Gamalt ákvæði í nýju frumvarpi 6. júlí 2004 00:01 Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þetta ákvæði var numið úr gildi að kröfu Framsóknarflokksins í fyrra frumvarpinu, milli annarar og þriðju umræðu um miðjan maí og formaður flokksins sagði að hann teldi breytingarnar til mikilla bóta. Þær sneru að tveimur atriðum, fyrirtæki máttu eiga 35 prósent í fjölmiðlafyrirtæki en hlutfallið var 25 prósent áður. Hin breytingin sem formaðurinn tiltók sem sérlega mikilvæga, var að núverandi útvarpsleyfi rynnu ekki út fyrr en eftir gildistíma sinn og aldrei fyrr en eftir tvö ár. Hann sagðist vera öruggari með frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eftir breytingarnar. Það kemur því talsvert á óvart vegna þessarar yfirlýsingar að samkvæmt frumvarpinu núna getur útvarpsréttarnefnd afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin öðlast gildi ef markmiðum laganna um eignarhald hefur ekki verið náð fyrir þann tíma. Þótt þau séu ekki runnin út. Á móti kemur að gert er ráð fyrir aðeins lengri aðlögunartíma í nýja frumvarpinu en lögin taka ekki gildi fyrr en fyrsta september árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlalögunum og hann segir að andstaða sín við þau sé óbreytt. Hann var ekki viðstaddur þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær og segist enn vera að kynna sér nýja frumvarpið og vilji ræða við formanninn og þingflokkinn á morgun áður en hann tjái sig um málið. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá. Þetta ákvæði var numið úr gildi að kröfu Framsóknarflokksins í fyrra frumvarpinu, milli annarar og þriðju umræðu um miðjan maí og formaður flokksins sagði að hann teldi breytingarnar til mikilla bóta. Þær sneru að tveimur atriðum, fyrirtæki máttu eiga 35 prósent í fjölmiðlafyrirtæki en hlutfallið var 25 prósent áður. Hin breytingin sem formaðurinn tiltók sem sérlega mikilvæga, var að núverandi útvarpsleyfi rynnu ekki út fyrr en eftir gildistíma sinn og aldrei fyrr en eftir tvö ár. Hann sagðist vera öruggari með frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eftir breytingarnar. Það kemur því talsvert á óvart vegna þessarar yfirlýsingar að samkvæmt frumvarpinu núna getur útvarpsréttarnefnd afturkallað útvarpsleyfi þegar lögin öðlast gildi ef markmiðum laganna um eignarhald hefur ekki verið náð fyrir þann tíma. Þótt þau séu ekki runnin út. Á móti kemur að gert er ráð fyrir aðeins lengri aðlögunartíma í nýja frumvarpinu en lögin taka ekki gildi fyrr en fyrsta september árið 2007. Kristinn H. Gunnarsson var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn fjölmiðlalögunum og hann segir að andstaða sín við þau sé óbreytt. Hann var ekki viðstaddur þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær og segist enn vera að kynna sér nýja frumvarpið og vilji ræða við formanninn og þingflokkinn á morgun áður en hann tjái sig um málið.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira