Falinn boðskapur í tónlist? 14. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson veltir því fyrir sér hvort tónlist hafi áhrif á hegðun hans. Ég er ekki alveg í jafnvægi þessa dagana. Ég varð fyrir því óhappi á dögunum að setja gamlar plötur N.W.A. á fóninn. "Fuck the Police" ómaði í eyrunum á mér og allt í einu fann ég fyrir sterkum hvötum til þess að kaupa nælonsokkabuxur, saga hlaupið af haglabyssunni minni og ræna næsta KB banka. Auðvitað reyndi ég öll ráð til þess að bæla þessar hvatir niður í mér. Prófaði til dæmis að setja Rammstein og Marilyn Manson á fóninn, en áttaði mig ekki fyrr en ég var kominn hálfa leið upp í Smáralind með haglarann! Fannst þá kominn tími til þess að róa mig aðeins niður. Setti Sigur-Rós og The Cure á fóninn. Vann þann stóra í Lottó rétt áður en ég lagði á þetta ráð og var því alveg í skýjunum. Þegar tónarnir svifu á mig fylltist hjarta mitt þó þvílíkri sorg. Í dag þakka ég almættinu fyrir það að hafa ekki enn verið búinn að kaupa skot í byssuna. Auðvitað var eina ráðið við þessu að stilla bara á FM957 og komast í djammgírinn! Þar var svo mikið sungið um bólfarir og flottheit að leiðin lá beinustu leið í ljósabekkinn, svo í ræktina að pumpa. Ég rétt náði svo að stoppa mig áður en ég fór með eina 16 ára heim af Felix. Þessu fylgdi auðvitað þvílíkt svartnætti og því var lítið annað að gera en að sökkva sér djúpt í dauðarokkið. Féll fyrir black-metalsveit frá Noregi og áttaði mig ekki á áhrifum þess fyrr en löggan stoppaði mig með bensínbrúsa fyrir framan Hallgrímskirkju sem ég var staðráðinn í að brenna til grunna. Lítið annað að gera núna en að reyna finna sálarró í plötum Richard Clayderman eða slökunartónlist Frikka Karls. Ef það virkar ekki, hef ég ákveðið að hætta að hlusta á tónlist og snúa mér alfarið að tölvuleikjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Birgir Örn Steinarsson veltir því fyrir sér hvort tónlist hafi áhrif á hegðun hans. Ég er ekki alveg í jafnvægi þessa dagana. Ég varð fyrir því óhappi á dögunum að setja gamlar plötur N.W.A. á fóninn. "Fuck the Police" ómaði í eyrunum á mér og allt í einu fann ég fyrir sterkum hvötum til þess að kaupa nælonsokkabuxur, saga hlaupið af haglabyssunni minni og ræna næsta KB banka. Auðvitað reyndi ég öll ráð til þess að bæla þessar hvatir niður í mér. Prófaði til dæmis að setja Rammstein og Marilyn Manson á fóninn, en áttaði mig ekki fyrr en ég var kominn hálfa leið upp í Smáralind með haglarann! Fannst þá kominn tími til þess að róa mig aðeins niður. Setti Sigur-Rós og The Cure á fóninn. Vann þann stóra í Lottó rétt áður en ég lagði á þetta ráð og var því alveg í skýjunum. Þegar tónarnir svifu á mig fylltist hjarta mitt þó þvílíkri sorg. Í dag þakka ég almættinu fyrir það að hafa ekki enn verið búinn að kaupa skot í byssuna. Auðvitað var eina ráðið við þessu að stilla bara á FM957 og komast í djammgírinn! Þar var svo mikið sungið um bólfarir og flottheit að leiðin lá beinustu leið í ljósabekkinn, svo í ræktina að pumpa. Ég rétt náði svo að stoppa mig áður en ég fór með eina 16 ára heim af Felix. Þessu fylgdi auðvitað þvílíkt svartnætti og því var lítið annað að gera en að sökkva sér djúpt í dauðarokkið. Féll fyrir black-metalsveit frá Noregi og áttaði mig ekki á áhrifum þess fyrr en löggan stoppaði mig með bensínbrúsa fyrir framan Hallgrímskirkju sem ég var staðráðinn í að brenna til grunna. Lítið annað að gera núna en að reyna finna sálarró í plötum Richard Clayderman eða slökunartónlist Frikka Karls. Ef það virkar ekki, hef ég ákveðið að hætta að hlusta á tónlist og snúa mér alfarið að tölvuleikjum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun