Litla heimsborgin mín 15. júní 2004 00:01 Þórarinn Þórarinsson þurfti að fara á sólarströnd til að læra að elska Reykjavíkurborg Ég hef aldrei verið neitt átakanlega stoltur yfir því að vera Íslendingur og yfirleitt leiðst þjóðernisbelgingurinn í okkur sem gengur aðallega út á það að við séum, klárust, sterkust, sætust og best í öllu miðað við höfðatölu.Höfuðborgin okkar hefur alltaf verið mér þyrnir í augum enda varla smábær á heimsmælikvarða og ég hef alltaf staðið fastur á þeirri skoðun að Reykjavík sé ljót borg og illa skipulögð. Mér skilst svo á kunningjum mínum sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öll mál að borgin sé orðin enn ljótari en hún var eftir að R-listinn tók þar öll völd.Þessi neikvæðu viðhorf mín sem sjálfsagt hafa grundvallast á alíslenskri minnimáttarkennd gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu eftir að ég engdist í tilgangsleysi á Mallorca í hálfan mánuð. Þar þvælast lummulegir Bretar, Þjóðverjar og vitaskuld Íslendingar um ljótar borgir sem bjóða ekki upp á neitt annað en verslanir sem selja ódýrt áfengi, glingur, skran og hallærisleg föt.Þarna áttaði ég mig loksins á því hversu mikil forréttindi það eru að vera Reykvíkingur og það hefur ekki liðið sá dagur síðan ég kom aftur heim að ég hafi ekki gengið um götur borgarinnar og dáðst að öllum fínu hátískubúðunum og fallegustu stelpum í heimi sem líða niður Laugaveginn og gætu rétt eins verið að spóka sig í Beverly Hills.Reykjavík er lítil heimsborg þar sem allra þjóða kvikindi blandast saman í dásamlegan mannlífshrærigraut þannig að meira að segja aflitaðir FM hnakkarnir á sportbílunum sínum verða krúttlegur þáttur litskrúðugugrar tilverunnar.Hér höfum við allt til alls nema sólina en það er einfaldlega ekki þess virði að eltast við hana með flugi. Það er út í hött að leita að lífsgleði og mannlífsfegurð í útlöndum þegar maður býr í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Þórarinn Þórarinsson þurfti að fara á sólarströnd til að læra að elska Reykjavíkurborg Ég hef aldrei verið neitt átakanlega stoltur yfir því að vera Íslendingur og yfirleitt leiðst þjóðernisbelgingurinn í okkur sem gengur aðallega út á það að við séum, klárust, sterkust, sætust og best í öllu miðað við höfðatölu.Höfuðborgin okkar hefur alltaf verið mér þyrnir í augum enda varla smábær á heimsmælikvarða og ég hef alltaf staðið fastur á þeirri skoðun að Reykjavík sé ljót borg og illa skipulögð. Mér skilst svo á kunningjum mínum sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öll mál að borgin sé orðin enn ljótari en hún var eftir að R-listinn tók þar öll völd.Þessi neikvæðu viðhorf mín sem sjálfsagt hafa grundvallast á alíslenskri minnimáttarkennd gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu eftir að ég engdist í tilgangsleysi á Mallorca í hálfan mánuð. Þar þvælast lummulegir Bretar, Þjóðverjar og vitaskuld Íslendingar um ljótar borgir sem bjóða ekki upp á neitt annað en verslanir sem selja ódýrt áfengi, glingur, skran og hallærisleg föt.Þarna áttaði ég mig loksins á því hversu mikil forréttindi það eru að vera Reykvíkingur og það hefur ekki liðið sá dagur síðan ég kom aftur heim að ég hafi ekki gengið um götur borgarinnar og dáðst að öllum fínu hátískubúðunum og fallegustu stelpum í heimi sem líða niður Laugaveginn og gætu rétt eins verið að spóka sig í Beverly Hills.Reykjavík er lítil heimsborg þar sem allra þjóða kvikindi blandast saman í dásamlegan mannlífshrærigraut þannig að meira að segja aflitaðir FM hnakkarnir á sportbílunum sínum verða krúttlegur þáttur litskrúðugugrar tilverunnar.Hér höfum við allt til alls nema sólina en það er einfaldlega ekki þess virði að eltast við hana með flugi. Það er út í hött að leita að lífsgleði og mannlífsfegurð í útlöndum þegar maður býr í Reykjavík.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun