Sorgarsögur á djamminu 28. júní 2004 00:01 Stuð milli stríða Þórarinn Þórarinsson er löngu hættur að drekka en er fyrst núna að gefast upp á djamminu. Sá ágæti ameríski sófaheimspekingur Hómer Simpson var einhvern tíma skipað að vera edrú í mánuð. Helsta uppgötvunin sem hann gerði á því tímabili var að hornabolti væri hundleiðinleg íþrótt. Eitthvað sem maður áttar sig ekki á þegar maður situr ofurölvi á áhorfendapöllunum. Ég hef verið í þessum sporum Hómers undanfarið ár og er enn engu nær um hafnarbolta en þeim mun fróðari um hversu hundhelvíti leiðinlegt og tilgangslaust þetta svokallaða "djamm" er. Þetta brölt gengur helst út á að berja mann og annan, eða öfugt, gera sig að fífli, og rekja raunir sínar og andlegar hremmingar fyrir daufum eyrum og ljúka þessu svo öllu með því að eðla sig í snarhasti til þess að geta vaknað tímanlega til þess að horfa á fótbolta, eða eitthvað álíka gáfulegt í sjónvarpinu, í þynnkunni. Sé þetta tilgangurinn eru áfengi eða aðrir vímugjafar vitaskuld meðalið. Án þess er þetta helgarsport með öllu óbærilegt. Sjálfum fannst mér þetta allt æðislegt og með öllu ómissandi þar til ég kláraði drykkjukvótann en eftir að ég fór að stunda þetta með óskerta athyglisgáfu hlýt ég að spyrja mig hvað í veröldinni ég hafi verið að eltast við og er skapi næst að stefna ÁTVR fyrir dómstóla og fara fram á skaðabætur fyrir þau 12 ár í lífi mínu sem fóru í sollinn og súginn. Ég meina, ekki getur þetta verið sjálfum mér að kenna? Gömlu klisjurnar um að maður sé manns gaman og brennivín sé vatn lífsins hrökkva skammt eftir að maður hefur setið að spjalli við allt "hressa" fólkið á djamminu og hlusta á það rekja raunir sínar og velta sér upp úr komplexum og minnimáttarkennd sinni tímunum saman á milli þess sem það ælir á gólfið og sullar á mann rauðvíni. Það hlýtur að vera hægt að drepa tímann með uppbyggilegri hætti. Er ekki Derrick ennþá í Sjónvarpinu á föstudagskvöldum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun
Stuð milli stríða Þórarinn Þórarinsson er löngu hættur að drekka en er fyrst núna að gefast upp á djamminu. Sá ágæti ameríski sófaheimspekingur Hómer Simpson var einhvern tíma skipað að vera edrú í mánuð. Helsta uppgötvunin sem hann gerði á því tímabili var að hornabolti væri hundleiðinleg íþrótt. Eitthvað sem maður áttar sig ekki á þegar maður situr ofurölvi á áhorfendapöllunum. Ég hef verið í þessum sporum Hómers undanfarið ár og er enn engu nær um hafnarbolta en þeim mun fróðari um hversu hundhelvíti leiðinlegt og tilgangslaust þetta svokallaða "djamm" er. Þetta brölt gengur helst út á að berja mann og annan, eða öfugt, gera sig að fífli, og rekja raunir sínar og andlegar hremmingar fyrir daufum eyrum og ljúka þessu svo öllu með því að eðla sig í snarhasti til þess að geta vaknað tímanlega til þess að horfa á fótbolta, eða eitthvað álíka gáfulegt í sjónvarpinu, í þynnkunni. Sé þetta tilgangurinn eru áfengi eða aðrir vímugjafar vitaskuld meðalið. Án þess er þetta helgarsport með öllu óbærilegt. Sjálfum fannst mér þetta allt æðislegt og með öllu ómissandi þar til ég kláraði drykkjukvótann en eftir að ég fór að stunda þetta með óskerta athyglisgáfu hlýt ég að spyrja mig hvað í veröldinni ég hafi verið að eltast við og er skapi næst að stefna ÁTVR fyrir dómstóla og fara fram á skaðabætur fyrir þau 12 ár í lífi mínu sem fóru í sollinn og súginn. Ég meina, ekki getur þetta verið sjálfum mér að kenna? Gömlu klisjurnar um að maður sé manns gaman og brennivín sé vatn lífsins hrökkva skammt eftir að maður hefur setið að spjalli við allt "hressa" fólkið á djamminu og hlusta á það rekja raunir sínar og velta sér upp úr komplexum og minnimáttarkennd sinni tímunum saman á milli þess sem það ælir á gólfið og sullar á mann rauðvíni. Það hlýtur að vera hægt að drepa tímann með uppbyggilegri hætti. Er ekki Derrick ennþá í Sjónvarpinu á föstudagskvöldum?
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun