Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. desember 2024 11:01 Hálsmenið er eftir Ásdísi Sveinsdóttur og segir Tolli það hafa mikið tilfinningalegt gildi. Vísir/Samsett Hálsmen sem stolið var af Tolla Morthens í Kaupmannahöfn fyrir nær tveimur áratugum dúkkaði skyndilega upp á antíksölu í Kópavogi. Þegar Tolli varð þess áskynja var menið þó þegar selt og nú leitar hann logandi ljósi að nýjum eiganda þess. Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá þessu. Menið sem um ræðir var gert af Ásdís Sveinsdóttir og var því stolið, að sögn Tolla, þegar hann var með vinnustofu við Grábræðratorg árið 2006. Hann segist hafa haft nokkra vissu um hver bæri ábyrgð á stuldinum en að hann hafi ekkert getað aðhafst. Enginn geti borið þýfi um hálsinn Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert. „Því leita ég til ykkar þarna úti ef einhvert ykkar hefur þetta men í sínum fórum án þess að vita að þetta sé þýfi þá biðla ég til viðkomandi að koma þessu til mín og að sjálfsögðu skal ég borga það sem viðkomandi gaf fyrir gripinn því menið hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ skrifar Tolli. Hann heitir fullum trúnaði og segist ekki eiga von á því að nokkur geti borið menið eftir að hafa fengið það að vita að þýfi héngi um hálsinn. „Þetta men hefur fyrst og fremst tilfinningagildi. Mér þykir vænt um það og svo stendur þetta fyrir sjálfu sér sem listagripur,“ segir Tolli í samtali við fréttastofu. Engar fréttir borist enn Honum hafa ekki borist neinar fréttir enn af því hvar menið sé niðurkomið en vonast til þess að það komi í leitirnar sem fyrst. Hann lofar því að greiða núverandi eigenda mensins því sem greitt var fyrir menið. „Ég góðfúslega bið viðkomandi sem hefur menið að vera í jólastuði með guði og melda menið til mín,“ segir Tolli. „Og svo við eigum bara gleðileg jól,“ segir hann. Myndlist Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
Tolli birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði frá þessu. Menið sem um ræðir var gert af Ásdís Sveinsdóttir og var því stolið, að sögn Tolla, þegar hann var með vinnustofu við Grábræðratorg árið 2006. Hann segist hafa haft nokkra vissu um hver bæri ábyrgð á stuldinum en að hann hafi ekkert getað aðhafst. Enginn geti borið þýfi um hálsinn Eftir öll þessi ár segir Tolli að menið hafi birst skyndilega á sölusíðu Antíksölunnar í Kópavogi. Hann hafði samband við eigendur sölunnar en þau voru grunlaus að um illfenginn grip væri að ræða. Menið hefði verið selt fyrir ekki svo löngu en þau vissu ekki hvert. „Því leita ég til ykkar þarna úti ef einhvert ykkar hefur þetta men í sínum fórum án þess að vita að þetta sé þýfi þá biðla ég til viðkomandi að koma þessu til mín og að sjálfsögðu skal ég borga það sem viðkomandi gaf fyrir gripinn því menið hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir mig,“ skrifar Tolli. Hann heitir fullum trúnaði og segist ekki eiga von á því að nokkur geti borið menið eftir að hafa fengið það að vita að þýfi héngi um hálsinn. „Þetta men hefur fyrst og fremst tilfinningagildi. Mér þykir vænt um það og svo stendur þetta fyrir sjálfu sér sem listagripur,“ segir Tolli í samtali við fréttastofu. Engar fréttir borist enn Honum hafa ekki borist neinar fréttir enn af því hvar menið sé niðurkomið en vonast til þess að það komi í leitirnar sem fyrst. Hann lofar því að greiða núverandi eigenda mensins því sem greitt var fyrir menið. „Ég góðfúslega bið viðkomandi sem hefur menið að vera í jólastuði með guði og melda menið til mín,“ segir Tolli. „Og svo við eigum bara gleðileg jól,“ segir hann.
Myndlist Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira