Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 16:36 38 manns létu lífið þegar flugvélin brotlenti. AP/Azamat Sarsenbayev Fjölmargar kenningar hafa farið á flug síðan asersk farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan í gær jóladag. Rússnesk og kasöksk yfirvöld hafa reynt að lægja öldurnar en fátt er vitað með vissu um tildrög slyssins. Farþegaflugvél á vegum Azerbaijan Airlines brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 62 farþega um borð, 38 þeirra létu lífið. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs sé talsvert utan leiðar. Fullyrðingar um aðkomu Rússa órökstuddar Andrí Kovalenkó, leiðtogi nefndar innan úkraínska hersins sem hefur markmið að stiga stemmu við falsupplýsingum, fullyrti á samfélagsmiðlum í gær að rússneskar loftvarnir hefðu skotið flugvélina niður. Hann vísaði til mynda sem hafa verið í dreifingu af götóttum skrokki vélarinnar og björgunarvestum máli sínu til stuðnings. Dmítrí Peskov, talsmaður forseta Rússlandsforseta, segir rannsókn þegar hafna á tildrögum slyssins og ekki væri rétt að fara í neinar bollaleggingar fyrr en niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Þá tjáði forseti öldungadeildar kasakska þingsins sig einnig um málið. „Ekkert þessara landa, ekki Aserbaídsjan, Rússland né Kasakstan, vilja fela neitt. Allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar almenningi,“ hefur Guardian eftir Asjimbajev Maulen. forseti þingsins. Jafnframt sagði hann fullyrðingar um aðkomu rússneskra loftvarna órökstuddar og ófyrirsvaranlegar. Rússneskar loftvarnir hafi haldið að flugvélin væri úkraínskur dróni Heimildarmenn fréttaveitunnar Reuters innan aserska flugmálageirans segja að fyrstu fregnir af rannsókninni bendi til að flugvélin hafi orðið fyrir skothríð rússnesks loftvarnarkerfis. Samskiptakerfi flugvélarinnar hafi verið rofið þegar flugvélin nálgaðist áfangastaðinn Grosní. Þessar heimildir Reuters eru þó einróma um að árásin hafi ekki verið af vilja gerð. Þess má geta að Grosní hefur ítrekað verið skotmark flygildaárása Úkraínumanna síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í febrúar ársins 2022. Fyrr á jóladag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir þeirra hefðu skotið niður 59 flygildi þvert yfir Rússland. Embættismaður innan téténsku landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðla í gærmorgun þar sem hann sagði öll flygildi þar hafa verið skotin niður. Rússnesk flugmálayfirvöld segja að líklega hafi fugl flogið á flugvélina og henni því gert að breyta um stefnu. Asersk flugmálayfirvöld rannsaka nú málið. Fréttir af flugi Rússland Aserbaídsjan Úkraína Kasakstan Tengdar fréttir Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07 Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Farþegaflugvél á vegum Azerbaijan Airlines brotlenti í útjaðri borgarinnar Aktau í Kasakstan í gærmorgun með 62 farþega um borð, 38 þeirra létu lífið. Flugvélin var á leið til Grosní í Téténíu en það hefur vakið athygli að kasakska strönd Kaspíahafs sé talsvert utan leiðar. Fullyrðingar um aðkomu Rússa órökstuddar Andrí Kovalenkó, leiðtogi nefndar innan úkraínska hersins sem hefur markmið að stiga stemmu við falsupplýsingum, fullyrti á samfélagsmiðlum í gær að rússneskar loftvarnir hefðu skotið flugvélina niður. Hann vísaði til mynda sem hafa verið í dreifingu af götóttum skrokki vélarinnar og björgunarvestum máli sínu til stuðnings. Dmítrí Peskov, talsmaður forseta Rússlandsforseta, segir rannsókn þegar hafna á tildrögum slyssins og ekki væri rétt að fara í neinar bollaleggingar fyrr en niðurstaða þeirrar rannsóknar lægi fyrir. Þá tjáði forseti öldungadeildar kasakska þingsins sig einnig um málið. „Ekkert þessara landa, ekki Aserbaídsjan, Rússland né Kasakstan, vilja fela neitt. Allar upplýsingar verða gerðar aðgengilegar almenningi,“ hefur Guardian eftir Asjimbajev Maulen. forseti þingsins. Jafnframt sagði hann fullyrðingar um aðkomu rússneskra loftvarna órökstuddar og ófyrirsvaranlegar. Rússneskar loftvarnir hafi haldið að flugvélin væri úkraínskur dróni Heimildarmenn fréttaveitunnar Reuters innan aserska flugmálageirans segja að fyrstu fregnir af rannsókninni bendi til að flugvélin hafi orðið fyrir skothríð rússnesks loftvarnarkerfis. Samskiptakerfi flugvélarinnar hafi verið rofið þegar flugvélin nálgaðist áfangastaðinn Grosní. Þessar heimildir Reuters eru þó einróma um að árásin hafi ekki verið af vilja gerð. Þess má geta að Grosní hefur ítrekað verið skotmark flygildaárása Úkraínumanna síðan Rússland réðist inn í Úkraínu í febrúar ársins 2022. Fyrr á jóladag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að loftvarnir þeirra hefðu skotið niður 59 flygildi þvert yfir Rússland. Embættismaður innan téténsku landsstjórnarinnar birti færslu á samfélagsmiðla í gærmorgun þar sem hann sagði öll flygildi þar hafa verið skotin niður. Rússnesk flugmálayfirvöld segja að líklega hafi fugl flogið á flugvélina og henni því gert að breyta um stefnu. Asersk flugmálayfirvöld rannsaka nú málið.
Fréttir af flugi Rússland Aserbaídsjan Úkraína Kasakstan Tengdar fréttir Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07 Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Um helmingur farþega komst lífs af 69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af. 25. desember 2024 18:07
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af. 25. desember 2024 07:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent