Alvarleg skilaboð til Framsóknar 11. júlí 2004 00:01 Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira