Frumvarpið verði dregið til baka 13. október 2005 14:24 "Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
"Það virðist sem framsóknarmenn, jafnvel í meira mæli en aðrir, séu mjög ósáttir við þetta mál," sagði Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, við Fréttablaðið á fundi er Framsóknarfélagið í Reykjavík suður hélt um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi. Framsóknarmenn sem tóku til máls á fundinum voru allir á einu máli um það að ríkisstjórnin ætti að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið sem forseti synjaði staðfestingar í júníbyrjun. Forustumenn flokksins voru gagnrýndir fyrir að mæta ekki á fundinn en Jónína Bjartmarz var einn þingmanna flokksins sem sá sér það fært. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, var einnig á fundinum. "Ég geri þá kröfu til flokksforustunnar og þingmanna að sú stjórnskipunarkreppa sem blasir við ef forseti synjar nýja frumvarpinu staðfestingar verði leyst. Eina lausnin er sú að draga frumvarpið til baka og setja það í nefnd sem vinna mun í því fram á vetur," sagði Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi. Varaformaður félagsins, Brynhildur Bergþórsdóttir, lýsti yfir vonbrigðum sínum með forustu flokksins, sem hún sagði að virtist ekki vera að tala við sama fólkið og hún. "Ég vil að þjóðin fái að segja hvað henni finnst og að við tökum því þá eins og menn ef lögin verða felld," sagði hún. Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti, sagði í framsögu sinni að ráð hans til ráðherra og þingmanna væri að forðast að grípa inn í það lagasetningarferli sem fór í gang er forseti synjaði. "Það er mikil vá fyrir dyrum í íslensku samfélagi. Yfir okkur vofir stjórnskipunarkreppa sem er eitt það versta sem hent getur þjóð. Vegna þess hve miklir hagsmunir eru í húfi er þetta mál hafið yfir alla pólitíska hagsmuni. Ríkisstjórnin þarf að finna sátt við forseta og íslensku þjóðina. Hér er ekkert svigrúm fyrir pólitískt mat heldur verður virðing fyrir íslensku stjórnarskránni og stjórnskipun að ráða ferð," sagði hann. Jónína Bjartmarz sagði að í orðum Eiríks fælist áskorun til þingmanna og ráðamanna að ef vafi léki á því hvort lögin færu á mis við stjórnarskrá ættu þeir að minnsta kosti að láta stjórnarskrána njóta vafans. Hún vildi ekki tjá sig um afstöðu sína til frumvarpsins. Allsherjarnefnd sé enn að störfum og þegar hún komist að niðurstöðu verði hún kynnt fyrir þingflokknum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira