Skallinn sem hvarf 22. júní 2004 00:01 Kristján Hjálmarsson upplifði erfiða tíma þegar hárið fór að þynnast Ég er og hef lengi verið með há kollvik. Þau plaga mig ekki. En það gerði skallinn sem ég fékk einu sinni. Ég veit ekki hvað kom fyrir. Einn daginn var ég bara kominn með myndarlegt tungl á hnakkann og hárlausa rönd aftan við vinstra eyra. Ég vissi ekki af þessu hárleysi mínu fyrr en besti vinur minn benti mér á það. Í kjölfarið fylgdu andvökunætur og ég fann hvernig kvenhylli minni hrakaði dag frá degi. Þá voru góð ráð dýr. Tunglið stækkaði og stækkaði. Áðurnefndur vinur minn sýndi mér mikinn skilning og einstakan stuðning. Bjó til súlurit sem sýndi hlutfall hárs og skalla og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggur fyrr en skallasúlan væri orðinn stærri en hin. Hárgreiðslumaðurinn sem ég fer yfirleitt til sýndi mér einnig mikinn stuðning -- klippti mig þannig að ég gat greitt yfir tunglið. Ég taldi sjálfum mér trú um að skallinn væri vel falinn. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Þannig gekk lífið fyrir sig í nokkra mánuði og tunglið stækkaði og stækkaði. Í annað eða þriðja sinn sem ég fór til hárgreiðslumannsins sagði hann mér að það væri ekkert að hársverðinum. Ráðlagði mér því að leita til læknis sem ég og gerði. Læknirinn sýndi mér einnig mikinn stuðning. Skoðaði skallann og hló. Sagði að ég þyrfti sterakrem sem átti að bera á blettinn -- eins og að sá fræjum. Ég fór að ráðum læknisins og títtnefndur vinur minn líka. Hann vildi einnig fá að taka þátt í að græða landið. Og viti menn, að nokkrum vikum liðnum hvarf skallinn. Sjaldan eða aldrei hefur mér verið eins létt, og hárið vex sem aldrei fyrr að kollvikunum undanskildum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Kristján Hjálmarsson upplifði erfiða tíma þegar hárið fór að þynnast Ég er og hef lengi verið með há kollvik. Þau plaga mig ekki. En það gerði skallinn sem ég fékk einu sinni. Ég veit ekki hvað kom fyrir. Einn daginn var ég bara kominn með myndarlegt tungl á hnakkann og hárlausa rönd aftan við vinstra eyra. Ég vissi ekki af þessu hárleysi mínu fyrr en besti vinur minn benti mér á það. Í kjölfarið fylgdu andvökunætur og ég fann hvernig kvenhylli minni hrakaði dag frá degi. Þá voru góð ráð dýr. Tunglið stækkaði og stækkaði. Áðurnefndur vinur minn sýndi mér mikinn skilning og einstakan stuðning. Bjó til súlurit sem sýndi hlutfall hárs og skalla og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggur fyrr en skallasúlan væri orðinn stærri en hin. Hárgreiðslumaðurinn sem ég fer yfirleitt til sýndi mér einnig mikinn stuðning -- klippti mig þannig að ég gat greitt yfir tunglið. Ég taldi sjálfum mér trú um að skallinn væri vel falinn. Svo reyndist hins vegar ekki vera. Þannig gekk lífið fyrir sig í nokkra mánuði og tunglið stækkaði og stækkaði. Í annað eða þriðja sinn sem ég fór til hárgreiðslumannsins sagði hann mér að það væri ekkert að hársverðinum. Ráðlagði mér því að leita til læknis sem ég og gerði. Læknirinn sýndi mér einnig mikinn stuðning. Skoðaði skallann og hló. Sagði að ég þyrfti sterakrem sem átti að bera á blettinn -- eins og að sá fræjum. Ég fór að ráðum læknisins og títtnefndur vinur minn líka. Hann vildi einnig fá að taka þátt í að græða landið. Og viti menn, að nokkrum vikum liðnum hvarf skallinn. Sjaldan eða aldrei hefur mér verið eins létt, og hárið vex sem aldrei fyrr að kollvikunum undanskildum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun