Forseta Íslands komið í klípu 7. júlí 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira