Næstu þingkosningar ráða úrslitum 5. júlí 2004 00:01 "Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
"Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira