Lóa og saxófónninn 14. júní 2004 00:01 Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Freyr Bjarnason fjallar um Michael Pollock og plötu hans World Citizen Michael Pollock, fyrrum Utangarðsmaður, virðist vera í miklu stuði um þessar mundir því World Citizen er önnur af tveimur plötum sem hann gaf út á dögunum. Hér er hann einn á ferð og að mestu á rólegu trúbadornótunum, kyrkjandi söngva með sinni sérstöku röddu. Af og til breytir hann þó út af vananum og fer út í hrátt rokk, eins og í lögunum Squeeze, Desert/Dream Vision og titillaginu World Citizen. Áhrifa frá gömlum hetjum á borð við Bob Dylan og Neil Young gætir víða á plötunni og sérstaklega virðist Young vera Pollock hugleikinn. Pollock hittir mun betur í mark með kassagítarinn í hendi. Þar eru bestu lög Great Spirit, Lost & Found og Dreaming. Ekki má heldur gleyma enskri útgáfu hans á gamla Megasarlaginu Lóa Lóa þar sem saxófónninn fær að njóta sín á skemmtilegan hátt. Rolling Stones-lagið No Expectations kemur einnig vel út í flutningi Pollocks. Plötunni lýkur síðan með kórsöng á trúarlegu nótunum, sem er fínn endahnykkur á ágætis plötu. Textar Pollocks fjalla að mestu um ástina og trúna auk þess sem deilt er á stríðsrekstur. Gæti plötutitillinn alveg eins vísað í þau átök sem nú eiga sér stað í Írak. Pollock er heimsborgari og þegar komið er illa fram við aðra í heiminum þjáist hann með þeim.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira