Skiptar skoðanir lögspekinga 13. október 2005 14:24 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. Allsherjarnefnd Alþingis fær hvern lögspekinginn á eftir öðrum á sinn fund en nú er ljóst að greina má álit þeirra í grófum dráttum í þrennt. Fyrst ber að nefna þá sem telja að Alþingi geti ekki komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Í dag komu tveir til viðbótar fyrir nefndina sem eru á þeirri skoðun: Herdís Þorgeirsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Herdís segir Alþingi ekki geta gripið inn í ferlið með þessum hætti vegna þess að það hafi ekki einokunarvald sem löggjafi. Í stjórnarskránni sé kveðið skýrt á um að forseti fari líka með löggjafarvaldið og þegar hann hafi skotið málinu til þjóðarinnar í síðasta mánuði hafi þjóðin orðið löggjafaraðili samkvæmt stjórnarskránni. Ragnar segist telja að sú lausn sem nú liggi fyrir Alþingi sé með öllu ótæk, óheimil og andstæð stjórnarskránni vegna þess að löggjafarvaldið hafi ekki ótakmarkað vald til þess að setja lög um hvað sem er og hvernig sem er. Hann vísar m.a. í 26. grein stjórnarskrárinnar, mannréttindaákvæði hennar og alþjóðlegar skuldbingar Íslands máli sínu til stuðnings. Þá segir Ragnar að til viðbótar sé til stjórnskipuleg valdníðsluregla, sem eigi að koma í veg fyrir að löggjafinn setji lög með allt annan tilgang en fram kemur í texta frumvarps, en svo sé greinilega í þessu tilviki. „Þó að frumvarpið sem nú liggur fyrir virðist ætlað að gera smávægilegar breytingar á útvarps- og samkeppnislögum þá er aðalafleiðing frumvarpsins, og ég tel að það sé markmið, að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ragnar. Annar hópur lögfróðra manna hefur sagt að þingið geti fellt lögin úr gildi en ekki sett ný í staðinn. Til þessa hóps teljast meðal annarra lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Fyrir allsherjarnefnd í dag komu líka fram sjónarmið þriðja hópsins - þeirra sem telja að frumvarpið brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Þar á meðal er Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem vísar í 2. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið. Hann bendir einnig á 38. grein skrárinnar sem kveður á um að Alþingismenn og ráðherrar hafi ákveðinn frumkvæðisrétt í að leggja fram lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Jón segir að á meðan stjórnarskráin taki ekki þann rétt af þeim aðilum þá geti þeir, hvenær sem er á meðan Alþingi sé að störfum, komið fram og sett löggjöf. Aðspurð hvað gerist ef Alþingi afgreiðir frumvarpið eins og það liggur fyrir núna segir Herdís að forseti Íslands geti beitt fyrir sig þeim skildi sem stjórnarskráin sé - og hún sé „ekkert smá vopn“. Hann geti sagst vera bundinn af stjórnarskránni, að valdmörk hans séu þar og honum beri skylda til að bíða eftir því hvað þjóðin - „hinn löggjafaraðilinn“ eins og Herdís kemst að orði - geri núna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að nýtt fjölmiðlafrumvarp sé ótækt og lýsi valdníðslu ríkisstjórnarinnar. Herdís Þorgeirsdóttir þjóðréttarfræðingur segir að stjórnarskráin banni forseta Íslands að staðfesta ný fjölmiðlalög en Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur að Alþingi sé heimilt að setja ný fjölmiðlalög. Allsherjarnefnd Alþingis fær hvern lögspekinginn á eftir öðrum á sinn fund en nú er ljóst að greina má álit þeirra í grófum dráttum í þrennt. Fyrst ber að nefna þá sem telja að Alþingi geti ekki komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Í dag komu tveir til viðbótar fyrir nefndina sem eru á þeirri skoðun: Herdís Þorgeirsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson. Herdís segir Alþingi ekki geta gripið inn í ferlið með þessum hætti vegna þess að það hafi ekki einokunarvald sem löggjafi. Í stjórnarskránni sé kveðið skýrt á um að forseti fari líka með löggjafarvaldið og þegar hann hafi skotið málinu til þjóðarinnar í síðasta mánuði hafi þjóðin orðið löggjafaraðili samkvæmt stjórnarskránni. Ragnar segist telja að sú lausn sem nú liggi fyrir Alþingi sé með öllu ótæk, óheimil og andstæð stjórnarskránni vegna þess að löggjafarvaldið hafi ekki ótakmarkað vald til þess að setja lög um hvað sem er og hvernig sem er. Hann vísar m.a. í 26. grein stjórnarskrárinnar, mannréttindaákvæði hennar og alþjóðlegar skuldbingar Íslands máli sínu til stuðnings. Þá segir Ragnar að til viðbótar sé til stjórnskipuleg valdníðsluregla, sem eigi að koma í veg fyrir að löggjafinn setji lög með allt annan tilgang en fram kemur í texta frumvarps, en svo sé greinilega í þessu tilviki. „Þó að frumvarpið sem nú liggur fyrir virðist ætlað að gera smávægilegar breytingar á útvarps- og samkeppnislögum þá er aðalafleiðing frumvarpsins, og ég tel að það sé markmið, að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Ragnar. Annar hópur lögfróðra manna hefur sagt að þingið geti fellt lögin úr gildi en ekki sett ný í staðinn. Til þessa hóps teljast meðal annarra lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Sigurður Líndal. Fyrir allsherjarnefnd í dag komu líka fram sjónarmið þriðja hópsins - þeirra sem telja að frumvarpið brjóti ekki í bága við stjórnarskrána. Þar á meðal er Jón Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem vísar í 2. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið. Hann bendir einnig á 38. grein skrárinnar sem kveður á um að Alþingismenn og ráðherrar hafi ákveðinn frumkvæðisrétt í að leggja fram lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Jón segir að á meðan stjórnarskráin taki ekki þann rétt af þeim aðilum þá geti þeir, hvenær sem er á meðan Alþingi sé að störfum, komið fram og sett löggjöf. Aðspurð hvað gerist ef Alþingi afgreiðir frumvarpið eins og það liggur fyrir núna segir Herdís að forseti Íslands geti beitt fyrir sig þeim skildi sem stjórnarskráin sé - og hún sé „ekkert smá vopn“. Hann geti sagst vera bundinn af stjórnarskránni, að valdmörk hans séu þar og honum beri skylda til að bíða eftir því hvað þjóðin - „hinn löggjafaraðilinn“ eins og Herdís kemst að orði - geri núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent