Mér er sama hver byrjaði! 29. júní 2004 00:01 Stuð milli stríða Þóru Karítas finnst sandkassinn á róluvellinum vera umhverfið sem hæfir umræðunni í íslenskri pólitík. Einhvern veginn finnst mér umræðan í íslenskri pólitík alltaf vera að færast nær og nær því að vera best geymd í sandkassanum á róluvellinum. Ég á til dæmis mjög erfitt með að finna mér stað í túlkun fulltrúa vors lýðræðis á niðurstöðum forsetakosninganna. Úrslitin eru ýmist sögð vera a) upphefð fyrir sitjandi forseta eða b) stórt áfall fyrir embættið. Þeir sem aðhyllast a) telja úrslitin hrakför andstæðinga forsetans en hinir sem aðhyllast b) sjá nú hyldýpisgjá milli þjóðarinnar og Ólafs Ragnars. Einhvern veginn virðist umræðan, svona út á við, algjörlega vera að þróast í þá átt að ef leiðtoginn jarmar þá jarmi sauðirnir með. Allt sem sagt er, er fyrirsjáanlegt og byggist á fortíðarþrasi, valdabaráttu og eignaskiptingu. Í pólitískum spjallþáttum er reglan sú að vera aldrei sammála neinum nema ef hann er ekki í sama flokki og því álíka upplýsandi að hlusta á samræðurnar um þjóðmálin eins og að heyra Gunnar í Krossinum ræða samkynhneigð við homma eða lesbíu. Ginnungagapið sem ríkir milli öfgafullra stjórnmálamanna er eina hyldýpið sem vert er að hafa áhyggjur af, gjáin sem klýfur þjóðina í einkennilega hópa sem eiga það eitt sameiginlegt að stimpla andstæðinga sína og flækjast í fjötrum eigin fordóma. Ég hef sjálf ekki ákveðið hvort ég eigi að kasta mér niður í Almannagjá eða fljúga upp til skýjanna eftir endurkjör Ólafs Ragnars og hef verið að velta því alvarlega fyrir mér hvort enginn stjórnmálamaður hafi pælt í því hvort auðu atkvæðin hafi nokkuð verið að segja: "Ég nenni ekki að taka þátt í þessum skrípaleik og mér er sama hver byrjaði!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun
Stuð milli stríða Þóru Karítas finnst sandkassinn á róluvellinum vera umhverfið sem hæfir umræðunni í íslenskri pólitík. Einhvern veginn finnst mér umræðan í íslenskri pólitík alltaf vera að færast nær og nær því að vera best geymd í sandkassanum á róluvellinum. Ég á til dæmis mjög erfitt með að finna mér stað í túlkun fulltrúa vors lýðræðis á niðurstöðum forsetakosninganna. Úrslitin eru ýmist sögð vera a) upphefð fyrir sitjandi forseta eða b) stórt áfall fyrir embættið. Þeir sem aðhyllast a) telja úrslitin hrakför andstæðinga forsetans en hinir sem aðhyllast b) sjá nú hyldýpisgjá milli þjóðarinnar og Ólafs Ragnars. Einhvern veginn virðist umræðan, svona út á við, algjörlega vera að þróast í þá átt að ef leiðtoginn jarmar þá jarmi sauðirnir með. Allt sem sagt er, er fyrirsjáanlegt og byggist á fortíðarþrasi, valdabaráttu og eignaskiptingu. Í pólitískum spjallþáttum er reglan sú að vera aldrei sammála neinum nema ef hann er ekki í sama flokki og því álíka upplýsandi að hlusta á samræðurnar um þjóðmálin eins og að heyra Gunnar í Krossinum ræða samkynhneigð við homma eða lesbíu. Ginnungagapið sem ríkir milli öfgafullra stjórnmálamanna er eina hyldýpið sem vert er að hafa áhyggjur af, gjáin sem klýfur þjóðina í einkennilega hópa sem eiga það eitt sameiginlegt að stimpla andstæðinga sína og flækjast í fjötrum eigin fordóma. Ég hef sjálf ekki ákveðið hvort ég eigi að kasta mér niður í Almannagjá eða fljúga upp til skýjanna eftir endurkjör Ólafs Ragnars og hef verið að velta því alvarlega fyrir mér hvort enginn stjórnmálamaður hafi pælt í því hvort auðu atkvæðin hafi nokkuð verið að segja: "Ég nenni ekki að taka þátt í þessum skrípaleik og mér er sama hver byrjaði!"
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun