að minnsta kosti 30% ef allir kjósendur greiddu atkvæði á á móti. Í Danmörku getur einn þriðji þingmanna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög. Það hefur einu sinni gerst, og var það árið 1963, en málið snérist um kaup og sölu á jörðum. Lögunum var hafnað. Þá greiddu Danir árið 2000 atkvæði um Evruna. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Evrópusambandsins, segir engin dæmi þess að sett hafi verið ákvæði um ákveðna lágmarksþátttökuprósentu í þjóðaratkvæðagreiðslum í Evrópu. Þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram til forseta gegn Vigdísi Finnbogadóttur árið 1988 var kjörsókn 72,5%. Það er minnsta kjörsókn í almennum kosningum síðan árið 1933.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira