Alvarleg skilaboð til Framsóknar 11. júlí 2004 00:01 Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Þetta eru alvarleg skilaboð frá kjósendum flokksins til flokksforystunnar að þeir hafi ekki staðið sig nægilega vel varðandi fjölmiðlamálið," segir Alfreð Þorsteinsson, forystumaður Framsóknarflokks í borgarstjórn. Undir taka Kristinn H. Gunnarsson og Hjálmar Árnason, þingmenn flokksins. Framsóknarflokkurinn fékk stuðning 7,5 prósenta 800 manna úrtaks skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á laugardag. Flokkurinn hefur samkvæmt henni misst 60% fylgi frá Alþingiskosningum og er minnstur stjórnmálaflokka í landinu. Alfreð segir Framsóknarflokkinn hafa látið Sjálfstæðisflokkinn teyma sig of langt í fjölmiðlamálinu. "Mér finnst það hörmulegt að ríkisstjórnin sem hefur staðið sig að mörgu leyti vel á undanförnum misserum skuli lenda í þessu kviksyndi sem hún virðist greinilega vera komin í og eiga erfitt með að komast upp úr," segir Alfreð og bætir við: "Ég held að eina leiðin til þess að ná þessu fylgi til baka sé sú að flokkurinn beiti sér fyrir því í ríkisstjórn að fjölmiðlalögin séu ekki aðeins felld úr gildi heldur sé málið sett í nýjan farveg. Það verði samþykkt þingsályktunartillaga í þinginu um að setja ný fjölmiðlalög á breiðum grundvelli. Í það verði sett pólitísk nefnd sem hafi rúman tíma til að ganga frá slíku, kannski eitt ár. Það held ég að gæti breytt stöðunni fyrir flokkinn." Kristinn H. Gunnarsson tekur undir tillögu Alfreðs en nefnir einnig sem kost að"... það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla og þjóðin segi sitt álit eins og forsetinn hefur vilja til eða þá að menn dragi málið til baka." Haukur Logi Karlsson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna, segir það "alveg augljóst" að fjölmiðlamálið sé dragbítur Framsóknar og bendir á að Sambandið hafi ályktað að bíða beri með að lögfesta fjölmiðlalög á ný. Hjálmar Árnason gerir ráð fyrir að flokkurinn eigi talsvert fylgi inni hjá þeim tæpu 40 prósentum sem ekki tóku afstöðu í könnuninni. "Auðvitað eru þetta ákveðin skilaboð til þingmanna og forustu flokksins og við hljótum að taka þetta til skoðunar." Ráðherrar Framsóknarflokksins hvika hvergi frá nýju fjölmiðlafrumvarpi og aðspurðir um vilja samflokksmanna þeirra, svaraði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra: "Ég hef ekkert að segja um þeirra skoðanir á þessu stigi. Við höfum beygt af leið og bakkað. Við höfum búið til nýjan ramma, því það er vilji þessara flokka eins og allra stjórnmálaflokka að hér verði sett lög um samþjöppun í þjóðfélaginu á peningalegu valdi til að tryggja lýðræði og frelsi." Siv Friðleifsdóttir, ritari flokksins og umhverfisráðherra, sagði: "Þingflokkurinn er búinn að fara yfir þetta mál og niðurstaðan var að flytja það frumvarp sem nú er til vinnslu inn í Alþingi." Framsóknarmenn sitja þingflokksfund á morgun. "Þá er venjan að fara yfir þau mál sem liggja fyrir þinginu. Nú er aðeins eitt mál sem liggur fyrir þinginu og því augljóst um hvað sá fundur mun snúast," segir Hjálmar. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson, formann flokksins og utanríkisráðherra.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira