Fagna ummælum ráðherra 14. júlí 2004 00:01 Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. "Það eru margir í Háskólanum sammála þessari afstöðu að það sé rétt að vera ekki að taka upp skólagjöld í grunnnáminu en það horfi öðruvísi við varðandi meistara- og doktorsnámið," segir Páll Skúlason rektor. Hann segir að eina tillagan sem hafi verið lögð fram um skólagjöld í Háskólanum sé tillaga frá viðskipta- og hagfræðideild um að óskað verði heimildar til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. "Við höfum frestað þeirri umræðu og núna kemur ráðherrann með þessa skoðun sem er ákveðin vísbending," segir hann. Jarþrúður segir ummæli ráðherrans vera áfangasigur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hafi beitt sér af hörku gegn skólagjöldum. "Við höfum komið með málefnaleg rök í umræðuna, bent á lausnir sem gætu tryggt skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll," segir hún. "Við teljum okkur hafa náð eyrum ráðamanna í málinu. Það hefði verið mjög einfalt og auðvelt fyrir okkur að heimta bara meiri peninga í málaflokkinn en við teljum að Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafi nálgast málið af meiri ábyrgð en áður og komið fram bæði með hugmyndir og rök máli okkar til stuðnings," segir Jarþrúður. Hún segir að næsta skref sé að skoða það sem koma muni út úr sérstakri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Jarþrúður segir að á undanförnum árum hafi Háskóli Íslands þurft að mæta síauknum fjölda nemenda með óbreytt fjármagn frá ríkinu. "Ásamt því að bæta rekstrarumhverfið þarf að skoða innviði skólans og fara ofan í hvernig hægt er að standa enn betur að rekstri skólans," segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að Háskóli Íslands leiti leiða til þess að auka tekjur sínar. "Við höfum haldið því fram að Háskólinn og háskólafólk eigi að hugsa í lausnum en ekki vandamálum og við teljum að innan öflugs rannsóknarháskóla séu tækifæri til að skapa verðmæti sem hugsanlega gætu nýst Háskóla Íslands betur til tekjuöflunar. Þannig yrðu markmið um sjálfstæði skólans, bæði akademísks og fjárhagslegs, að veruleika," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. "Það eru margir í Háskólanum sammála þessari afstöðu að það sé rétt að vera ekki að taka upp skólagjöld í grunnnáminu en það horfi öðruvísi við varðandi meistara- og doktorsnámið," segir Páll Skúlason rektor. Hann segir að eina tillagan sem hafi verið lögð fram um skólagjöld í Háskólanum sé tillaga frá viðskipta- og hagfræðideild um að óskað verði heimildar til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. "Við höfum frestað þeirri umræðu og núna kemur ráðherrann með þessa skoðun sem er ákveðin vísbending," segir hann. Jarþrúður segir ummæli ráðherrans vera áfangasigur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hafi beitt sér af hörku gegn skólagjöldum. "Við höfum komið með málefnaleg rök í umræðuna, bent á lausnir sem gætu tryggt skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll," segir hún. "Við teljum okkur hafa náð eyrum ráðamanna í málinu. Það hefði verið mjög einfalt og auðvelt fyrir okkur að heimta bara meiri peninga í málaflokkinn en við teljum að Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafi nálgast málið af meiri ábyrgð en áður og komið fram bæði með hugmyndir og rök máli okkar til stuðnings," segir Jarþrúður. Hún segir að næsta skref sé að skoða það sem koma muni út úr sérstakri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Jarþrúður segir að á undanförnum árum hafi Háskóli Íslands þurft að mæta síauknum fjölda nemenda með óbreytt fjármagn frá ríkinu. "Ásamt því að bæta rekstrarumhverfið þarf að skoða innviði skólans og fara ofan í hvernig hægt er að standa enn betur að rekstri skólans," segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að Háskóli Íslands leiti leiða til þess að auka tekjur sínar. "Við höfum haldið því fram að Háskólinn og háskólafólk eigi að hugsa í lausnum en ekki vandamálum og við teljum að innan öflugs rannsóknarháskóla séu tækifæri til að skapa verðmæti sem hugsanlega gætu nýst Háskóla Íslands betur til tekjuöflunar. Þannig yrðu markmið um sjálfstæði skólans, bæði akademísks og fjárhagslegs, að veruleika," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira