Innlent

Súða­víkur­hlíð opin til 16

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Horft suður Súðavíkurhlíðina klukkan 14:15
Horft suður Súðavíkurhlíðina klukkan 14:15 Vegagerðin

Búið er að opna fyrir umferð um Súðavíkurhlíð, en vegna snjóflóðahættu verður veginum lokað aftur klukkan 16 í dag. Óvissustig er í gildi vegna snjóflóðahættu.

Þetta er samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar.

Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum en nokkur snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina í nótt.

„Það féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð um nóttina. Eitt alveg þokkalegt flóð og fleiri minni. Svo féll flóð líka á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og svo vitum við um eitt flóð líka í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Þessir þrír vegir lokuðust,“ sagði Óliver Hilmarsson sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofunnar fyrr í dag.

Hægt er að fylgjast með færð á vegum á umferdin.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×